Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 06.12.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.12.1940, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR | Siprður Jonssonj FYRIR JÓLIN! I í Brautarholti. ■ ^1 Gtmall vinur minn oe nágranni, Siguröur Jónsson, bóndi í Brautar- holti, er áður hét Litla-Seyla, í Skagafirði, andaðist á heimili sínu 30. f. m„ 87 ára að aldri. Fyrst þegar ég man eftir mér, bjó Sigurður á Litla-Seylu. Hann fiuttist þangað 1889. Kom hann stundum að Geldingaholti, og þótti hann ávalt góður gestur. Var mikil vinátta með honum og m(nu fólki, frá því er ég man fyrst eftir mér. Hann teyndist mér alla tíð tryggur vinur, og aldrei reyndi ég heldur hans fólk aö öðru en hinu bezta, *Ég kom oft til Sigurðar og þeirra hjóna, bæði á bernskuskeiði og á fullorðinsárum, og mér leið þar alltaf hið bezta. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, svaraði sér vel. kvikur í hreyfingum, dökkur á hár og skegg, vel farinn í andliti, upp- litið djarfmannlegt, augun skýrleg, snyrtilegur í framgöngu og fasið allt prúðmannlegt. Hann var ein- arður og djarfmæltur, þegar því var að skipta, góögjarn og alúöleg- ur. Sigurður sá). bjó búi sínu til æfi- loka. Gekk hann að slætti sfðast sumarið 1939, og stóð hann á teign- um furðu lengi dags, þó að orðinn væri hann þá hálfníræður. Er slíkt næsta fágætt. Var hann alla tíð hinn mesti iöjumaöur. Fór saman atorka og fyrirhyggja, og var hið sama að segia um konu hans. Urðu þau brátt velmegandi, þó að þau byrjuðu búskap efnalítil. Bún- aðist þeim alltaf .vel, en búskapar- árin urðu um sextíu. Lengstum bjuggu þau á Litlu-Seylu, er hann nefndi síðar Brautarholt. Legar hann kom þangað, var þetta kot, túnkragi kargaþýfður og húsakostur binn lélegasti. En hinn vaski og vinnusami búhöldur sléttaði hér um bil allt túnið og jók nærfelt um helming, reisti af nyju bæjarhús og peningshús, veitti vatni á engi, giiti tún og bithaga og gerði ak- færan veg af þjóöbrautinni heim að húsum. Hann var einn hinna fyrstu jaröabótamanna f Seyluhreppi og gerði garðinn frægan. Keypti hann ábýli sitt og bjó þar rayndarbúi hálfa öld og einu ári betur. Jörðin liggur í þjóðbraut, og var þar líka gestagangur mikill, enda alúðar- gestrisni að mæta hjá húsbændum. Lingstaður hreppsins var þar lika mörg síðustu árin. Öllum þótti þar gott að koma. Snemma hlóðust á Sigurð trúnaö- arstörf í hreppnum. Var hann hreppsnefndaroddviti í Seyluhreppi að minnsta kosti aldarfjórðung, Lét hann sér einkar annt um hag sveit- arfélagsins. Trúmennska lians var einstök. — Sáttamaður var hann nokkurt skeið, og íórst honum það mjög vel, Settur hreppstjóri var hann um hríð. Sveitungar hans sæmdu hann heiðursgjöf og héldu honum samsæti í virðingar- og þakklætisskyni fyrir langt og vel unnið starf í hreppnum, Hann hafði fléttað sér sjálfur heiðurssveig með atorku sinni og ósérplægni, góðgirni sinni og grandvarleik. — Gervilegur drengskaparmaður var hann, heimilisfaöir ágætur, trúr og einlægur eiginmaður, ástríkur faöir börnum sínum, raungóður og trygg- ur fósturbörnum sínum og hollráö- ur og mildur hjúum sínum. Sigurður Jónsson var fæddur 3. september 1853 á Litla-Vatnsskarði á Fremra-Laxárdal. Bjuggu þar foreldrar hans, Jón Arnórsson og Guðrún Jónsdóttir, Var )ón ættað- ur sunnan úr Rangárþingi (sjá Ætt. Skagf.), en Guðrún úr Skagafirði. Segir kunnugur maður, ér ritað hefir um Sigurö í »Óðin«, að faðir hennar hafi verið Jón Davíðsson á Hóli í Sæmundarhlíð, en móðir hennar og kona Jóns hafi verið Steinunn Jónsdóttir á Bessastöðum Oddssorar. Ef þetta er rétt, hafa þeir Sigurður og Jón hrstj. á Haf- steinsstöðum verið þrfmenningar að frændsemi. — Sigurður óls't upp hjá foreldrum sínum til fermingar- aldurs, en slðan var hann í vinnu mennsku um hríö hjá góðum bænd- um, þangað tíl hann festi ráð sitt og hóí búskap. Lessi hefir verið leið margra góðra bænda á íslandi öldum saman. Vinnumennska á fyrirmyndarheimilum var þeim mörg- um góður skóli undir bóndastöð- una. Sigurður gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Jóhönnu, árið 1878. Voru þau þá hálf-þrítug, Hún er dóttir Steins Vigfússonar, bónda í- Stóru-Gröí á Langholti, Vai hann annálaður um dugnað og forsjá. — Bjuggu þau ungu hjónin hér og þar, áður en þau fóru að Litlu- Seylu, á Stóru-Seylu í tvíbýli við Jónas Halldórsson, en hann átti Helgu systur Jóhönnu, á Skarðsá og í Stóru-Gröf. Lau ætluðu til Ame- ríku, að ég held 1884, en hættu viö það, þegar fólksflutningsskipinu seinkaði. — Sambúð Sigurðar og Jóhönnu var með ágætum. Veit ég engan skugga hafa nokkru sinni á hana borið. Leim varö sex barna auðið. Dóu þrjú í æsku, en þrjú komust upp: Sigríður, Jónína og Sigurður. Sigríður giftist Halldóri Jónssyni frá Ausu í Borgarfirði, miklum dugnaðarmanni. Bjuggu þau um hríö á Ytra-Skörðugili á Langholti og búnaðist vel, fluttu suður í Borg- arfjörð, áttu börn. En fyrir nokkru síöan dó Sigrlöur, og var það fráfall þungur harmur foreldrum hennar, því að hún var trygg og tápmikil kona. Jónína var ein af glæsilegustu konum í Skagafirði og eftir því vel gefin; hún var hög á allt, er hún tók höndum ti). Hún fór utan og giftist dönskum manni og átti með honum dóttur, sem nú er upp kom- in. Er Jónína nú búsett í Kaup- mannahöfn, Sonurinn er hinn góðfrægi söngv- ari, Sigurður Skagfield, kvæntur Lovísu Ingibjörgu Albertsdóttur óð- alsbónda á Páfastöðum á Langholti Kristjánssonar, Eiga þau tvö börn, Framh. á 3. síðu. í jóla- þvottinn: í jóla- baksturinn: í jóla- matinn: I jola- pokana: Ýmsar vörur: Fyrirliggjandi í heildsölu: FLIK-FLAK þvoítaduft, Mána^ stangasápa, Kristalsápa, Pvotta- blámi, Sódi o. fl. HVEITI, úrvals teg., Strásykur, Flórsykur, Síróp, Gerduft, Eggja- duft, Sódaduft, Hjartarsalt o. fl. RÆKJUR (Isafjarðar), Gaffalbitar, Sjólax, Kryddsíld, Kalasrúllur, Karfi í hlaupi, Murta, soðin og reykt, Fiskbollur, Grænar baunir, Edik og Ediksýra, Krydd allsk., Tómat- sósa, Worchestersósa, Te, Cacao, Súkkulaði, Kex og kökur allsk., Kaffi „O. J. & K.“, Ludvig-David, Búðingsduft, Egils-öl og Sirius Gosdrykkir. BRJÓSTSYKUR, Töggur, Súkku- laðikúlur, Lakkrístunnur, Lakk- rískonfekt, Átsúkkulaði, Bl. kon- fekt, Konfektkassar. JÓLAKERTI, Kerti stór, Spil, Handklæði, Sokkar karlm., Vinnu- vettlingar, Toiletpappír, Umbúða- pappír, Hreinlætisvörur allar, og Snyrtivörur. Aðeins til kaupmanna og kaupfélaga. Pantanir óskast sem a/ira fyrst, /. BRVNJÓLFSSON & KVARAN AKUREYR/. SÍMl 175. Berið ekki kvíðboga fyrir þvottadeginuin. Hinir óviðjafnanlegu « * eiginleikar FLIK- FLAK létta af yð ur öllum áliyggjuin. Látið ekki b j ó ð a yður annað þvottaduft en iF

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.