Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 15.11.1940, Qupperneq 1

Íslendingur - 15.11.1940, Qupperneq 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyri, 15. nóvember '1940 48. tölubl. Steinn Steinsen, bæjarstjóri: Síðari hluti. NÝJA 33IÓI Dm virkjun Laxár og aukningu Rafveitu Akureyrar. Ég vil nú minnast nokkuð á rekstur þessara fyrirtækja, Laxár- veitunnar og Rafveitu Akureyrar hvors um sig: Laxárveitan; Afkoma Laxárveitunnar er fyrst og fremst komin undir þvf, hversu fer um rafmagnsþörf Akureyringa, og hvað Rafveita Akureyrar getur greitt fyrir rafmagn, sem hún fær frá Laxárveitunni. Að vísu er sennilegt, að eitthvað rafmagn verði hægt að selja öðrum en Rafveitu Akureyrar, en þess mundi lítt gæta, nema ef Húsavík fer að kaupa orku frá Laxá, en þá yrði að auka virkjunina um leið. Reksturskostnaður veitunnar á þessu ári hefir verið áætlaður 180000 krónur, án fyrninga af mannvirkjum og aiborgana af lán- um. Þegar næsta ár er liðið þarf að fara að greiða alborganir lána og má þá búast við, að veitan verði að fá að minnsta kosti 7* miljón króna tekjur á ári til þess að rekstur hennar geti borið sig. Gera verður ráð fyrir, að fljótlega verði bætt við annari vélasamstæðu. bæði til aukins öryggis og til þess að mæta vaxandi orkuþörf, en að sjálfsögðu verða þá tekjur veitunnar að aukast um leið. . Á síðastliðnum vetri komu fyrir bagalegar truflanir á rekstri Laxár- veitunnar. Truflunum þessum ollu krapastíflur, er setti í ána ofan við inntaksþróna. Víðast hvar, þar sem rafveitur hafa verið gerðar í köldustu hlut- um tempruðu beltanna hefir borið á truflunum af völdum íss og krapa, en venjulega má, með ýms- um varnarráðstöfunum draga mjög úr þeim og svo verður vonandi einnig hér. Hefir þegar verið byrj- að á að gera varnir gegn tiuflun- um, en búast má við, að frekari aðgerða verði þörf síðar, einkum eftir að annari vélasamstæðu verð- ur bætt við, því truflanahættan vex, að öðru jöfnu, með vatnsmagninu, sem tekið er úr árfarveginum til virkjunar. Raiveita Akureyrar. Um síðustu áramót skuldaði Rafveita Akureyrar sama sem ekk- ert annað en lán þau, sem áður eru nefnd, og tekin voru f Dan- mörku til aukningar bæjarkerfisins. Voru skuldir rafveitunnar samtals tæpar 175 þúsund krónur en skuld- laus eign tæpar 440 þúsund krón- ur og hefir þó mestur hluti kostn- aðarverðs gömlu rafveitunnar verið afskrifaður. Fjárhagur Rafveitu Akureyrar er því mjög góður, enda hefir verið ríflegur rekstursafgangur á hverju ári um nokkur ár, og tekjur raf- veitunnar farið stöðugt vaxandi. Árið 1939 nam sala raforku og mælaleigur brútto samtals 209326,94 krónum. Hins vegar hefir árlegur reksturs- kostnaður undanfarinna ára verið undir 100 þús. kr. Eftir að virkjun Laxár og aukn- ing rafveitunnar hafa verið gerðar, hlýtur reksturskostnaður rafveitunn- ar að vaxa mjög, bæði vegna þess, að rafveitan kaupir nú mest allt rafmagn það, sem notað er í bæn- um, frá Laxárveitunni og af því að nú þarf hún Ifka að standa straum af vöxtum og afborgunum lána þeirra, sem tekin hafa verið til aukníngar bæjarkerfisins. Ennfremur má búast við að ýms kostnaður, svo sem við aukið mannahald og fleira, fari vaxandi eftir því sem fyrirtækið stækkar og færir út kvíarnar. Rafveita Akureyrar verður eftir næsta ár að greiða Laxárveitunni að minnsta kosti 250 þúsund krón- ur á ári fyrir rafmagnið, sem hún fær frá henni, en auk þess má gera ráð fyrir, að annar reksturs- kostnaður rafveitunnar verði um 150 þús. kr. á ári. Rafveitan þarf því, eftir næsta ár, að hafa um 400 þúsund krónur á ári í tekjur, til þess að standa straum af vöxtum og afborgunum lána ásamt nauðsynlegu viðhaldi og aukningum. Bæjarkerfið er þannig gert, að það á að geta dreift um bæinn helmingi meira rafmagni, en orku- verið við Laxá getur nú framleitt, ef kerfið er allt jafnmikið hlaðið. Þrátt fyrir það, getur vel komið fyrir, að einhverjir hlutar bæjarkerf- isins ofhlaðist og lækkar þá spenn- an á þeim línum, en mikil brögð munu ekki vera að því, enda reyn- ir rafveitan að bæta úr göllunum eftir föngum, þegar þeirra verður vart. Oikuverið við Laxá gat, þegar það var reynt, framleitt hátt á seytjánda hundrað kílóvött, en mesta álag er nú á fimmtánda hundrað kílóvött, svo það er farið að nálg- ast hámark þess, sem stöðin getur framleitt. En Glerárstöðin getur, þegar vatnið er nóg, framleitt um 300 kw. til viðbótar. Mesta álag er á tólfta tímanum fyrir hádegi, þá er svo mikið raf- magn notað til eldunar. Óheimilt er að nota fasttengda rafmagnsofna til hitunar á þessum tíma sólar- hringsins, en þó mun það eitthvað hafa verið gert, euda ekki verið amast við því, þar sem rafmagnið hefir verið nóg, en búast má við, að framvegis verði að taka fyrir þessa hitun á subutímanum. O.kuverið við Laxá getur fram- Ieitt um 40000 kílóvattstundir á sólarhring, en framleiðir nú um helming þeirrar orku. Það er því enn ónotaður meir en helmingur þeirrar orku, sem fyrir hendi en því Glerárstöðin getur framleitt allt að 7000 kvst. á sólarhring. En mikill hluti þeirrar orku, sem ekki notast er næturorka, sem ekki er hægt að nota nema með dýrum útbúnaði, Þótt svona mikill hluti orkunnar notist ekki enn, þá er samt raf- magnsnotkunin hér á Akureyri jafnari yfir sólarhringinn, en hjá þeim rafveitum öðrum, er ég þekki til hér á landi, enda reynist yfirleitt erfitt að koma næturrafmagni út, og mjög lítið upp úr því að hafa fyrir rafveiturnar. Eitt af mestu vandamálum, sem hver rafveitustjórn þarf að leysa, er að semja gjaldskrá fyrir raf- magnið. Tekjur rafveitunnar verða að vera svo háar, að fyrirtækið beri sig, en jafnframt þarf að gæta þess að stilla rafmagnsverðinu svo í hóf, að fólk sjái sér hag í að nota rafmagnið, og það er engnn- vegin algild regla, að hærra verð gefi meiri tekjur. Þar sem rafveitan þarf að fá á fjórða hundrað þúsund krónur í tekjur á ári, og allt það fé verður að taka úr vösum bæjarhúa, þá hljóta gjöldin að verða mörgum þungbær, en rafmagnið veitir líka mikil þægindi og sparar mörg gjöld. Líkur eru til, að brúttotekjur raf- veitunnar verði á yfirstandandi ári um 140 þúsund krónur, og dálítill rekstursafgangur verði, enda þaif ekki að greiða á þessu ári neina Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Hetjan á hestbaki I . |Tal- og hljómmynd í 1C þátt- um. Aðalhlutverkið leikur hinn óviðjafnanlegi skopleikari Joe E. Brown ásamt Carol Hughes og Joseph King o, fi. Sprellfjörug og fyndin amerísk skemmtimynd. Laugardagskvöld kl. 9: Andy Harðy í sumarleyfl. Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um, Aðalhlutverkin leika ; Mickey Rooney -og Lewis Stone. Skemmtileg gamanmynd úr kvik- myndatlokknum »Börn Hardys dómara*, sem var sýnd hér um daginn við ágæta aðsókn. Sunnudaginn kl. 5: Stðri vinnr Niðursett verð! Síðasta sinn ! I.O.O.F. = 12211159 = afborgun af lánum Laxárveitunn- ar. — Gjaldskrá rafveitunnar virðist mér í aðalatriðum reynast heldur ve'. Tekjur rafveitunnar sýnast ætla að verða hæfilega miklar og hinn mikli vöxtur rafmagnsnotkunarinn- ar, sem er venju fremur jöfn allan sólarhringinn, bendir til þess, að neytendurnir slu eigi óánægðir. Þótt rafmagnsnolkpnin sé, eins og átfur er sagt, jafndreifðari yfir sólarhringinn héi, en víðast annars staðar, og rafmagnsálagið farið að nálgast hámarkið á tólfta tímanum, þá er samt mikið rafmagn fyrir hendi, sem ekki er notað, og það verkeíni, sem næst er framundan, er að koma upp áhöldum til þess

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.