Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 22.11.1940, Side 2

Íslendingur - 22.11.1940, Side 2
2 ÍSLENDINGUð I, Eins og áður er kunnugt orðið al fréttura í blöðum og útvarpi, hefir brezka herstjórnin tvívegis látið ilytja íslenzka menn til Bretlands, án þess að íslenzkum 6tjórnarvöldum hafi gefist kostur á að fylgjast með mál um þeirra, og án þess að uppi hafi verið látið, að menn þessir haíi gerst sekir um verknaði, er Bretum stafaði hætta af. Hefir þessi brott- flutningur mælzt illa fyrir, sem vænta inátti, og þótt benda til þess, að þrátt fyrir loforð Breta um að blanda sér ekki í innanlandsmál vor, muni lítið roega út af bera til þess aö þeir grípi þar inn í, sem vér íslendingar teljum oss eina eiga um aö fjalla, Blöðin hafa yfirleitt mótmælt þessum utanstefnum Breta, en af misjafnlega mikilli einurð. Og litlu eftir að tveir hinir fyrstu íslending- ar voru sendir í euskar fangabúðir, án þess að á þá hefði sannast at- hæfi, sem hættulegt gæti talist brezka heimsveldinu eða setuliði þess hér á landi, birtizt grein í Tímanum eftir forroann Framsókn- arflokksins, þar sem hann fer óvirð- ingarorðum um þessa ungu sam- landa sfna, sem sízt voru líkleg til að bæta hlut þeirra hjá brezkum yfirvöldum. En skylt er þó aö geta þess, að Tíminn hafði áöur djarflega mótmælt meðferð brezku hernaðar- yfirvaldanna á málum þessara manna, n. Þegar Esja kom heim frá Petsamo meö íslendingana frá Norðurlöndum, voru þrfr af farþegunum teknir og fluttir til Englands. Ástæðar fyrir flutningi tveggja þessara manna mun hafa verið sú, aö þeir komu um borð í Noregi, en fyrirraæli munu hafa verið gefin um, að skipið tæki enga farþega annars- staðar en í Petsamo, og mun brezka setuliösstjórnin hér ekki hafa tatið sér heimilt að veita þeim land- gönguleyfi af þessari ástæðu, og lagt mál þeirra undir úrskurð hern- aðaryfirvaldanna í Bretlandi, En um ástæðuna fyrir brottflutningi þriðja mannsins, Bjarna Jónssonar læknis, er ekkert vitað með vissu, En kunnugir herma, að fyrir 7 — 8 árum hafi Bjarni verið formaður í félagi þjóðernissinnaðra stúdenta, en sagt af sér formennsku nokkru áður en hann fór utan til framhalds- náms í læknisfræði, og haíi hann síðan engin afskipti haft af stjórn- málum, hvorki heima né erlendis. Leikur þvf grunur á, að brottílutn- ingur hans standi í sambandi við »upplýsingar« sem einhver íslend- ingur hafi fundið köllun hjá sér til að gefa brezku setuliðsstjórninni um fortíö þessa unga læknis, enda kvað ekki vera óalgengt, að brezku setu- liðsstjórninni berist nafnlaus bréf með upplýsingum um einstaka menn, sem eigi að sýna, að viðkomandi maður geti verið »hættulegur«. Það mun ekki hafa tekizt að hafa uppi á þessum sjálfboðaliðum í þjónustu Breta, en sennilega er tilgangur þeirra sá einn, að ná sér niðri á pólitískum andstæðingi eða öðrum, sem bréfritara er í persónulegri nöp við. En menn með svo »göf- ugmannlegu« hugarfari í garö sam- landa sinna gætu sjálfsagt komið meiri mannflutningum héðan til leið- ar en orðnir eru, ef brezka selu- liðsstjórnin tæki slíkar upplýsingar að jafnaði góðar og giJdar. En út yfir tekur þó, þegar tvö af stuðningsblöðum núverandi rlkis- stjórnar og annað þeirra málgagn utanríkismálaráðherrans, reyna aö stimpla stærsta stjórnmálaflokk lands- ins »nazistiskan« og telja blöð flokksins standa opin fyrir »áróðurs- iðju fimmtu herdeildarinnar«, eins og Tímínn segir um Morgunblaðið nýlega. Ástæðan til þessara ummæla Tím- ans er sú, að í Morgunblaðinu birt- ist grein, þar sem bent var á, að það gæti verið hlutleysi landsins hættulegt ef blöðin og þá fyrst og fremst blað utanríkismálaráðherrans tæki eindregna afstöðu með öðrum styrjaldaraðilanum, því hlutleysið væri bezta vörn vorrar litlu þjóðar. Út af þessu finnur Tíminn sig knúð- an til að benda á, að þaö hafi >verið mikilvægur þáttur í áróðurs- iðju ,fimmtu herdeildarinnar að . telja fólki f hlutlausum löndum trú um, að það væri brot á hlutleysinu að láta í ljós viðhorf sitt til styrj- aldaraðilanna*. Til skamms tíma hafa öll ábyrg blöð og stjórnmálaflokkar hér á landi lagt rfka áherzlu á, að oss bæri aö halda fast við hið ævarandi hlutleysi á styrjaldartímum, þar sem það væri vort eina vopn og verja- Ef slfk skoðun er nú sett fram í blaði, kallar T.'minn það »áróðurs- iðju fimmtu herdeildarinnar*. Lík- lega er þaö hið »breytta ástand«, sem komið hefir blaðinu til að breyta um skoöun. III. Alþýðublaðið hefir undanfarnar vikur skrifað marga »leiðara« um »nazismann« í Sjálfstæðisflokknum og borið blákalt fram, að fJokkurinn hefði »innan sinna vébanda svo að segja alla . aazista Jandsins«, Hlut- leysisstefnu Sjálfstæðismanna neínir þaö »heimspeki ragmennskunnar*, og fund Heimdallar, féJags ungra Sjálfstæðismanna nefnir blaðið »hálf- gildings nazistafund«, og virtist byggja þá ályktun á því, að fundur þessi vítti harðlega skrif Snæbjarn- ar Jónssonar bóksala í enska blað- inu Spectator, sem vakiö hefir al- menna gremju um allt land. f*aö hefir verið sýnt fram á það í blöð- um tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins, að grein Snæbjarnar sé í íullkominni óþökk fslendinga og geti verið sjálfstæði landsins hættu- leg. Sé það nazismi, að víta slík skrif íslenzkra manna í erlend blöð, þá er hætt við að »nazistaruir« hér séu fleiri en Alþýðublaðið grunar. Því hvergi hefir þess orðiö vart í ræðu eða riti, að tekið hafi verið í streng með Snæb. Jónssyni. Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föð- ur og tengdaföður, Sigþórs fóhannssonar vélavarðar. Guðrún fónsdóttir, börn og iengdabörn. IV. Þegar norska þingið varð að flýja upp að Hamri 9. apríl s, 1. undan innrás Þjóðverja, spurðist Hambro þingforseti fyrir um þaö, hvort flokkarnir vildu skjóta á fundi til að ræða kröfur Þjóðverja, áður en þær væru lagðar fyrir þingið, Þá stóð upp gamall þingmaður og sagöi, að á þeirri stundu væru engir flokkar í þinginu, — ekkert annaö en Norðmenn f einum og sama flokki. Mánuði síðar taka Bretar ísland herskildi, Ríkisstjórnin mótmælir hertökunni einróma. Það hefði mátt ætla, að allir fslendingar gætu verið í einum og sama flokki út á við og tekið eindregna afstöðu gegn hernáminu, hvaða augum sem þeir annars litu hver um sig á málstaði ófriðaraðilanna. En hér fer á annan veg. Lftilsigldir, íslenzkir menn gerast sjálfboðaliðar í því að benda Bretum é einstaka menn sem »hættulega« hinum brezka málstað, og opinber málgögn leika sama Jeikinn í stærri stíl og benda á stærsta ílokk landsins sem hættu legan flokk, sem ekki mundi skirrast við að veita óvinum Breta þjónustu sína, ef flokkurinn aðeins þyrði. Og íslenzkur maöur laumar ritsmíð inn f brezkt blaö, þar sem íyllilega er gefið í skyn, að hinum »raun- hyggnari* Islendingum sé lítil þökk f þv/, aö Bretar hverfi héöan aö stríðinu loknu, eins og þeir höfðu þó lofað, er þeir komu hingað í vor. Það er leitt til þess að vita, að vér skyldum ekki geta verið íslend- ingar í einum og sama flokki í af- stöðu vorri til hernámsins, og að sá flokkurinn, sem eindregnast hefir tekið undir mótmæli ríkisstjórnar- innar gegn því, skuli fyrir það vera borinn svívirðilegum sökum af flokki utamíkismálaráðherrans og aðalmál- gagni hans. En vonandi verða slíkar sakargiftir ekki til þess að lama sjálístæðisþrá þeirra mörgu á roeðal vor, sem ennþá nalda fast við kröfuna um fullkomið sjálfstæöi þjóðar vorrar í framtíöinni. Og Bændanámskeið. Formaður JarðræktarféJ. Akureyrar hefir gefiö blaðinu þær upplýiingar, að fjórir af ráðunautum Búnaðarfél íslands komi til Akureyrar með Brúarfossi til að mæta á búnaðar- námskeiðum í héraðinu. Er ákveðið að hafa tvö fyrirlestrarkvöld hér í bænum og verður hiö fyrra í Bæjarstjórnarsalnum sunnud. 24. þ,m. Öllum verður heimill aðgangur að fyrirlestrum þessum meðan húsrúm leyfir. Svo einstakt tækifæri sem þetta ættu menn ekki aö láta ó- notaö. enda þótt Alþýðublaðinu þóknist að kalla stefnu hins ævarandi hlutleysis »heimspeki 1 agmennskunnar*, þá munu Sjálfstæðismenn ekki hvika frá þeirri stefnu. Heilbaunir þær, sem nú etu hér í búð um, er ptýðileg vara, ef þær eru mat- reiddar rétt. Hella skal á þær sjóðandi vatni og selja í þær lítið eitt af sóda púlveti og þær látnar liggja í því sól- arhring, þá eru baunitnar soðrtar í sama vatninu í röska tvo V.lukkutíma. Þetfa er nú allur galdutirm.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.