Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 24.12.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 24.12.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur. Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 24. desember 1Q40 55. tölubl. $"& ¦ f^v v. Engum áfanga mun að jafnaði eins fagnað og þeim, er við höfum að baki svartasta skammdegið og aftur stefnir mót vori. Það er öll- um mönnum áskapað eðli, að elska ljósið meir en myrkrið, unna deginum fremur nóttinni. Mörgum vekur skuggans vald ótta og geig, en við hækkandi sól fæðast nýjar vonir, sem verma og styrkja. Og hér hjá okkur, þar sem þessi and- stæðu öfl — myrkur og ljós — etja svo hörðu kappi, heyja svo þrotlausa baráttu, sem við að ýmsu leyti eigum allt undir kom- ið, verður þetta að sjálfsögðu enn auðskildara. Það er líka staðreynd í sögu þessarar þjóðar, að skamm- degið varð henni oft þungt og erf- itt, en sporin léttust, þegar dag tók aftur að lengja. Verður hver sá að teljast undarlega skapi far- inn, sem aldrei hefur hugsað líkt og höfundur Sólarljóða: „Sól ek sá; svá þótti mér sem sæjak göfgan goð". í rauninni er nú svo komið, enn einu sinni, að svartasta skamm- degið er liðið hjá. Oft hefur vetur farið geistar að, og allt ómildara um að litast á þessum árstíma. En þó er í mörgum skilningi víða mjög dimmt fyrir dyrum. Skugg- arnir hafa leikið dátt í þessu skammdegi. Þungar stunur þján- inga og böls hafa borizt hingað að utan. Nálega hver einasta fregn, sem við um langa hríð höfum haft af umheiminum er blóði lituð. Hamslaus vitfirring hefur gripið helft alls mannkyns. Æstar öldur miskunnarleysis og harð- neskju, ofbeldis og grimmdar, flæða yfir löndin. Og einstakling- urinn, sem þráir eitthvað annað, þráir göfugan heim, góðra batn- andi manna, en rís gegn hugar- stefnu hatursins, á allvíða í vök að verjast með lífsskoðanir sínar; er jafnvel af mörgum fyrirlitinn og smáður. Þegar um þetta er hugsað, er ekki furða, þó ýmsum sýnist dimmt framundan, sjái eins og þrotlaust skammdegi, endalausa nótt, grúfa yfir jörð mannkyns- ins. Getum við teflt nokkru fram móti svo hörmulegum veruleika, von gegn von? Þýðir fyrir okkur, sem sjálf erum oft eins og brotinn reyr eða rjúkandi kveikur, í öllu ófullkomin, í engu góðu nógu sterk, að hugsa til betri og bjart- ari framtíðar fyrir okkur og börn okkar, fyrir lífið?' Eða tjáir okkur að hrópa, eins og skáldið í gegn- um myrkrið svarta og gera þessa bæn frammi fyrir guði: „Gef mér dag í dauða, dag fyrir allt það myrkur" —? Eg vil svara því með einu ein- asta orði, orðinu undurfagra, sem stendur fyrir ofan þessar línur: Jól! Við eigum enn þá jól. Frá Guðs hendi er allt óbreytt. Eilíf lögmál hans haggast ekki, hvað sem á dynur. Eftir skemmstan dag hverfist landið okkar smám sam- an á ný í sólarátt. Og við undr- umst það ekki, af því að við vit- um, að svo var það frá upphafi, er og verður. En andlegu lífi okk- ar, örlögum mannlegra sálna, hef- ur Guð líka skapað lögmál, ó- hagganlegt og eilíft. Það gerði kærleikur hans. Vizka hans setti sólkerfum himnanna ákveðnar brautir. Dagur fylgir alltaf dimm- ustu nótt. En í óendanlegri elsku sinni gaf Guð mönnunum jól í skammdegi lífsins, eilífa trygging þess, að ekkert myrkur verður nokkru sinni of myrkt fyrir hann. Og tákn þessa alls er bara lítið barn, reifað og liggjandi í jötu. Ef við skiljum ekki þann einfalda sannleika, eigum við naumast nokkur jól. Því að þau eru ekkert, sem við sjálf sköpum. Þau eru ekki hátíðarbúningurinn, sem við leggjum til, hversu fagur sem hann er, ekki ljósin, sem við tendrum. Hin sönnu jól eru gjöf Guðs. Hið heilaga barn kemur úr dýrð himnanna, til þess að sýna okkur, hvað Guð elskar óumræði- lega heitt,' hvað hann metur okk- ur mikils í allri smæð okkar, að hann vill ekki, að við göngum í myrkrinu, heldur höfum ljós lífs- ins. Þess vegna eru gleðileg jól, hvernig sem umhorfs er í kring- um okkur, í höll, í hreysi, í ein- stæðingsskap og sorg, í heimkynn- um ástúðar og vináttu, við vöggu og gröf. Þess vegna^rofar allt af til í hinu svartasta skammdegi, þegar jólin koma. Og svo er enn. Að vísu er margt í helgihaldi þessarar hátíðar og yfir siðum, hér hjá okkur og um allan heim, sem virðist benda til annars en hins raunverulega gildis hennar fyrir mennina. En það allt sköp- um við sjálf og sumt af því getur beint eða óbeint orðið til þess, að við eignumst hin sönnu jól. Ann- að ef til vill varnað þess að ein- hverju leyti. Hvernig, sem það r Ný/a kirkjan (Myndina tók E. á Akureyri, Sigurgeirsson) er, þá er hitt fullvíst, að sjálf jólin, eins og Guð gefur þau mönnunum, koma enn. Lögmál hans haggast ekki. Kærleikur hans breytist ekki: „Frelsari heimsins fœddur erft. Og hvenær var meiri þörf hjálpræðis hans og lausnar, misk- unnar hans og mildi, trúar hans og hugarstefnu inn í þenna heim heldur en einmitt nú? Og er það of mikil bjartsýni að líta svo á, að í innsta eðli sínu séu mennirnir, þrátt fyrir allt, sífelldlega að vænta Frelsara síns og þrá að líkjast honum? Eða þekkjum við nokkurn þeirra, sem við þekkjum bezt, að hann ali ekki þessa þrá dýpst við hjartarætur, þrána eftir öllu því göfuga og sanna, hreina og fagra, því, sem aðeins einu sinni birtist í fullkominni mynd á jörðu, hjá honum, sem fæddist í jötu og dó á krossi? Það er sagt, að mennirnir séu aldrei eins góðir og á jólunum. Og undursamlegt er allt það, sem þá vitnar um elsku og samúð á meðal okkar, bróðurhug og góð- vilja. Þá þiðna margar frosnar lindir hörku og miskunnarleysis. Þá hverfur hið hrjúfa borð, sem svo allt of oft aðskilur okkur hvert |rá öðru á baráttusviðum hins hversdagslega lífs. Það er satt, að hátíðin í skamm- deginu vekur trúna á manninn, trú þess, að hann sé í innsta eðli sínu góður, og von þess og fyrir- heit, að búast megi við betri og bjartari tímum, þegar friður ríkir og bræðralag tekst með öllum mönnum. En dásamlegast alls er þetta, sem jólin vitna um Guð sjálfan, að hann sé góður og miskunn hans vari að eilífu. Og þessvegna er hún ótæmandi þessi fagnaðar- uppspretta, sem við krjúpum að á hverjum jólum. Dimmustu desemberdagarnir eru liðnir hjá þegar jólin koma. Landið okkar andstæðuríka, stór- brotna og fagra, hverfist aftur í sólarátt. Sá veruleiki fær okkur öllum óblandinnar gleðikenndar. En svartasta skammdegi grúfir enn svo víða yfir sporum mann- anna á þessari jörð. Vansælir og óvitrir vega þeir hver að öðrum og því bezta í sjálfum sér. Jól! Þetta eina orð með unaði Messur um jólii\ og nýárið. Aðfangadag, Akureyri kl, 6 e, h. Jóladag, A.kuieyri — 2 e. b. — Akureyri — 5 e. h. (barnaguösþjónusta) 2. i jólum, Lögmannshlíð, kl. 12 áhrtd — — Akureyri kl. 5 e. h. Gamalársdag, Akureyri — 6 e. h. Nyársdag, Akureyri — 2 e h.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.