Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 01.11.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.11.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur. Akureyri, 1. nóvember 1Q40 tölubl. Steinn Steinsen, bæjarstjóri: Um virkjun Laxár oy aukningu Rafveitu Akureyrar. Ritstjóri íslendings hefir farið fram á við mig,r að ég ritaði í blaðið um Laxárvirkjunina, og þar sem stofnkostnaður fyrirtækisins hefir nú að mestu verið gerður upp og nokkur reynsla fengin um rekstur þess, finnst mér létt að verða við beiðninni. Eftir að Olerárstöðin tók til starfa varð fljótt vart við, að hún gat alls ekki fullnægt rafmagnsþörf bæjarins. Vatnsafl ’ stöðvarinnar er 330 hestöfl, ef nægilegt vatn er á vélarnar, en út af þvi vildi oft bregða. Auk þess er 165 hestafla mótor, svo stöðin er alls tæp 500 hestöfl mest. Á árunum 1934 til 1937 lét bæj- arstjórnin rannsaka hvernig bezt yrði bætt úr raforkuþörf bæjar- ins. — Eftir að gerð hafði verið all- ýtarleg rannsókn á þeim fallvötn- um, er talið var að gæti komið til greina að virkja, var það álit þeirra sérfræðinga, er rannsókn málsins höfðu með höndum, að réttast væri að virkja Laxá úr Mývatni fyrir ofan Orenjaðarstað, Vegamálaskrifstofu ríkisins og Rafmagnseftirliti ríkisins var falið að'geraláætlanir um^tilhögun verks- ins og kostnað við það. Áætlanir um byggingarhlutann gerði Árni Pálsson byggingaverk- fræðingur, en rafmagnshlutann á- ætlaði Jakob Oíslason rafmagns- verkfræðingur. Jafnframt því að gerðar voru á- ætlanir um virkjunina, lét bæjar- stjórnin leitast fyrir um lán til hennar, og sótti til Alþingis um ríkisábyrgð fyrir láni tit framkvæmd- anna. Á Alþingi 1937 voru samþykkt lög um virkjun Laxár úr Mývatni, en með þeim lögum var þó eigi veitt ríkisábyrgð fyrir láni. Áriö eftir samþykkti Alþingi að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast allt að tveggja miljón króna lán til raf- magnsveitu fyrir Akureyri, eða jafngildi þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt, þó ekki yfir af stofn- kostnaði. Lán til virkjunarinnar var leitast fyrir um í Englandi, Svíþjóð og Danmörku. Var loks samið við Kjöbenhavns Handelsbank í Kaup- mannahöfn og nokkur dönsk firmu um aðallánið til hennar, og jafn- framt við firmun um kaup á efni og framkvæmd verksins. Lán þetta nam 1700000 dönskum krónum, það er til 25 ára, alborgunarlaust fyrstu 3 árin en endurgreiðist svo á 22 árum, með jöfnum greiðslum afborgana og vaxta. Raunverulegir vextir af láninu eru ca. 52%. Firmu þau, sem þátt tóku í lán- inu lögðu til efni til virkjunarinnar og eitt þeirra, firmað Höjgaard & Schultz tók að sér að gera bygg- ingarhlutann í ákvæðisvinnu. Samningar um lánið við Hand- elsbanken og um virkjunina við firmun voru undirritaðar í Kaup- mannahöfn í júlí 1938, var þá þeg- ar byrjað á verkinu, en þvf var lokið 14. október 1939. Pá var f fyrsta sinn veitt rafmagni frá stöð- inni til bæjarins. Virkjuninni var f aðalatriðum hagað eftir áætlunum þeim, sem nefndar eru hér að framan, en nokkrar breytingar voru þó gerðar frá þeim. Virkjunin var t. d. gerð nokkru stærri, en fyrst var gert ráð*fyrir. Tilhögun virkjunarinnar er í að- alatriðum þannig: Laxá er stífluð efst í gljúfrunutn fyrir ofan Orenjaðarstað. í stífl- unni eru gerðar 2 inntaksþrær fyr- ir vatn það, sem virkja á. Stífla og þrær eru úr steinsteypu. Fyrst um sinn verður aðeins önnur inn- taksþróin notuð, en frá þeirri þró liggur 2,4 metra víð trépípa niður að stöðvarhúsinu, sem er rúmlega 700 metra frá stíflunni. Pípan er gerð úr tréplönkum, girt rr.eð járn- gjörðum, Fallhæð vatnsins er 38 metrar. í vélahúsinu er ein vatns- aflsvél uppsett ásamt tilsvarandi rafmagnsvél, spennubreytum og öðrum nauðsynlegum áhöldum til framieiðslu rafmagsins. Pegar virkjunin var prófuð reynd- ist stöðin að geta gefið 2415 hest- öfl við mesta álag. Frá Laxá er rafmagnið leitt eftir 30000 volta háspennulínu til Akur- eyrar. Línustrengirnir hvfla með 50 til 60 metra millibili á tréstaur- um, sem standa í einfaldri röð. Á Akureyri liggur háspennulínan í aðal .pennustöð, þar sem spennan er lækkuð niður í 6000 volt. í aflstöðinni við Laxl er autt rúm, sem ætlað er fyrir nýjar vtll- ar til viðbóíar þeim, sem fyrir eru. Vorið 1938, þegar fyrir lágu til- boðin í virkjunina, gerðu þeir Á’ni Palsson verkfræðingur og Knut Otterstedt rafveitustjóri áætlun um kostnað við virkjnnina, miðað við að tilboðinu væri tekið og verkið framkvæmt eins og í tilboð- uuum var gert ráð fyrir. Stofnkostnað L’xárvitkjunarinnar áætluðu þeir alls 1995000,00 kr. Jafnframt gerðu þeir ráð fyrir, að til aukningar bæjarkerfisins yrði varið 260000,00 kr., en svo bætt við það síðar eftir því, sem ástæð- ur leyfðu- Stitla og Inntakspró. Á myndinni sézt frá vínstri til hægri: Austurendi stíflunnar, byrjun á laxastiga, sem gert er ráö fyrir að gera síðar, 2 inntaksþrær, önnur með vatnsleiðslupípu, en hin með stút til þess að tengja við, skurður frá botnloku (lokan sézt ekki), 3 gegnumrennslisop og loks langt yfir- fallsop vestast. (Myndina tók Edvard Sigurgeirsson). NÝJA mól Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: „Pcijar Ijói Iji á Bd (On the Avenue) íburöarmikil og hrífar.di skemmti- leg amerísk tal- og söngva- mynd með músik eftir hið heimsfræga tízkutónskáld Irvirtg Berlín (höfund Alexander Rag- time Band) Aðalhlutverkin leika: DICK POWELL, ALICE FAYE, MÁDELEINE CAROLL og hinir óviðjafnanlegu háð- fuglar RITZ BROTHERS. Ennfremur taka þátt í mynd- inni ymsir frægir kraftar trá útvarpi og fjölleikahúsum í Ameríku. —- Skemmtimynd sem setur alla í sólskinsskap, Laugardagskvöld kl. 9: Ensk leynilögreglumynd tekin eftir skáldsögunni »Dark Eyes of London' eftir Edgar Wallace \ Aðalhlutverkin Ieika: BELA LUGOSl, HUGH WILLIAMS og GRETA GYNT. Geysi spennandi og viðburða- rík morðsaga og vátrygginga svikastarfsemi í ósviknum reif- arastíl. Börnum bannaöur aðgangur. Sunnudaginn kl. 5« Bðrn Hardys dömara. Qreiddur stofnkostnaður Laxár- virkjunarinnar nam um síðustu ára- mót samtals 2002950,15 kiónum auk gengislaps vegna verðfalls ís- lenzku krónunnar og þess fjár, sem lagt var í aukningu innanbæj- arkerfisins. Gengistap Laxárvirkjunarinnar nam 372080,65 krónum. Eitthvað mun hafa verðið ógreilt af virkjunarkostnaði um sfðustu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.