Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 29.11.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.11.1940, Blaðsíða 1
 I Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVlí^^rgangurl!|^™™l,,,,™" Akureyri, 29. nóvember 1940 Breyting á skipulagi sambandsins Um miðjan þenna mánuð var þing Alþýðusambands ísiands haldið í Reykjavík. Er það að því leyti merkisviðburður, að fyrir því lá frumvarp um þýðingarmiklar skipu- lagsbreytingar, er náðu fram að ganga. Hefir mikil óánægja verið ríkjandi yfir lögum sambandsins, eins og þau hafa verið til þessa, því þau kváðu svo á, að Alþýðu- flokksmenn einir hefðu kjörgengi á sambandsþing. Verkamenn og iðnaðarmenn, sem aðhyllast eða fylgja öðrum stjórnmálastefnum voru með þessu ákvæði gersam- Iega útilokaðir frá því að gegna trúnaðarstörfum fyrir samtakaheild verklýðs- og stéttafélaga landsins og ekki sízt var vaxandi óánægja með það, að verkamenn, sern ekki fylgja Alþýðuflokknum í stjórnmál- um, tóku með greiðslum sínum til stéttarfélags síns þátt í hinum póli- tíska herkostnaði Alþýðuflokksins. Svo vaxandi fór þessi óánægja, að samtök verklýðsins í landinu voru í fullkominni upplausn og höfðu kommúnistar myndað klofnings- samband, er nefnt var Landssam- band íslenzkra stéttarfélaga. Með breytingu þeirri, er nýafstaðið Al- þýðusambandsþing gerði á skipu- lagi sambandsins, ér öllum meðlim- um stéttarfélags gefinn hinn sami réttur, hvað sem líður viðhorfi þeirra til stjórnmálanna. Má því ganga út frá því sem gefnu, að klofningssambandið hverfi úr sög- unni en sæmiiegur friður fáist um verklýðsmálin fyrst um sinn. Pað var stjórn Alþýðusambands- ins, sem flutti frumvarpið um skipulagsbreytinguna, eða réttara sagt: híð nýja lagafrumvarp fyrir Alþýðusamband íslands. Segir svo S 2. grein frumvarpsins: »Alþýðusamband íslands er sam- takaheild íslenzkrar alþýðu í verk- lýðsmálum». Upphaí 10. greinar er svohljóðandi: »Lkkert stéttarfélag í sambandinu má hafa sem aðalíélaga mann, sem er í öðru stéttarfélagi innan sam bandsins, en taka má hann inn sem aukafélaga*. Og loks segir í 38. gr.; Kjörgengir á sambands- þing og í aðrar trúnaðarstöður Alþýðusambands íslands eru allir fullgildir félagsmenn*. Sjálfstæðisverkamenn hafa lengi barist fyrir þvf, að fullkomið lýð- ræði væri r íkjandi innan stéttarfé- laganna, en þar hefir jafnan staðið á Alþýðuflokknum, sem hafði flokkslegra hagsmuna að gæta f sambandi við þessi mál. En á síðasta Alþingi flutti einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Snæbjörnsson, frumvarp, þar sem kröfur Sjálfstæðismanna um skipun verklýðsmálanna voru fram settar. Frumvarp þetta fór þó aldrei gegn- um þingið, heldur var því vísað frá með dagskrártillögu frá forsæt- isráðherra, þar sem svo er kveðið á, að Alþingi vænti þess að stjórn Alþýðusambandsins breyti skipu- lagi þess í samræmi við þær til- lögur, er fólust í frumvarpi Bjarna Snæbjörnssonar. Hefir stjórn sambandsins eigi séð sér fært að rísa lengur gegn svo réttmætum kröfum og því borið fram frumvarpið um skipu- lagsbreytingarnar, sem allar eru í samræmi við þá skipan, er öll íDauðinn reiddi Rimmugýgi — ráð eru löngum ferleg hans — brustu hlifar, biluðu týgi, brast þar auga göfugs manns. P’rá eg þar einn að foldu hnígi af fremstu sonum þessa lands». Svo kvað Guðm. skáld Guömunds- son við andlát merks manns. Pess- ar Ijóðlínur skáldsins eiga áreiðan- lega einnig vel við andlátsfregn Péturs borgnrstjóra Halldórssonar. Hann lézt eftir langvarandi van- heilsu og langa sjúkdómslegu á Landakotsspítala þriðjudaginn 26. þ. m. 58 ára að aldri, Pétur var fæddur í Reykjavík 26. apríl 1887 og liföi þar og starf- aði nálega allan sinn aldur, For- eldrar hans voru merkishjónin, Halldór Jónsson, bankágjaldkeri, og Kristjana Guðjónssen, yngsta dóttir Péturs Guðjónssens, organleikara. Péfur borgarstjóri var snemma settur til mennta, í Lalínuskólann kom hann vorið 1901 og útskriíaö- ist þaðan með góðri einkunn 1907, en sigldi samsumars til Kaupmanna- hafnar. Tók próf í íorspjallsvísind- um við Háskólann næsta vor, en hvarf heim að svo búnu; keypti bókaverzlun Sigfúsar Eymundsen á Norðurlönd hafa á verklýðsmálum, En eigi að síður áítu einræðisöflin sína forrnælendur á þinginu, og kom fratn frávísunartillaga, sem felld var með yfirgnæfandi atkvæða- magni. Eftir hinum nýju lögum sam- bandsins skipa 17 menn stjórn þess. Forseti, varaforseti og ri*ari skulu kosnir sérstaklega og auk þess 6 meðstjórnendur, og mynda þessir 9 menn miðstjórn sambands- ins. Skulu þessir menn búsettir í Reykjavík og Hafnarfirði. Pá eru kosnir 2 í stjórn frá hverjum landsfjórðungi, eða 8 alls. í lok þingsins fór fram stjórnar- kosning fyrir næsta kjörtímabil. Voru eingöngu kosnir Alþýðu- flokksmenn, og tókst því að fresta enn um hríð, að verkamenn, sem öðrum flokkum fylgja að málum, komist í trúnaðarstörf fyrir verk- lýðssamtökin í landinu, En þrátt fyrir það ber að fagna því sem unnist hefir. Skipulagsbreytingin mun valda því, að meiri friður og eining verði ríkjandi í verklýðsmál- unum framvegis en verið hefir að undanförnu, og er þess sannailega orðin þörf. því ári og rak þá verzlun frá árs- byrjun 1909 til dauðadags. Árið 1912 gekk hann að eiga Ólöfu Björnsdóttur yfirkennara, Jens sonar, og varð þeim 4 barna auð- ið. - Snemma tók Pétur þátt í félags- lífi höfuðstaðarins og var það eink- um sönglíf bæjarins og bindindis- mál, er hann lét til sín taka, Hann var söngelskur og hafði vit á söng og sönglist. Sjálfur haíði hann af- burða söngrödd (bassa) og tók virkan þátt í ýmsurn söngfélögum bæjarins fyrr og síðar. Stakur bindindismaður var hann alla tíð og með fremstu mönnum þessa lands í bindindishreifingunni, enda var hann Stórtemplar um eitt skeið. Snemma vakti hann almenna eft- irtekt á sér með glæsilegii og prúðmannlegri framkomu, staðgóðri menntun og góöum gáfum. Vin- sældir hans og traust samborgar- anna á honum varð þess valdandi, að ekki komst hann hjá því að verða fyrir vali í bæjarstjórn Reykjavíkur 1921 og ( bæjarráð síðar. En borgarstjóri var hann kosinn að Jóni Þorlákssvni látnum Framh. á 2, síðu. NÝJA mo— Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Jamaica- kráin (Iamaica Inn) Ensk stórmynd samkvæmt skáld- sögunni Jamaica Inn eítir ensku skáldkonuna Daphne du Maurier. Aðalhlutverkið leikur hinn frægi enski leikari: Charles Laughtoti og Maureeti O’ Hara. ( byrjun síðustu aldar fórust mörg skip á dularfullan hátt við hina skerjóttu strönd Cornwallskagans í Englandi. Grunur lék á að ræningjaflokk- ur hefðist við á ströndinni, sem á dimmum nóttum flyttu til og fölsuðu siglinga- og ljósmerkin með þeim árangri, að skipin sigldu beint á land og væru síðan rænd og skipverjar myrt- ir. — Myndin segir söguna um hvernig tókst að handsama þenna bófaflokk eftir ótal spenn- andi atburði og æfintj5ri í sam- bandi við Jamaica-krána, sem var bústaður ræningjanna. — Laugardagskvöld kl. 9: Gleði og g 1 a u m u r „Everybody sing“. — Amerísk söng- og skemmti- mynd í 10 þáttum. Aðalhlut- verkin leika söngstjörnurnar: Judy Garland og Allan fones, Lögin eftir Kaper og jurmann. Skrautleg, skemmtileg, framúr- skarandi vel sungin eru lögin af hinni barnungu söngstjörnu Judy Garland. Sunnud. kl. 3 (Barnasýning) Hetjan á hestbaki Sunnud. kl. 5: (Alþýðus.) Hnefaleíkameistar- inn Kid Galahad Börn fá ekki aðgang. Pétur Hallddrsscn alþingism. og borgarstjóri er látinn. i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.