Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 08.11.1940, Blaðsíða 4

Íslendingur - 08.11.1940, Blaðsíða 4
z ÍSLENDINGUR Frá loftvarnarnefnd Frá 15, þ. m. verða aðvörunarmerki um loftárás gefin með kirkjuklukkum nýju og gömlu kirkjunnar og ineð flautum frysti- húss KEA á Oddeyrartanga og klæða- verksmiðju Gefjunar. Loftmerkin verða gefin á þann hátt að kirkjuklukkunum verður hringt í sífellu í 10 mínútur og samfelt hljóð gefið með flautum í jafn- langan tíma, Pegar hættan er liðin hjá verða gefin með kirkjuklu&Æum og flautum snögg hljöðmerki með stuftu millibili í 10 mínútur. Áuglýsing frá ríkisstjórninni Myrkurtíminn í sambandi við umferðatakmarkanir vegna hernaðaraðgerða Breta hér á landi, verður í nóvember eins og hér segir: Hafnarfjörður til Borgarfjarðar: Frá kl. 4,30 síðd. til kl, 8,00 árdegis. Hrútafjörður: Frá kl. 4,25 síðd. til kl. 7,55 árd. Skagafjörður til Skjálfanda: Frá kl. 4,00 síðd. til kl. 7,45 árd. Seyðisfjörður til Reyðarfjarðar: Frá kl. 3,45 síðd. til kl. 7,30 árdi Þessi tími gildir frá og með sunnudagsmorgni hinn 3. nóvember eftir að klukkunni hefir verið seinkað um eina klukkustund. Frá og með 1. nóvember til laugardagskvölds 2. nóv., gildir enn íslenzkur sumartími, og myrkurtíminn á því tímabili finnst þá með því að bæta einni klukkustund við ofanritaðar tölur. Menn greinir á um ýmsa hluti en 8KYR telja heilsufræðingar beztu fæðutegund Islendinga. — BÆKUR OG RIT . Elinborg Lárusdóttir Föriímenn III Sólon Sókrates. Reykjavík 1940.' Félags- prentsmiðjan. Sólon Sókrates er 334 blaðsíður að stærð og er með þeirri bók lokið hinu mikla ritverki írú Elinborgar, er hún hefir unnið að síöustu árin og valið sameiginlega heitið «Föru- menn«; Raunar er það saga Efra- Ásættarinnar, sem er uppistaðan í öllu þessu verki, en þættirnir um förumennina ívaf þess. En jafnframt er sagan glögg þjóðlífslýsing frá liðnum tímum. Fótt draga mætti þá ályktun af heiti þessa 3, bindis, að Sólon Sókra- tes förumaður væri aðal persóna þess, þá er eigi svo. Þórgunnur frá Bjargi, ein dökkhærða konan aí Efra-Ásættinni, skipar þar mest rúm. í öðru bindi sögunnar var hún gefin ungum efnabónda, Oddi á Yzta-Hóli, sem hún þekkti lítið og unni eigi, — Faðir hans er skap- harður nirfill og keinur þeim tengda- feöginunum illa saman, en Oddur er ólikur föður sínum. Reynist hann konu sinni mjög drengilega og fer svo, að samlíf þeirra verður hið bezta, þótt hvatvíslega hafi verið til þess stofnað, Nokkrir förumenn koma við sög- una í þessu sföasta bindi, svo sem: Andrés malari. Pétur söngur og Forgerður kona hans, Dagur Dag- bók, Þórlaug beiningakona og síöast en ekki sízt Sóion Sókrates (Sölvi Helgason) en um hann er síðasti kaflinn. Segir þar frá banalegu hans og andláti á Yzta Hóli, en þar endar hann sína sögu. »Miskunnar þinnar þarfnast ég ekki, drottinn, -- einungis réttlætis*,' Fetta eru slðustu orð förumannsins. sem aldrei hafði vanist réttlæti af meðbræðrum sínum á jörðunni, heldur orðið að þola margskonar niðurlægingu óverð- skuldað. Yfirleitt er sagan vel sögð og skemmtileg og fer batnandi er á líður eins og vera ber. Fó er örð- ugt að skilja, að Þórgunnur hafi verið svo vel máli farin, sem ræða hennar við skírn dóttur hennar bend- ir til og þáttur Kötlu, völvunnar, í sögu þessari getur ekki talist raun- verulegur. Að honum er of mikið æfintýrabragð. Nýít kvennablað 1. pg 2. tbl. 1. árgangs hefir íslendingi borist. Hóf það gör.gu sína í Reykjavík 19. júní s. 1. og á að koma út mánaðarlega frá okt, til maf ár hvert. Ritstjórn annast þrjár konur: Guðrún Stefánsdóttir, María J. Knudsen og Jóhanna Fórð- ardóttir. Hvert blað er 8 síður auk kápu og prentað á mjög góðan pappír. Allmargar konur rita í þessi tvö fyrstu blöð Kvennablaðsins um kvenréttindamál og ýmislegt er varðar kvenþjóðina og heimilin. Fá flytur það einnig kvæði eftir skáld- konurnar: Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi og Margrétu Jóns dóttur, Ennfremur myndir af þjóð- kunnum konum, 3. hefti Jarðar nýkomið í bókaverzlanir. — Tekið á móti áskrifendum í Hannyrða verzl. Ragnh. O. Björnsson. Landnáma. Þeir sem óska að ger- ast félagar í Útgáfufé- laginu Landnámu geta gerst það ennþá. Mánaðargjald frá 1. október að telja, kr. 3,50. Má greiðast ársfjórðungslega. Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. Saumastofu hefi ég opnað í Strand- götu 29 uppi (vesturdyr). Sauma allan kven- 0g barnafatnað HHn Stefánsdóttir. Paulvanur meiraprófs-bílstjóri óskar eftir atvinnu um tíma. R. v. á. Stúlka óskar eftir atvinnu. R. v. á. Göður peningakassi til sölu Guðjón gullsmiður. Harðfiskur barinn og söltuð skata. Verzl. BALDURSHAGI. Dagblaðið |Vísir fæst í Baldurshaga og Snorrabúð. Dönsk stúlka vinnu hálfan eða allan daginn við hvaða vinnu sem er. Tilboð sendist afgr. Merkt >Dönsk« óskast. — Upplýsingar Kaupvangsstræti 1 — Soldiershome. Bækur Fjóðvinafélagsins og Menning- arsjóðs, Andvari og Rjóðvina- félagsalmanakið, nýkomnar- Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar. Nýkomið: Sængurveraefni Sirz Kvensokkabönd. Verzl. BA LD URSHA GI. Skemmtilegar sögubækur fást í Baldurshaga og Snorrabúð Akurlilju-fundur er á sunnu- daginn 10. þ. m. kl. 8V2 e. h. í Skjaldborg. Innsetning embættis- manna, afmælisminning o. fl. Dans á eftir. Mætið stundvíslega. Húsinu lokað eftir fundinn. KAUPUM DAGLF.GA meðalaglös, heilflöskur, liálfflö.skur, pelaflöskur. smyrslakrukkur, tabiettu- glös og pilluglös. — Akureyrar Apótek. Sími 32. Erlendur skófatnaður selst ineð tækifærisverði daglega milli kl. 13 og 15. J. S, KVARAN. j brotagull og gullpeninga Guðjón, gullsmiður. PrcntHKÚMa Hjörns Jfmsstxmar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.