Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 13.12.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.12.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur. Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 13. desember 1940 52. tölubl. Dýrtíðarflóðið. Alþingi verður að gera ráð- stafanir til að stífla það. Síðan ófriðurinn hófst fyrir rúmu ári síðan, hefir dýrtíðin í landinu vaxið jöfnum skrefum, án þess að rönd hafi verið við reist. Hafði þó Alþingi og ríkisstjórn gert nokkrar ráðstafanir til að hafa hemil á henni með lögfestingu vinnulauna, húsaleigulögum, laga- ákvæðum um verðlagseftirlit o. s. frv. En anda þeirra laga og reglu- gerða er að því lutu, hefir verið slælega fylgt, svo að ekki sé of mikið sagt. Það var fyrirsjáanlegt, að allar innfluttar vörur, svo sem kornvara, kol, olía og fleiri nauðsynjar hlutu að hækka að miklum mun í verði, enda kom það fljót' á daginn. T. d. fjórfaldaðist kolaverðið á fám mánuðum- Innlendar vörur komu svo smátt og sinátt á eftir: Mjólk og mjólkurafurðir, grænmeti, egg o. fl., að ógleymdri hinni gífurlegu hækkun á kjötverðinu s. 1. haust ög fiskverðinu, er sigldi í kjölfarið. Þá hækka öll fargjöld á sjó og landi, burðargjöld, sjúkrasamlagsið- gjöld, talsfmagjöld p. fl. o. fl. — Sérstakar nefndir annast verðá- kvörðun einstakra vöruflokka, svo sem mjólkur og kjöts, en þó að slíkar nefndir eigi að vera óvilhall- ur >verðdómstóll», eins og minni- hluti.kjötverðlagsnefndar leit á s. I. haust, þá er eins og meiri hluti þeirrar nefndar hafi skoðað sig sem umbjóðanda framleiðenda sér- staklega. En þegar svo er komið, er sízt að undrast, þótt dýrtíðin gangi risaskrefum um heimili neyt- endanna. Um áramótin næstu falla úr gildi þau lagaákvæði, er binda kaupgjald verkamanna og iðnverkafólks við vfsitölu Hagstofunnar, enda hafa flest eða öll stéttarfélög sagt upp kauptöxtum sínum. Má því búast við, að nokkur kauphækkun sé fyr- ir dyrum, sem enn hefir í för með sér hækkað verð á innlendri fram- leiðslu, því vöruverðið og kaup- gjaldið spenna hvort annað upp til skiptis- Þetta er hin háskalegasta svikamylla, sem hlýtur að enda í bráðri ófæru, ef ríkisvaldið hleypur frá þeirri sjálfsögðu skyldu að setja hemla á verðlag og kauplag eins og aðrar þjóðir telja sjálfsagð- ar ráðsfafanir á slíkum tímum sem nú eru. Og því meiri, sem verð- bólgan verður, því meiri og af- drifaríkari verður sú kreppa eða það hrun, er á eftir fylgir. Af ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til að halda dýrtfðinni í skefjum er nú eigi annað eftir en húsaleigulögin. Samkvæmt þeim er óheimilt að hækka leigu eftir hús- næði. Nú er vitanlegt, að vegna dýrtíðarinnar hefir viðhaldskostnað- ur húsa vaxið gffurlega. Þessi löggjöf er því ekki lengur sann- gjörn, þegar búið er að taka allar aðrar stíflur úr farvegi dýrtíðar- flóðsins. Hún kemur mjög hart niður á þeim mönnum, sem e. t. v. eru nýlega búnir að byggja og skulda lánsstofnunum mikinn -hluta byggingakostnaðar, en þurfa að leigja eitthvað út af húsinu. Ef ekki á að setja neinar skorður við dýrtíðinni í landinu, er ósanngjarnt að taka þessa menn út úr og þrengja svo að þeim, að þeir geti ekki haldið húsum sínum. Þeim er engin linkind sýnd um greiðslur skatta og skyldna af húsunum íil hins opinbera, og fá að greiða jafnt, hvort sem húsin eru hrein eign eða þeir skulda andvirði þeirra. Ef ríkisvaldið ætlast til, að dýr- tíðin gangi jafnt yfir alla, þá verð- ur hún annaðhvort að sleppa öll- um »hemlum« eða auka þá aftur og beita þeim á fleiri sviðum en áður, — og mun síðari kosturinn vera líklegri til þrifa fyrir þjóð vora. Koma brezka setuliðsins inn í land vort hefir átt mikinn þátt f að auka dýrtíð í landinu, einkum f hækkuðu verði innlendra afurða. Munu þau íslénzk heimili eigi mörg, sem hafa efni á að kaupa egg í jólabaksturinn, svo að eitt dæmi sé tekið. Það er hin mesta villa að sleppa verðlagi á innlendum markaði lausu, og mun það fyrr eða síðar koma skýrar í Ijós en orðið er. Alþingi, sem saman kemur í vetur, verður að taka dýrtíðina til meðferðat og gera ráðstafanir f þá átt að stöðva eða draga til muna úr því kapp- hlaupi, sem nú vofir yfir milli vefðlags og kauplags í landinu. NÝJABIÓI Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Destry skerst í leikinn (Destry Rides Again) Amerísk stórmynd í 10 þáttum. Aöalblutverkin leika heimsfræg- ir leikarar svo sem: Marlene Dietrich, James Stewart og skopleikarinn Mischa Auer. Mynd þessi heíir allsstaðar hlot- ið feikna vinsældir og hrifningu þeirra kvikmyndagesta er vilja sjá verulega spennandi, fjörmikl- ar og æfintyraríkar "rayndir. Börn fá ekki aögang. Jólaleikur Leikfélagsins. Leikfélag Akureyrar hefir valið fyrir jólaleik »Dúnungann« eftir hina heimsfrægu, sænsku skáld- konu Selmu Lagerlöf, og mun þetta vera fyrsta sýning hérlendis á leikriti eftir hana. Hefir blaðið fengið eftirfarandi upplýsingar um leikinn: Leikurinn gerist í Viirmalandi í Svíþjóð nálægt árinu 1840. Leik- svið eru undurfögur, fólkið klætt fallegum búningum, þjóðdansar dansaðir við dynjandi míhik og glaðan söng. Jón Norðfjörð hefir þýtt leikritið, og annast alla stjórn leiksins. Titilhlutverkið »Dún-ung- ann« leikar ungfrú Margrét Ólafs- dóttir, en önnur hinna stærri hlut- verka frú Svava Jónsdóttir, frú Sigurjóna Jakobsdóttir, Árni Jóns- son og Jón Norðfjörð. Frumsýn- ing á leiknum er fyrirhuguð 2, jóladag, og er það í fyrsta skipti, sem Leikfélagið hefir frumsýningu á leikriti á jólunum. Blaðið hefir eigi kynnt sér efni leiksins, en umhverfið, þar sem hann gerist, er afburða glæsilegt, eins og þeir vifa, er séð hafa »Vermlendingana« á leiksviði. Þá er nafn höfundarins, hinnar heims- frægu skáldkonu, nægileg trygging fyrir þvf, að leikurinn hafi eitthvað að flytja, sem áhorfandinn man lengur en þangað til tjaldið fell- ur, — Sænskir sjónleikir hafa hvarvetna hlotið vinsældir, þar sem þeir hafa verið sýndir, og mun svo enn fara hér. Vörður, félag ungra Sjálfstæðismanna held- ur fund að Hótel Qullfoss (uppi) kl. 1,30 n. k. sunnudag (15. des.) Formaður flytur erindi: Andbýl- ingarnir og við. Fijálsar umræð- ur á eftir. Verkefnanefnd, kosin á aðalfundi, mun flytja tvö mál- Rætt verður um vetrarstarfið, árs- hátíð félagsins o. fl. Kosið í full- trúaráð. Þess er vænzt, að félagar fjölmenni á fundinn og taki með sér nýja félaga. Nýtt hættusvæði Brezka herstjórnin hér á landi hefir gefið út tilkynningu um nýtt hættusvæði fyrir Austfjötðum, er nær írá Berufirði norður fyrtr Njarðvík, Áður hafði hún tilkynnt hættusvæöi fyrir Vestfjörðum. Valda þessar hernaðaraðgerðir stórkostlegum hnekki fyrir útgerðina á Vestfjörðum og Austfjörðum. Laugardagskvöld kl. 9: Tal- og '.hljómmynd úr lífi Hardysfjölskyldunnar. — Aðal- hlutverkin leika: Mickey Rooney, söngstjarnan Judy Gar- /and, Lewis Stoae og flestir aðrir sömu leikar- ar og áður. Nú ei Andy Hardy orðinn það gamall, að hann verður alvar^ lega ástfanginn. — HamThefir þó reynt ýmislegt í þeim sök- ura í sumarleyfinusínu og áður. Myndir úr lffi Hardys fjölskyld unnar eru óvenju skemmtilegar og athyglisverðar fyrir foreJdra, því að Hardy dómari er auk þess að vera elskulegur heim- ilisfaðir, hreinasti snillingur að leysa viðkvæmar gátur upp- eldis srálpaðra barna sinna, sem góöur vinur, félagi og faðir þeirra, Sunnud. kl. 3 (Barnasýning)t fmsar smámyntiir Sunnud. kl. 5: (Alþýðus.) Endurfundir. Bönnuð börnum. —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.