Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 13.12.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.12.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur. Ritstjóri og afgréiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyrí, 13. desember 1940 53. tölubl. framtíðin. Jarðarför mannsins míns og föður okkar Eggerts Guð~ mundssonar fer fram fimmtudaginn 19. desember n. k. og hefst með húskveðju frá heimili okkar Gránufélagsgötu 11 kl. 1 e. h. Stefanía Sigurðardóttir og börn. Eins og áður hefir verið skýrt frá í blaðinu, flutti Ólafur Thors atvinnumálaráðherra fullveldisræðu af svölum Alþingishússins í Reykja- vík 1. desember. Fer hér á eftir kafli úr ræðu hans, sem fjallar um hernámið og framtíðarhorfur þjóð- arinnar í sambandi við það: Það er sannmæli, að enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Ég við- urkenni, að vér íslendingar höfum verið á þetta rninntir. Oss skilst nú betur en á 20 ára fullveldishá- tíðinni, að fleiri spinna nú örlaga- þræði íslendinga en sjálfir vér, og að ef til vill erum vér ekki alveg jafn einráðir og vér ætluðum um það, hvenær og hvernig vér stíg- um inn í hið fyrirheitna land full- veldis og algerðra yfirráða allra málefna vorra. En enginn skyldi þó halda, aD vér getum engin áhrif haft áörlög vor. Pað gildir oss sem aðra, að eigi skiptir það eitt máli, og eigi held- ur aðalmáli, hvaö að höndum ber, heldur varðar það mestu hversu við er orðið. Vér kennum að vfsu kvíða og finnum hversu smáir við erum og máttvana, en vér finnum einnig styrk smáþjóðarinnar, sem vegna uppruna síns, tungu. bók- mennta og sögulegrar þróunar á sér helgan rétt, sem aldrei verður afmáður og aldrei að eilifu frá henni tekinn. Su trú er leiðarstjarna vor á þessum tímum óvissu og alvöru. Af henni látum vér stjórnast jafnt um orð sem athafnir. Vera má að í mínum sporum myndi einhver fremur kjósa að þegja um hernám fslands en tala um það. Ég kýs þó síðari kost- inn, þann að, tala um það, sem allir hugsa um, það, hvaða áhrif ætla megi að hernám fslands hafi á framtfð þjóðarinnar. Hefðu Bretar sjálfir ekkert sagt um sínar fyrirætlanir, og vér yrð- um að byggja vonirnar á því einu, sem oss þætti líklegast, þætti mér skynsamlegast aö álykta á þessa leið: Verði Bretar undir í styrjöldinn', munu aðrir fara með úrskurðar- valdið. Mér þy.kir jafn fjarstætt að ætla, að Pjóðverjar létu þá hernám íslands bitna á oss, sem það, að Bretar hyggðu á hefndir í garð Dana út af hernámi Danmerkur. Að hvorugu geta nokkur skyn- samleg rök legið —- hvorugt ætti því að þurfa að óttast. Sigri Bretar hinsvegar, vildi ég fyrst mega byggja á því, er þeir hafa undanfamn áratugt sagt um gildi smáþjóðanna, sjálfsákvörðun- arrétt þeirra og frelsi. »Guð hefir útvalið smáþjóðirnar til þess að færa göfugustu vínin að vörum mannanna barna, svo hjörtu þeirra megi gleðjast, andans sýn glæðast, trú þeirra vaxa og styrkjast*. »Frá smáþjóðunum hefir heimin- um hlotnast fegurstu og mestu listaverkinc. Petta eru orð þess af þjóðfor- ingjum Breta, er á síðart árum hefir náð hvað mestri lýðhylli þar í landi, og ekki sízt vegna þess, hve meistaralega hann kunni að segja það, sem þjóðin hugsaði. -»Réttlætið er dýrmætasta eignin*. hefir hann'einnig sagtt og efnis- lega svipuð ummæli Itafa flestir for- ystumenn Breta látið sér um munn fara. fslendingar eiga ekki að þurfa að óttast ástæðulausa ásælni af hendi þjóðar, er þannig hugsar. Þá hafa Bretar og í þessari styrjðld letrað sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða á fána sinn. Stórveldi, sem sigrar undir þeim fána, getur ekki fagnað sigrinum með kúgun eða frelsisskerðingu minnsta og varnarlausasta ríkis veraldarinnar. Loks er svo sú staðreynd, að sigri Bretar, verður vart séð, að þeim geti verið knýjandi nauðsyn að ná hér fótfestu. Af ölitt þessu ætla ég að álykta megi, að strax eftir lok ófriðarins, myndu íslendingar öðlast að nýju fullt frelsi, þótt ekkert lægi fyrir annað en rök skynsemi og rétt- lætis. En Bretar hafa talað. Daginn, sem Bretar hernámu ís- land, gekk sendiherra þeirra á fund ríkisstjórnar íslands, og gaf, fyrir hönd brezku ríkisstjórnarinnar, hátíðleát fyrirheit um það, að það væri >fastur ásetningur hennar að kalla þennan her heim, þegar er yfirstandandi ófriði lýkur, og að hún hafi engan ásetning eða ósk um að skipta sér af núverandi stjórn landsins*. Bretar munu aldrei svíkja þessi heit. Par er í húfi ekki að'eins þjóðarfrelsi íslendinga, heldur og þjóðarheiður Breta, Pessi e'tður hins mikla og volduga heimsveldis er því í dag dýrmætasti fjársjóður vorrar litlu og varnarlausu þjóð- ar. — Vinni Bretar styrjöldina, þurfum vér eigi að grundvalla kröfur vor- ar um brottför herliðs þeirra úr landi og landhelgi íslands, og al- gert afskiptaleysi þeirra af málefn- Jarðarför móður minnar Ingibjargar fónsdóttur sem andaðist 9. þ. m. fer fram frá heimili mínu Fjclugötu 8 mið- vikudaginn 18. þ. m. og hefst með bæn kl. 1 e. h. Akureyii 13. des. 1940 Anton Ásgríinsson. Jarðarför Guðrúnar Davíðsdóttur fer fram frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 16. desember n. k. kl. 1 e. h. um vorum, eingöngu á fornum, sögulegum rétti íslendinga, heldur getum vér og byggt á nýjum ský- lausum loforðum og fyrirheitum Breta sjálfra. Að öllu þessu athuguðu tel ég, að á hverju sern veltur í ölduróti umheimsins, hvor hernaðaraðilinn. sem það verður, er sigur ber af hólmi, þá bendi allt til þess, að hernám íslands hafi ekki úrsltta- þýðingu um framtíð þjóðarinnar. iraiif r í Reyki Reykjavík hefir nú~;'veriö skipt í 3 prestaköll, er heita: Nesprestakall, HaHgrímsprestakall, og Laugarnes- prestakall. Hafa þau verið auglýst laus til umsóknar og"er umsóknar- frestur nylega liöinn. Kosiö veröur 15. desember. í Hallgrímspresta- kalli verða kosnir 2 prestar en einn í hvoru hinna. Umsóknir um störf- in hafa borist irá 16 prestum. Sækja 9 um Nesprestakall, 6 um Hallgríms- prestakall og 1 umLaugarnespresta- kaU. Kirkfahlfómleika — heldur Kantötukór Akureyrar á sunnudag- inn til ágóða fyrir kirkjuna. Verður vel til þeirra vandað, og má því vænta þess, að bæjarbúar fjölmenni í kirkjana til aö hlýða á þá. — Aðgöngumiðar seldir í forkirkjunni kl. 4—7 á morgun og við inngang- inn. Sjbtugsaimæli átti séra Stefán Kristinsson prófastur að Völlum í Svarfaðardal 9. þ. m, Síldarsala til Svíþjóðar. Síðan í sumar hefir verið reynt að fá leyfi Breta til að selja héðan síld til Svíþjóðar. Er nú leyfið fengið, og hafa samningar tekist við Svía á 40 — 50 þús. tunnum saltsíldar, er fluttar verða um Petsamo. í sumar var ráðgert að fá síldina til Oautaborgar, og myndi þá verðið hafa orðiða-m.k, 70 krónur tunnan. En nú er talið "útilokað að koma sddinni þá leið, og verður að flytja hana til Petsamo. Flutningskostnaður þá leið er mun meiri, og verður því söluverð síld- arinnar nokkru lægra, eða 60 krónur tunnan. Munu Svíar tnn- an skamms senda skip eftir síld- inni. Pá er talið líklegt, að unnt verði að selja Svíum ull og gærur eftir áramótin. Kvennadeild S/ysavarnatél. Akureyrar hefir beðið blaöið að minna bæjarbúa á kaffisölu og Bas- ar deildarinnar, sem fer fram í Samkomuhúsinu á sunnudaginn. Fjölgar í bænum. Samkv. manntalinu 1. des. s. I. eru heimilis- fastir íbúar Akureyrar 5542 en voru í árslok i fyrra 5103, Hefir lbúum bæjarins því fjölgað um 439 á einu ári. Dánartregn. Nýlega er látinn á Sauðárkróki Árni Á. Þorkelsson fyrrum bóndi á Geitaskarði, þjóð- kunnur héraöshöfðingi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.