Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 08.11.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.11.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur. Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyrí, 8. nóvember 1940 47. tölubl. Kjötverdid. Allmikið hefir verið raett um kjötverðið í blöðunum í haust, og hafa þau öll, að undanteknum Framsóknarblöðunum talið óhyggi- legt, að hækka það eins og meiri hluti kjötverðlagsnefndar lagði til og réð, þyí að með því verði væri fjölda manna gert ófært að birgja sig upp að þessari nauðsynjavöru að haustinu, og salan því minnka innanlands. Meirihluti kjötverðlags- nefndar og Framsóknatblöðin brugð- ust illa við rökum þessurn og töl- uðu digurbarklega qg eins og sá sem valdið hefir. Þó vildu þessir aðilar lítt hafa rök í frammi. en í gegnum skrif Framsóknarblaðanna gt-kk þessi rauði þráður: Allar raddir um of hátt kjötverð er árás á bændur landsins og þurfa þeir að festa sér vel í minni fyrir kosningarnai að vori, hvaðan slík- ar raddir koma og hverjir hinir eru, sem vakað hafa yfir velferð þeirra í þessu máli! Þá var ekki sjaldgæft að fram kæmi í Framsóknarblöðunum sú kenning, að ekki væri sanngjarnt að bændur fengju minna fyrir kjölið á innlendum rnarkaði en erlendum, og varð mörgum á að skilja þessi ummæli svo, að hátt verð væri fáanlegt fyrir íslenzkt dilkakjöt erlendis og markaður viss. Sláturtíðin líður- Þegar henni er nýlega lokið birtir Dagur viðtal við sláturhússtjóra Kaupfélags Ey- firðinga um haustslátrun félagsins og kjötsölu. M. a. spyr Dagur, hvort bæjarbúar hafi keypt mikið af kjöti að þessu sinni, og svarar sláturhússtjórinn á þessa leið: »Ég hef að svo komnu engar tölur til samanburðar við kjötsöluna á fyrri árurn, en ég tel að hún hafi verið í meðallagi nú. Lítið var keypt framan af, en hefir aukizt stórlega undanfarna daga. Þá hefir brezka setuliðið hér keypt kjöt og má þess vegna ætla, að sala á kjöti beint frá húsinu verði meiri en t. d. fyrra*. Svo líða 3 vikur. Þá skýrir Dagur frá því að KEA hafi ákveð- ið reikningsverð á I. flokks kjöti kr. 1,40 eða aðeins ~U af því verði, er bæjarbúar urðu að kaupa það á sláturhúsinu. Þessi fregn kom mönnum rnjög á óvart. Að vísu var auðsætt, að verkafólk og millistéttarfólk hlyti að draga úr kjötkaupum sínum vegna liins háa verðs og mátti auk þess ráða það af hinni óvenju miklu hrossaslátrun, sem fram hefir farið f haust. En aftur á móti höfðu menn skilið Framsóknar- blöðin þannig, að hátt verð fengist fyrir kjöt erlendis, en auk þess hafði nú brezka setuliðið bætzt í neytendahópinn hér innanlands. En skýring Dags á hinu lága verði til bænda er þessi: ». . . . Þótt kjötsalan til brezka setuliðsins sé meðtalin, mun bæj- arsalan ekki vera nema um % hlutar af því magni, sem selt var í fyrra. Af þessu leiðir, að minnsta kosti helmingurinn af kjöti kaup félagsins verður að flytjast á er lendan markað, og um endanlegt verð þar er. ekki vitað með n'einn vissu«. Hafi verðákvörðun kjöts i inn Iendum markaði átt að vera kosn ingabomba, eins og skilja má af skrifum Framsóknarblaðanna, þá hefir hún verið illa valin. Það er ekkert aðalatriði fyrir bændur, að neytendur bæjanna þurfi að kaupa vörur þeirra óhóflegu verði, heldur hitt, að þeir fái sjálfir sem mest fyrir þær. Á þetta hafa Sjálfstæð- isblöðin bent oft og mörgum sinnum. F.f verðið er ákveðið svo hátt, að neytendur geta ekki keypt, er bændum gerður bjarnargreiði. Verður ekki annað séð, en að hóf- leg verðhækkun á kjöti f haust hefði haldið sölu þess í horfinu innanlands eða aukið það, og reikningsverð til bænda þá jafnvel orðið nokkru hærra en það hefir nú verið ákeðið. Munu Framsóknarblöðin líklega verða að leiða athygli bændanna frá væntanlegum kosningum, þang- að til þau hafa fundið heppilegri beitu. Lcftvarnabelgir yfir íslandi. í síðustu viku varð vart nokkurra loftbelgja á reki yfir landinu og náðust sumir þeirra. Sáust belgir yfir Vestfjörðum, Dttlum, Húnavatns- sýslu, Langanesi og e. t, y. víðar. Niður úr.þessum loftbelgjum banga þungir vírstrengir og valda þeir oft skemmdum á símalínum og raf- leiðslum, þar sem þeir fara um. S. 1. sunnudag rofnaði rafstraum- urinn hingað til bæjarins. Hafði háspennulínan hjá Grenjaðarstað slitnað. Um sömu mundir slitnuðu tveir strehgir í rafleiðslu hjá Hól- um í Reykjadal og símaþræðir á nokkrum stöðum, Talið er víst, að þar hafi loftvarnabelgur verið að verki, sem fariö bafi um áður en bjart varð aí degi. Varð hans hvergi vart. — Merkjasala Reglunnar Reglan á Akureyri er að hefja fjársöfnum fyrir barnaheimili. Dagana 9. og 10. nóv. n. k. fer fram hin árlega merkjasala Góðtemplarareglunnar um land allt- Ágóðanum af merkjasölunni hefir venjulega verið varið til að boða bindindi í ræðu eða riti. En að þessu sinni verður fé það, sem inn kemur fyrir merkjasöluna hCr á Akureyri, lagt í sérstakan sjóð, sem nefnist barnaheimilíssjóður Reglunnar. ViII Reglan með þessu hefja fjársöfnun til væntanlegs barnaheimilis, og taka í sama streng og ýms önnur télög," sem vinna að þessum málum. Þörfin fyrir sumarheimili handa börnum hér er brýn, og eykst þó á næstu árum, ef bærinn heldur áfram að vaxa eins og að undan- förnu. Templarar vænfa þess, að bæjarbúar láti með gleði nokkuð af hendi rakna fyrir merkin á sunnudaginn. Með því eru þeir að Ieggja gull f lófa framtíðarinnar. Minnlsvaríí yfir Káinn. Nú í haust var afhjúpaður minnis- varði vestanhafs yfir skáldið Krist- ján Júlíus, eða Káinn, eins og hann var oftast nefndur. Athöfninni stjórnaði Richard Beck, forseti þjóðræknisfél. Islendinga í Vestur- heimi, en aöalræðuna um skáldiö flutti síra Haraldur Sigmar. Skotið á fiýzka flugvél yfir Reykjavík. S.l. sunnudags morgun sást til þýzkrar sprengjuflugvelar yfir Reykjavík og var skotið á hana úr loftvarnabyssum. Gaf brezka setu- liðsstjórnin út tilkynningu um þetta í útyarpið þá um kvöldið. Flugvélin hafði sig Á brott, þegar tekið var að skjóta á hana. Fáutn dögum áður höfðu þýzkar flugvélar sézt yfir Austurlandi. Álitið er, að hér sé um könnunarflug aö ræða. KIRKJAN: Messað verður í Lögmannshlíð n. k. sunnudag kl. 12 á hádegi (safnaðarfundur), og sama dag í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h. (kveðja). Leikfélag Akureyrar leikur Tengdapabba næsta sunnudags- kvöld (ekki á laugardaginn) fyrir lækkað verð. Verður það síðasta sýning að þessu sinni á þessum bráðskemmtilega gamanleik ef hlotið hefir hina ágætustu aðsókn. NÝJA BIÓI Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Stóri vinur (Big Fella) Söng- og talmynd í 10 þáttum Aðalhlutverkiö leikur og syngur hinn heimsfrægi söngvari Poul Robeson og söngkonan Elisabeth Wefch Það mun vekja eftirtekt allra söngelskra kvikmyndahúsgesta að fá að sjá og heyra heila kvikmynd með hinum undur- samlega bassasöngvara Poul Robeson í aðalhlutverkinu. — Öll meðferð hans í Ijóði og lagi er svo listræn og heillandi að enginn gleymir. Elisabeth Welch er einnig glæsileg söng- kona. — Lögin sem Poul Robeson syngur í myndinni eru: »Lazin«, »Roll up Sailorman', »River steals My Folks from Me«, »Ma Curly-headed Baby«, »1 Got a Robe«, »You Didnt Ougbta Do Such Things«. — Elisabet Welch syngur: >One Kiss«, >Harlem in My Heart«. »Stóri vinur* er skemmtilegasta og mest hrífandi mynd, sem lengi hefir verið sýnd hér. Laugardagskvöld kl. 9: Knockaut Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. Aðalhlutverkinn leika; Irene Dunne og Fred Mac Murray. Hrífandi astarsaga nm hnefa- leikamami og mil|óneradóttur, sem giftast þrátt fyrir mjög ólíkar lífsskoðanir. Hún er alin upp í allsnægtum, en hann hefir barist áfratn til þess aö ná meistaratitli í hnefaleik. Mynd- in er mjög hugnæm og afar- spennandi hnefaleikar fara fram i henni. Sunnud. kl. 3 (Barnasýning) „Þegar ljdsin ljóma á Broadway" Framvegvs veröur barnasýning kl. 3 á Sunnudögum. Sunnud. kl. 5 (Alþýðusýning) Þegar ljósin Ijóma. áBroadway

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.