Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 29.11.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 29.11.1940, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: ólon Islandus I.—II. Utgefandi Þorsteinn M. Jónsson. — Akureyti 1940. Sólon Islandus er meðal stærstu skáldsagna, er ritaöar hafa verið á íslenzka tungu, alls um 600 blaö- síöur í tveim bindum, 1?að er jafn- framt fyrsta skáldsaga höfundar, en áður er hann löngu þjóðkunnur af ljóðum sínum, sem um mörg ár hafa verið sungin í hverri sveit og hverju þorpi í landinu. Sólon Islandus er sannsögulegs efnis. Það er æfisaga hins alkunna æfintýramanns og landshornaflakk- ara Sölva Helgasonar, sem flestir íslendingar kannast við, — hinir eJztu, sumir hverjir, af ejgin sjón, en hinir yngri af afspurn, einkum í sambandi við merkilegan »reisu- passa*, er hann bafði falsað. Sölvi andaðist laust fyrir aldamótin síö- ustu á áttræöisaldri. Sögu þessa byggir höfundur á ymsum skrifuðum heimildum og munnmælasögnum um Sölva, en bætir að sjálfsögðu ýmsu við frá eigin brjósti. Ýmsar sannsögulegar persónur koma þar fram, svo sem Bjarni amtmaður Thorarensen og Briem sýslumaður. Sölvi er á flestan hátt ólíkur sín- um samferðamönnum. Hann elzt upp eins og annað alþýðufólk þeirra tíma, við skort og haröneskju, en hinir sérstæðu, erfðu eiginleikar hans þola ekki hina venjulegu upp- eldishætti. Vanrækt þeirra er aðal- orsök hmna þungu örlaga, er bíða þessa sérkennilega manns. Sölvi er að upplagi listeiskur og bókhneigður, enda gáfaður að eölis- fari, en fær litla sem enga menntun umfram þaö,. sem þá tíökaöist um fátæka almúgamenn. Latur mun hann hafa verið til líkamlegrar vinnu og hlaut fyrir það ámæli og lítilsvirðingu. En slfkt bugar hann hvorki né brýtur. Hann rís upp gegn samtfðinni, stoltur og mikillát- ur og telur sjálfum sér trú um, að hann eigi ekki samleið meö hinum heimska og óupplýsta lyö, er lifir o& hrærist í kringum hann. Si,álfur er hann heimspekingur og listamað ur á borö við Sólon hinn grfska, Sókrates eða Leonardo de Vinci, Þessi »uppgötvun« hans verður þess valdandi, að hann unir ekki í vistum, en leggur land undir fót- Hvar sem hann kemur, þykist hann hafinn yfir alla aðramenn. Blind sjálfs- elska og takmarkalaus fyrirlitning á fáfræði annarrra koma fram í öllum hans orðum og háttum. Aldrei þreytist hann á að lofa sjálfan sig og tala niðrandi um aðra. Jafnvel þriggia ára refsivist fyrir þjófnaö, fölsun, nauðung og flakk fær ekki brotið odd af oflæti hans, og í and- látinu eru hans sfðustu orð: »Nú bið ég um náð þína drott- inn; um speki biö ég ekki, af henni hef ég nóg«. í prýðilega rituðum formálsorðum reynir höfundur að skýra þá mann- tegund, er birtist í Sölva Helgasyni, Þar segir m. a. »Líf þeirra var þrotlaust stríð, aldarhátturinn bana- mein þeirra. Sumir reyndu að hefja sig yfir niðurlægingu og niðrun, vega á móti vanmáttarkennd sinni, en misstu jafnvægið og fylltust sjúku, brjálæðiskenndu stórlæti. Lífslygin varð svölun þeirra og sjálfsvörn. Þegar bezt Jét, lugu þeir sig í sátt við sitt eigið auðnuleysi*. En aldurhátturinn hefir breytzt, Og ef Sölvi Helgason hefði fæðst um það leyti, er hann lézt, mundi æfisaga hans hafa orðið öll önnur. Lýðskrumsræðan, er hann hélt í þorpinu á Austurlandi (II. h. bls, 220- 228) minnir mjög á ræður kommú- nista nútímans. Er ekki ólíklegt að hann hefði boðið sig fram til þing- mennsku á vegum þeirra og ort byltingarljóð fyrir Rauða penna, hefði hann nú verið uppi. í hinu mikla ritverki frú Elin- borgar Lárusdóttur verður Sölva vart meðal fleiri förumanna. En Sölvi frúarinnar er af annari gerð en Sölvi Davíðs, að vlsu mikillátur, en þó allar mildari, En að því er bezt verður séð, hefir Davíð haft að- gang að þeim beztu heimildum, sem völ er á um æfiferil þessa sérkenni- lega förumanns og verður því að álykta, að uppistaða sögunnar sé sannleikanum samkvæm. Hitt er svo annað mál, hvort ekki er óspart ofið inn í, og verður ekki annað sagt en aö margir atburðir og samar persónur sögunnar séu með allmikl- urn óKkindum. Mætti þar tilneína gistingu Sölva hjá bóndakonunni, sem »tekur hann nauðugan* og píslargöngu Lofts bónda og fleira í háttum hans. Pá eru samskipti Júllu og Sölva oftari líkar æfintyri en veruleika, en þrátt fyrir það er u þeir kaflarnir pryðilega ritaðir og með þeim Ijóðræna blæ, er ein- kennir flest hin vinsælustu kvæöi höf. Af persónum þeim, er koma viö sögu Sölva, verða þeir Trausti á Skálá og EÍías á Gili hugstæðastir, báðir vel geröir af höfundi. Sama má segja um Völu mjaltakonu. En blótsemi persónanna, jafnt kvenna sem karla, er áberandi um of. Stíll Davíðs er ramíslenzkur og laus viö alla spjátrungslega tilgerð. Frásögn hinna margbreytilegu atburða sögunnar létt og lífi gædd, — víöa með óbrigðulum tilþrifum. Þó verður því eigi neitað, aö sögu Sölva hefði mátt segja í skemmra máli, en það er nú einu sinni komið í tízku að skrifa langar sögur, helzt í 2 — 4 bindum. Hið sífelda gort Sölva og upptalning á kostum sjálfs sín verður of langdregið og endurtekið. En öllu er þvf bezt fyrirkomið í einni vísu Sölva: Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Ég erdjásn og dýrmæti, drottni sjálfum líkur. En hvað um það, Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist, að Solon Islandus er mikil skáldsaga og merkileg. Pétur Halldórsson. Framh. af 1, síöu. árið 1935, og gegndi þvf ábyrgðar- ríka og umfangsmikla starfi meðan kraftar entust. Haustið 1932 var hann kosinn & Alþing sem fulltrúi Reykjavíkur og átti hann sæti þar til dauðadags. Pétur Halldórsson var fríður maður sýnum, mikil) aö vallarsyn og hinn drengilegasti. Naut hann óvenjulegra vinsælda og almenns trausts allra, sem ein- hver kynni höfðu af honum, og er því þungur harmur kveðinn að fjölda landsmanna viö fráfall hans. Vér samþingsmenn og flokks- bræður sök.ium hans sárt úr okkar hóp, því vandfyllt er það skarö, sem eftir er skilið. En vér þökk- um honum hugheilir fyrir drengi- legt og dáöríkt starf í þarfir lands og þjoðar. Þfn minning mun vissulega lifa um langan aldur, kæri. gamli skóla- bróðir og starfsbróöir. Akureyri 28. nóv 1940, Sig- E. Hlíöar m I Á mánudagskvöldið var eftirfar- andi tilkynning send öllum sjófar- endum: * »Umferð er hættuleg um svæðið fyrir noröan 66, gráðu norðlægrar breiddar og fyrir vestan 22. gráðu austlægrar lengdar, eða frá Skaga í Dyrafirði að Geirólfsgnúp á Strönd- um. Skipum, sem kunna að vera á þessu svæöi, er alvarlega raölagt, að fara þaðan f burtu þegar í stað, Skip, sem verða að fara um þetta svæði, verða að halda sig innan 4 sjómílna fjarlægðar frá strönd- inni. Þetta gildir, þar til öðruvísi verö- ur ákveðiö og tilkynnt*. Þátttaka Breta í vegagerð. íslenzka ríkisstjórnin h.efir ráð samkomulagi við brezku setuliðs- stjórnina Um að taka þátt í við- haldskostnaði veganna í réttu hlut- falli við íslendinga, miðað við veganotkun. En slit vega hefir vaxið mjög mikið við hina auknu umferð í landinu síðan 10. maí s. 1. og mun vegaviðhaldið aukast að miklum mun. Norskir flóttamenn í slðastu viku komu 7 ungir Norð- menn upp til Reykjavlkur á 50 tonna vclbát. Voru þeir á aldrinum 17 — 24 ára, allir ókvæntir. Höíðu þeir farið meö leynd frá Norégi og með þeim ásetningi að komast til íslands eða a.m.k. Færeyja eða Shetlands- eyja. Hyggja þeir að hafa hér ofan ai tyrir sér meö fiskveiðum. Frá styrjöldinni Qrikkir hafa hrakið ítali á hæli og sækja fram í Albaníu- Tóku þeir bæinn Koritza fyrir rúmri viku síðan, en það er stærsti bærinn í Albaniu og hernaðarlega mikilvæg- ur staður. Albanir hafa víða snú- ist í lið með Grikkjum og gert uppreisn gegn ítölum. Hafa Grikk- ir náð miklu herfangi af Ilö'um og þúsundum íanga. lnnrás Itala hefir þannig snúist upp í und- anhald og víða skipulagslausan flóita. 65 ára varð Hallgrlmur Valdi- marsson afgreiðslum. 25 þ m, i n o I e Davíð Stefánsson irib skrifborð siit. — A- B- C- þykkt fyrirliggjandi. jornsson, Akureyri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.