Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 20.12.1940, Side 1

Íslendingur - 20.12.1940, Side 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyri, 20. desember 1940 I 54. tölubl. Logreglan héfir ekki van- rækt bæinn, en bærinn hefir vanrækt logregluna. Draumur I ö g re 3 blöð bæjarins Dagur, Alþýðu- maðurinn og Verkamaðurinn hafa nýverið verið að finna að störfum lögreglunnar. Pegar ég las að- finnsluna datt mér í hug: Pví eru þessi blöð að skrifa um það, sem þau ekki hafa vit á, jafn erfitt og þeim veitir að skrifa um það, sem þau hafa vit á. Áður en ég tala almennt um lögreglumálin, tel ég skyldu mína gegn borgurunum, að sýna hve aðfinnslur þessar eru staðlausar. Sorglegt slys varð hér í bænum 30. nóvember. — Bifreið ók á mann, en hann beið bana af því. Alþýðumaðurinn og Verkamaður- inn hafa ráðist á mig fyrir aðgerðir lögreglunnar í þessum málum. -----— Hvað gerði lögreglan? Magnús Jónasson lögreglumaður, sem var á verði, fékk þegar f stað að vita um slysið. Fór hann á staðinn. Oerði ráðstafanir til að farið var með hinn slasaða mann f sjúkrahúsið. Náði því næst í eftirlitsmann bifreiða. Fóru þeir fram að Pverá, en þar var dans- skemmtun. Hitti hún þar bílstjór- ann, sern ekið hafði á manninn. Var hann undir áhrifum víns. Létu þeir hann aka með sér til Akureyrar og upp f sjúkrahús. Samkvæmt ráðstöfun eftirlitsmanns bifreiða var tekin blóðprufa af honum þar. 1, desember, sunnu* daginn, tók yfirlögregluþjónninn skýrslu af þeim, sem vitað gátu um slysið. Bifreiðarstjórinn viðurkennir, að maðurinn hafi orðið fyrir sinni bifreið, og hann mundi hafa ekið á manninn. Ökuskírteinið var tekið af honum. 2. des. kom svo málið fyrir lögreglurétt. Viðurkenndi bflstjór- inn að hafa drukkið áfengi. — Skýrslur þær tvær, sem ég minnt- ist á, voru rnjög ýtarlegar, en ég minnist aðeins á aðalatriðin til að sýna gang málsins. Pessi skýrsla hér að ofan sýnir að málið var rekið með þeim hraða, sem unnt var. Svo kemur Alþýðumaðurinn 10. desember og segir, að fólkíð krefj- ist að vettlingatök séu eigi höfð á málinu. Hvar sýna vettlingatökin sig? -----Hvað var vanrækt? g I u s t j ó rans. Er ekki hugsanlegt, að fólkið krefjist þess, að Alþýðumaðurinn biðji afsökunar á því, að hann er að bera rangar sakir á lögregl- una? Svo spyr Verkamaðurinn 14. desember, en hann virðist ætla að taka forystu í málinu, hver er vörn yðar, herra bæjarfógeti. — Vörn mín er sú, að ég hefi ekki gert neitt, sem ekki var rétt. — Og þetta verður alltaf sterkasta vörnin. Verkamaðurinn fer hamförum yfir þvf, að bílstjórinn skuli ganga laus. Til hvers ætti að setja hann í fangelsi, eftir að málið er upplýst. — — Pá er það blóðprufan. Rétt er það. að lögreglan hélt, að sjúkrahúsið hefði sent blóðprufuna. Pegar hún komst að því að svo var ekki, sendi lögreglan hana strax.. í einu tilfelli áður tók hér- aðslæknir blóðprufu og sendi hana suður, og var búist við að sjúkra- húsið myndi gera hið sama. Vel má vera að blóðprufan verði ónýt, hafi orðið of gömul. En það skiptir ekki máli í þessu tilfelli, af þvf að það upplýstist, að bílstjór- inn hafði drukkið eftir að slysið varð, en áður en blóðprufan var tekin. Blóðprufan sýndi því ekki ástand bílstjórans, er slysið varð og var því hvort sem er ónýt. — Auk þess er nú sannað með játningu bílstjórans og með vitna- framburði, að hann hefir neytt áfengis áður en slysið varð. —• Blóðprufa er ekki alltaf nauðsynleg. — — Pað þarf t. d. enga blóðprufu til að sýna, að erlent blóð rennur í æðum Verka- mannsins. Verkamaðurinn þjáist af því, að bílstjórinn var ekki látinn f hegn- ingarhúsið. Oetur Verkamaðurinn ekki beðið eftir dómnum? Það tekur alltaf nokkurn tíma, áður en dómur er kveðinn upp. Pað þarf að ná í ýms voltorð. Ö!1 gögn til upplýsinga hvað smá- vægileg sem þau eru, verða að vera fyrir hendi. Sá ákærði fær skipaðan tals- mann ef hann óskar, og hann semur varnarskjal fyrir hann. Fyrr en allt þetta er fyrir hendi, er ekki hægt að kveða dóminn upp, — Öll grimmd í svona málum er andstyggileg. Allar Hlraunir til að nota þau f pólitísku augnamiði er fyrirlitleg. Ailir góðir menn finna til með föðurnum, sem á að sjá á bak ástfólgnum syni sínum. — — En það eru líka margir í þessum bæ, sem finna til með gömlu for- eldrunum, sem ógæfan hefir svo oft skollið á. Oóðir menn skilja og ógæfu bílstjórans. Allir vita, að hann var ekki viljandi orsök í hinu hörmulega slysi. í Degi er drengjaleg grein, sem heitir »Hugleiðingar um Klondyke*. í þessari grein og annari í Verka- manninum eru tilfærð ummæli úr ræðu minni 1. desember, er var þannig: »Minnist þess að þér eruð börn ættjarðarinnar, þá mun framkoma yðar jafnan vera virðu- leg*. Öfundar greinarhöfundur mig af að hafa sagt þessi orð? Öíund- ar hann mig af ræðunni ? Ég ré ekki sambandið rnilli ræð- unnar og ástands þess, er hann lýsir á sveitasamkomunni. — Hitt er mér ljóst, að illgirni stýrði pennanum, og höfundur vill reyna að koma ábyrgðinni á mig fyrir ástand það, sem hann er að lýsa. -----— Sannleikurinn er sá, að ég mælti fast með því við dóms- málaráðuneytið á sínum tfma, að annað hvort yrði stofnuð sérstök sveitalögregla eða lögreglan hér á Akureyri yrði aukin svo, að hægt væri að senda lögreglu í sveitina er á lægi. í núgildandi löggjöf er heimild til þess að setja á stofn lögreglu í sveitunum og nú þegar er hér á Akureyri einn maður, sem hefir þetta starf á hendi. Verkamaðurinn skorar á mig að fara sem fyrst úr embættinu. — Verkamaðurinn freistar mfn. — Sjálfan langar mig til að fara úr embættinu, því ég á svo mörg á- hugamál, sem mér eru hjartfólgnari en embættið, en það er nú svona, mér er hálf illa við að fara úr embættinu, meðan starfskraftar mín- ir eru óskertir — — og fara á eft- irlaum — — — Auk þess er það mín trú, að þegar Verkamaðurinn þráir svo mjög að ég fari, að þá muni vera eftirsjá í mér, Svo vík ég að þvf málefni, sem ég ætlaði að tala um »Iögreglumálun- um« eða fyrirkomulagi þeirra. Ég kem fyrst með þá tillögu, að bæjarfélögin verði leyst alger- lega frá því að hafa kostnað af lögreglumálunum eða afskipti af þeim. Petta hefir að vísu aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkis- sjóð, en það léttir þá aftur byrð- inni af bæjarfélögunum. Og allir eru sammála um það, að full nauð- syn sé á því að létta undir með bæjarfélögunum, En það er fleira, sem skiptir máli en fjárhagsástæður f þessu. / Ef bæjarfélögin hafa þessi mál í sinni hendi, þá má gera ráð fyrir, að mjög misjafnlega verði séð fyrir lögreglu í þeim ýmsu bæjar- félögum. Pá fer mikið eftir því hvaða flokkar hafa ráðin, hvort þeir flokkar hafa ráðin, sem vilja vernda öryggi borgaranna eða hinir, sem trúa á uppliusnina. Hinsvegar eiga borgararnir alls staðar f landinu jafna kröfu til þess, að séð verði fyrir öryggi þeirra. Petta hygg ég. að verði, bezt gert með því að láta lögregl- una alls staðar vera í höndum rík- isstjórnarinnar. Fyrir þessari tillögu vildi ég slá til hljóðs — og í raun og veru hef ég ekki meira að segja um hana að svo stöddu. Annars vildi ég segja þetta um lögregluna á Akureyri: Mér finnst ekki að Iögreglan hafi vanrækt bæinn, en mér finnst bærinn hafa vanrækt lögregluna. Lögreglan of fámenn og illa Iaunuð. Fyrst er ég kom hér, var ónothæft fangahús. — Og fyrst nýlega er búið að byggja sæmilegt fanga- hús. Allir sjá nú, hve miklir örðug- leikar voru þá í svona stórum bæ, að hafa ekkert fangahús. Stundum varð að hafa gælzufanga á veitingahúsunum. Vinnuskilyrðin voru því ákaflega erfið fyrir lögregluna. — Hvað átti að gera við fulla menn? o. s. frv. En þrátt fyrir þetta liggja fyrir ýmsar umbætur eftir lögregluna. Pannig hafa á síðustu árum verið teknir hér og í sýslunni um 20 bruggarar og bruggun útrýmt — líklega alveg — eða þá að mestu. Sanngjarnir menn mundu telja að þetta skipti all-miklu, Yfirhöfuð hefir lögreglan alltaf verið fljót til, þegar leitað hefir verið til hennar. Eitt atriði vil ég minnast á hér, því að ég veit að það hefir valdið miklu umtali, — Ég hef f seinni tíð aðeins veitt félögum og gest- um þeirra leyfi til dansskemmtana. - Petta hefir orðið til þess að nú

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.