Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 08.11.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.11.1940, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Séra Magnús Htlgason. Nokkur minningarorð Með séra Magnúsi Helgasyni er fallinn í valinn einn af rnerkustu og ágætustu mönnum þessa lands. Maöur, sem ekki kvaddi sér hljóðs á opinberum málþingum né í dálk- um blaða og tímarita, en vann þýðingarmikið æfistarf innan veggja þeirrar naenntastofnunar, er árlega býr nokkra tugi ungra manna og kvenna undir þátttöku í uppeldi kynslóðanna. Magnús Helgason lauk ungur studentsprúfi við ágætan vitnisburð og nokkru síðar guöfræöipróíi og gerðist kennimaður í sveit, En fyrir áeggjan Jóas Þórarinssonar fræðslumálastjóra hætti hann prest- skap, en gerðist kennari við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði, sem þá var einskonar kennaraskóli, en varð síðan skólastjóri við Kennaraskól- ann, er hann var stofnaður. Það starf hafði hann á hendi um 20 ár og bjó á þeim slarfstíma nokkur hundruð kennaraefni undir lífsstarf þeirra úti um byggðir og bæi þeasa lands. Öllum, sem til þekkja, ber saman um, að það hafi verið mikil gæfa, er séra Magnús Helgason \arð fyrsti skólastjóri Kennaraskólans. Og ber þar margt lil. Hann var ágætlega menntaður, víðlesinn og fróður. Hann var einJægur trú- maður. Hann haíði óvenjulega tamda og trausta skapgerð. Og hon- um voru í jafnríkum mæli í blóð bornir hæfileikar kennarans og stjórnandans, Á þeim tveimur áratugum, er séra Magnús var skólastjóri Kenn- araskólans, mun aldrei hafa fallið blettur eða hrukka á skólalífið, og mun sllkt sjaldgælt. Að vísu koma nemendur þangað þroskaðri en í ílesta aðra skóla, en eigi að síðuir ber þetta vott um ágæta skólastjórn. Hann setti nemendum aldrei strang- ar, skrifaðar reglur um hegðun 0g dagfar. En nemendur fundu þaö jafnan á sér, hvaða framkoma hæfði í skóla hans, og svo óskiptrar virð- ingar naut hann og ástsældar meðal nemenda sinna, að enginn þeirra mun nokkru sinni hafa viljað valda honum hryggðar eða gremju, Þótt séra Magnús væri einlægur trúmaður, mun hann hafa verið frjálslyndari en aðrir samtíðarmenn hans í klerka- og kennarastétt. Hann hafði mikið yndi af fornsögunum og mat mikiJs ýmsa þá mannkosti, er vart varð í heiðni, Drengskapinn og trúmennskuna setti hann ofar öllutn dyggðum, og var honum gjarnt að benda nemendum sínum á þá eiginleika í fari fornmanna, — draga þá fram úr stuttorðum atburða- lýsingum íslendingasagnanna eða annarra fornsagna, fága þá og skira, svo að þeir stóöu ljóslifandi fyrir sjónum, í afburðasnjöllu erindi, er hann flutti kvöld eitt fyrir nemer.d- um Kennaraskólans, gerir hann drengskapinn og orðheldnina að umræðuefni og dregur þar fram nokkra menn fornsagnanna, er held- ur vilja láta lífiö en níðast á því, er þeim var til trúað. Band það, sem maðurinn leggur á sig með orði síuu, telur hann mjög auðvelt að slíta. En þó sé þaö sterkasta bandið, sem til sé, á hvern satinan sœmdarmann. Og hann spyr nem- endurna að því, hvort þeir vilji stuðla að því, að íslendingar fái það orð á sig bæði heima og heiman, aö »heitin þeirra séu betri en handsöl annara manna«. Þannig var Magnús Helgason. Þannig var lífsskoðun hans, Þann- ig var hann sjálfur: heill og sann- ur. Hver, sem kynntist honum, fór ekki aðeins auöugri að fróðleik frá honum, heldur einnig betri. Séra Magnús Helgason var af- burða góður ræðumaður, Honum þótti ósegjanlega vænt um íslenzka tungu og kunni allra manna bezt að beita henni bæði í ræðu og riti. Nokkrar tækifærisræöur hans og skólasetningar- og skólaslitaræður hafa verið gefnar út í tveimur bók- um fyrir nokkrum árum. Tækifær- isræður hans, — »Kvöldræður í Kennaraskólanum* — mættu vera til á hverju heimili á landinu og koma í stað húslestrarbóka. Það mun vera ein hin bezta bók, er út hefir komið á síðari árum, þar sem hver blaösíða ber vitni um göíugt hugarfar og lífsskoðun og hvetur til drengskapar og dáða. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að vera nemandi Magnúsar Helgasonar í þrjá vetur, Frá þessu stutta tímabili æfinnar á ég mínar beztu minningar, en hæst ber þar minninguna um þenna ó- venjulega kennara og skólastjóra, mannkosti hans, hið hlýja viðmót hans og göfugmannlega yfirbragð. Aldrei heyrði ég honum lagt hnjóðs- yrði af nokkrum manni, og er þaö fágætt. Séra Magnús kom lítt fram í hinu opinbera lífi, en vann ómetan- legt starf innan fjögurra veggja Kennaraskólans um 20 ára skeið, eins og áður er að vikið. í því starfi var hann réttur maður á rétt- um stað Og þegar litið er yfir hinn fjölmenna hóp nemenda hans, sem seztur er að kennaraborðinu í barnaskólum landsins, verður ekki dregið í efa, að áhrifa þessa mæta manns hljóti víða að gæta, þar sem unnið er að uppeldi æskunnar meö þjóð vorri, Magnús Helgason var nær 3 árum betur en áttræður, er hann hvarf héðan. Alla sína æfi hafði hann verið gæfumaður. Og frá lífsstarfi sínu munu fáir hverfa með betri heimvon en hann, /akob Ó. Pétursson. I.O.O.F. = 1221189 = O. Þórsfélagar! 25 ára starfsafmæl- isins verður minnzt 16. þ. m. í Samkomuhúsi bæjarins. Áskrifta- listi liggur frammi í Kjötbúð K. E. A. til næsta fimmtudagskvölds. Gömlum félögum er einnig heim- ill aðgangur. Pökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför fóhanns Pórðarsonar. Anna Porsteinsdóttir og börn. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, Gaðrúnar Árnadóttnr, Steinkoti. Sérstaklega þökkum við kvenfélaginu Baldursbrá þá höfðing- legu gjöf, sem það gaf okkur, og vinarhug þess til okkar og hinnar .látnu. Eiginmaður, börn og barnabörn. Forsetakosningar fóru fram í Bandaríkjunum 5. þ m„ með þeim úrslitum, að Roosevelt var kjörinn. Var þetta í þriðja sinn, er hann var í kjöri og hefir enginn forseti annar boðið sig fram oftar en tvisvar. Fimmtugur varð Sig. Flóvents- son lyfjaíræðingur. 2. þ. m. „Brynja“ nr. 99 heldur fund í Skjaldborg næstkomandi miðviku- dag kl. 8.30 e. h. Skýrslur og vígsla embættismanna. Dans á eft- ir fyrir fundargesti. Barnaskó/inn hér tók til starfa um síðustu helgi. Er aðsókn að honum meiri nú en nokkru sinni áður,, og horfir til vandræða vegna þrengsla. Með þvi að taka til afnota fyrir kennslu stofu í kjallara, sem dyravörður hef- ir áður haft, var unnt að taka við öllum börnunum aö þessu sinni. Sú breyting varð á kennacaliöi skólans. að í stað Hans Jörgenssonar, sem fluttist suður til Hvanneyrar, kom Tryggvi þorsteinsson iþrótta- kennari sem kennt hefir á ísafirði undanfarna vetur. Menntaskó/inn var settur 5. þ. m. Sækja hann nálega 300 nemendur. Árni Þorvaldsson kenn- ari hefir nú látið af starfi við skólann en hann hefir kennt þar í samflejUt 31 ár. Vegna þrengsla veröur síðari hluti af grein St. Steinsen bæjar- stjóra um rafveitumálið að bíða næsta blaðs. Ný/átinn er í Reykjavík dr. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur, 73 ára að aldri. Aðalfundur verður haldinn í Sjálfstæðis- félagi Akureyrar, þriðjudaginn 12. nóv. í Verzlunarmannahúsinu kl. 8,30 e. h. Venfu/eg aðaltundarstörf: Kosin sí/dr/7,varastjórn, net'ndir o. fl. — Erindi: Alþingismaður Sig. Ein. Hlíðar. Félagar fjölmennið! S T J Ó R N 1 N .

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.