Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 29.11.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 29.11.1940, Blaðsíða 3
ISLENDIN GUR 3 BÆRDR OG RIT Stefán Jónsson: H/ón/n á Hofi. Söngtextar barna. Með myndum eftir Tryggva Magnússon. Útg. Þór- hallur Bjarnarson Rvlk, Ákjósanleg barnabók, frurosamdar sögur í ljóðum, undir aJkunnum (ögum, svo sem; Siggi [var úti með ærnarj haga, Sig bældi refur, Komdu og skoöaðu í kistuna mína, o. s. frv, Teikning fylgir hverjum söngtexta, sem tekin er úr efni ljóðsins. Textarnir ^prentaðir með feitu og glöggu letri og frágangur á allan hátt smekklegur. A. Chr. Westergaard: Sandhóla-Pétur III. Sigurinn. — Eiríkur Sigurðsson íslenzkaði. — Reykjavík 1940. Útgef- andi Barnablaðið Æskan Þeir, sem lesið hafa hin tvö fyrri hefti þessarar drengjasögu, munu hafa beöið með*’nokkurri óþreyju eftir því síðasta. Og nú er þaö loksins komið. Sandhóla-Pétur varð þegar á fermingaraldri fyrirvinna heimilisins, en heimilið er hann og 3 systkini hans. Úriðja heftið, hefst með því, að Pétur selur býli þeirra systkinanna í Sandhólunum og flytur með allt sitt til fiskveiðabæj- arins Esbjærg á Vesturjóllandi. Hyo£ur hann á sjómennsku, en örðugt er að fá skiprúm og ganga Rýjarbækur: Þýddac sögur, eftir ellefu úrva’shöfunda. Ilver var að hlæja? (Qamansagnir um þekkta menn). Seamark: Hinn ósigrandi. Hulda, saga um ástir ogelskendur. Þlngvellir i myndum. Bainabœkuc: H. C. Andersen: Svínahirð- irinn. h. C. Andersen: Hans klaufi. Bókavei zl. Þorst. Thorlacius. I þeir lengi atvinnulausir, hann og Jörgen félagi hans, sem einnig flutti með Pétri til Esbjærg. Jörgen er heppnari og kemst bráðlega á skútu. Pétur fær einnig skiprúm um síðir, en er óheppinn með fé- laga og hrekst aí skipinu f Eng- landi vegna þjófnaðarákæru. En sakleysi hans kemur stðar í ljós, og allt endar ákjósanlega. Pétur er duglegasíi sjómaður, en kemst oft »í hann krappan* 1 viðskiptunum við hið mislynda haf. Saga Péturs er hollur lestur ung- um mönnum og hvetur til starfs og dáða. En prófarkalestri á þessu síðasta hefti er ávant um of, Amma, þjóðleg fræði og skemmtun III. — Útg. Finnur Sigmunds- son. Reykjavík 1940. Aðalefni þessa heftis er þættir um eyfirzk alþýöuskáld, skrifaður af Jóni Davlössyni frá Reykhúsum. Kóma þar fram ýmsir gamalkunnir hagyrðingar, svo sem: Árni á Skútum, Sigfús á Laugalandi, Jón Jónsson alþingismaður á Munka- þverá, Ólafur Briem á Grund, Hvassafellsbræður, Ari f Víöigerði, Páll á Kolgrímastöðum, Sigluvfkur- Jónas o. m. fl. Þá er frásögn um hvarf Úorkels frá Hraunshöfða, Bréf frá Páli Ólafssyni skáldi og vísur eftir hann, Sögur af Benedikt Benediktssyni á Hámundarstöðum, Þánur úr Frakklandssögu Sölva Helgasonar o. fl. Þá fylgir heftinu sameiginlegt titilblað og efnisskrá yfir I—III. hefti Ömmu. Allt efni þessa tímarits er tekið eftir handtitum í Landsbókasafninu og er f senn fræðandi og skemmti- legt. Fyrri hefti Ömmu munu bráölega verða ill fáanleg, enda er útgáfa þessi ódýr og því auðvelt fyrir ílesta að eignast hana. Bá/íaraiélag Islands Ársskýrsla 1938 — 1939, hefir íslendingi borizt. Fylgja henni tvö erindi, sem flutt hafa verið í Rikisútvarpið: Bálstofur eftir dr. G. Claessen og Bálfarir og jarðarfarir eftir Björn Ólafsson stórkaupmann. Samkv. skýrslu félagsins hafa 8 íslendingar verið bálsettir erlendis árin 1938 '39, Félagar í Bálfarafé). íslands eru taldir 550. 25 ára starf Iþrótta télagsins Þór Ak. Svo nefnist rit eitt, er íþr fél. t*ór hefir gefið út í tilefni af 25 ára starfsafmæli félagsins á þessu ári. Hefir ritið inni að hatda sögu félagsins og ýmsar greinar um starf- semi þess eöa íþróttamál almennt eftir ýmsa íþróttamenn og íþróttavini. Útgáfan er hin prýðilegasta að formi og frágangi öllum, prýdd fjölda mynda af íþróttaílokkum og einstök- um félagsmönnum. KIRKJAN: Messa í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. (Fullveldisdagur). Lau s staða. Vélavarðarstaða við Laxárvirkjunina er laus til umsóknar. Byrjunarlaun kr. 3600,oo á ári, og auk þess hlunnindi og dýrtíðaruppbót. Umsóknum sé skilað til rafveitustjórnar Akureyrar fyrir 20. desember þ- á. Nánari upplýsingar gefur rafveitustjórinn. Akureyri, 29. nóvember 1940 Rafveita Akureyrar. Sérhver húsmóðir verð- ur daglega að gefa börnum og unglingum Pað gefur þeim orku og hita í vetrarkuldan- um — og rjóðar kinnar. Dánariregn. 21. þ. m. lézt að Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu ekkjan Geirþrúöur Rórðardóttir. Hún varð rúml. 90 ára að aldri: Hún var ættuð héðan úr Eyjafirði, en hafði nú alliengi verið búsett í Húnavatnssýslu. 65 ára afmæli átti Einar Árna- son alþingismaður á Eyrarlandi í fyrradag. Hjónaetni. Ungfrú Unnur Guð- bjartsdóttir og Brjánn Jónasson stúdent. 65 ára varð 26. þ. tn. Steinólfur E. Geirdal póstafgreiðslumaður í Grímsey. Barnastúkan „SamúÖ“ heldur fund næstkomandi sunnudag kl. 10.30 í Skjaldborg. C-flokkur sér um fræðslu og skemmtiatriði. Fjölmennið. — Verið stundvís. Skinntaska merkt K: L., meö peningum, matar- seðlum og Sjúkrasamlagsbókum o. fl. sem tapaðist af búðarborðinu í verzl. Akureyri, skilist þangað aftur. — LeikfOng: Hef fyrirliggjandi mikið og gott úrval af leikföngum, svo sem: Pappaleikföng m. teg., í fallegum umbúðum Myndabækur Knattspyrnuspil Lotto Kubbakassa Eldhúsleikföng Stafaspil o. fl o, fl. Tómas Steingrímsson. Uinbo^s & heíldverzlun, Ak. Akureyrinflar! Ef þið hafið hugsað ykkur að kaupa jólakort hjá mér, þá gerið það sem allra fyrst. Birgðir mjög takmarkaðar. Virðingarfyllst. Edvard Sigurgeirsson ljósmyndari. Munið eftir samkomunni á Sjónarhæð kl. 5 e. h. á sunnudaginn. Allir velkomnir. Orgel óskast til kaups eða leigu. Guðm. Tómasson trésmiður. Sími 116. Tvö rBmstæði til sölu P á I1 Sig u rgeirss o n KAUPUM DAGLF.GA meðalaglös, liálfflöskur, pelaflöskur. smyrslakrukkur, tablettuglös og pilluglös. — Akureyrar Apótek. Slmi 32. Frá götunní. Betra er berfættum en »bókar«- lausum að veta, sagði maður einn nýlega, sem búinn var með nóvemberskammtinn úr áfengisbók sinni um miðjan mánuð. . Auglýsið í Isl FLIK-FLAX gerir þvottinn fannhvítan.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.