Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 25.10.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 25.10.1940, Blaðsíða 3
ISLENDÍNGUR 3 Þankabrot /óns í Grófinni. • FYRIR skömmu skýrðu sunnan- blöðin frá því, að brezkur her- maður heföi beitt kvenmann ofbeldi í Reykjavik og dregið hann með sér afvega, áður en hjálp kom. Við rannsókn málsins kom í ljós, að kvenmaður þessi hafði >verið með* honum og fleiri brezkum hermönn- um áöur, en í þetta skipti hafði risið ágreiningur milli þeirra um þaö, hversu langt þau skyldu fara frá alfaraleiö til að njótast Þetta dæmi sýnir glöggt, hversu alvarlegt það er, að lauslætiskonur skuli látnar sjálfráðar feröa sinna á götum úti að næturlagi á slíkum tfmum, 3em nú standa yfir, og hve nauðsynlegt er, til að draga úr margvíslegum óþægindumog árekstr- um vegna framkomu þeirra við her- mennina, að »taka þær úr umferð*, eða gera þær þekkjanlegar frá öörum konum. Það er heimskulegt að halda, að meiri hætta sé á árekstrum, þó að rosknir og ráð- settir borgarar gangi heim til sfn úr kvötdboði undir áhrifum víns, en ef léttúöardrósir fá að leika lausum hala um nætur. Ef nauðsynlegt þykir, að taka alla karlmenn »úr umferð* sem sjást á götum úti »undir áhrifum*, hversu kurteisir og prúöir sem þeir eru, hversu nauösynlegt er þá ekki aö taka skækjurnar »úr umferð* til að íyrir- byggJa árekstra af þeirra völdum? Og þó ekki sé til heimild í lögum fyrir slíkum aðgeröum, nægir þá ekki dagskipun þar, eins og um ölvuðu mennina? SEM betur fer, mun það ekki vera nema mjög lítill hluti íslenzkrar kvenþjóðar, sem þörf væri á að »taka úr umferð*, vegna dvalar brezka setuliösins í landinu, En eigi að síður er leitt að sjá, hversu gjarnt hálfvöxnum unglingsstúlkum er að umgangast hermennina eins og kunningja og samborgara, Aðstand- endum þessara ungtinga ætti að vera í lófa lagiö aö sýna þeim fram á það, að í heimalandi þessara manna þekkist ekki slík framkoma við ó- kunnuga menn, nema meðal þeirra kvenna sem ganga kaupum og sölum Nærföt karlm. þykk og hlý, nýkomin DRAUNS-VERZLIIN PÁLL SIGURGEIRSSON á torginu. í okkar litla Jandi, þar sem svo að segja hver þekkir annan, hefir slíkt engan misskilning vakið, en ekki er víst, að allir þeir Bretar, er nú dvelja hér á landi, haíi áttað sig á þessu séreinkenni íslendinga. Ég hef sjálfur horft á 4 unglings- stúlkur sitja aftan á vörubíl inn Hafnarstræti, veifa allar í einu og hrópa til hermanus, er gekk um stéttina. Þær hafa sjálfsagt gert þetta »í gamnic sem kallað er, en væri það ekki Ktið gaman, eí við- komandi hermaður færi heim til Englands með þann skilning og álit, að þannig væri íslenzk kvenþjóð í háttum sínum? Sá hluti kvenþjóðarinnar, sem á að vera þessa »lands og lýða ljós í þúsund ár« verður að syna meiri þjóðarvitund og sjálfsmetnað en ungJingarnir, sem elta hermennina, hrópa til þeirra og veifa til þeirra. En sá hugsunarháttur er því miður furðulega útbreiddur, jafnvel meðal eldri kvenna, að ekkert sé athuga- vert við þaö, að ung stúlka kynnist brezkum hermanni vel upp öldum og menntuðum. En þeim virðist alveg standa á sama um, hvort þessir Bretar hafa komið hér í kurt- eisisheimsókn eða til að hertaka landið og finna engan greinarmun á því Og ef eldra fóJkiö á ekki meiri þjóöarmetnað og sjálfsmetnað, bvern- ig fer þá um börnin og unglingana? I. 0. O. F. == 12210259 = Meðal Akureyrlnga, sem komu meö Esju frá Petsamo voru ungfrúrnar: Ólafía Þorvaldsdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir og Hekla Arna- dóttir. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnu- daginn 27. okt. næstk. kl. 8.30 e. h. Aukalagabreyting. — Kosning embættismanna. — Nýtt mál við- víkjandi vetrarstarfseminni, sem allir félagar verða að kynnast. — Dans á eftir fyrir fundargesti. Barnastúkan „Sakleysið“ heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnud. kl. 1.30. — Kosning embættis- manna. — Kosning flokksstjóra. — Félagar, munið að mæta. TÓM AS STE/NGRIMSSO /V A K U R E Y R !. O G Mslo. e*. srtjsn Stniku vantar nú þegar í — Hattabúð Akureyrar — Æskilegt að hún si myndarleg til handanna. Kenni sænsku Lóa Þorvaldar Rósenborg. 2% hesta bátavél til sölu. Tækifærisverð R. v. á. Sanmanám- skeifl fyrir konur heldur Heimil- isiðnaðarfélag Norðurlands frá 4. —30. nóv. n, k. — Nánari upplýsingar á Eyrar- landsvegi 1Q. Sími 224. Útvarpstíðindi fást í vetur hjá tíuðmundi Arnasynt, Bjarmastfg 11. Stofa til leigu. — R. v. á. ísafoldarfundur í Skjaldborg miðvikud. 30. þ. m. á venjulegum tíma. Kosn. embættismanna o. fl. Nýkomið: Handklæði A fþurrk unarkíútar Kvennærföt Karlm.nærföt Barnabuxur Flauel rnargir litir. Borðdúkar o. //. Víjruhús Akureyrar. Hafnarstræti 105. Kaupir og selur notuð húsgögn, hreinan fatnað, bæk- ur. Ennfremur flöskur og glös. Fornsalan Hef fyrirliggjandi mikið og gott úrval af leikföngum, svo sem: Pappaleikföng m. teg., í fallegum umbúðum Myndabækur m. teg. Barnaspil Leirmodelkassa m. st. Kubbakassa Eldhúsleikföng Tðmas Steingrímsson. Umboðs & heildverzlun, Ak,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.