Íslendingur


Íslendingur - 14.02.1941, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.02.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVII. árgangurl Akureyri, 14. febrúar 1941 Skólastjóraávarpið oy liðsinni blaðanna. i. Dagana 16.—19. septembermán- a4ar árið 1940 sátu um 30 for- ráðamenn barna- og ungmenna- skóla og annarra menntastofnana fund í Reykjavík til að ræða um sambýli þjóðarinnar, og þá fyrst og fremst skólaæskunnar, við hinn fjölmenna erlenda her, sem tekið hafði sér aðsetur í landinu. Oaf fundur þessi út ávarp til þjóðar- innar, sem birt var f flestum blöð- um landsins, og flestir kannast við undir nafninu »Skólastjóraávarpið*. í ávarpi þessu er almenningur hvattur til að »gæta í hvívetna sæmdar þjóðar vorrar« í hinu ó- hjákvæmilega sambýli við framandi þjóð, og bendir á, að slíkt sambýli hljóti að hafa »margvíslega hættu og örðugleika í för með sér*. í ávarpi þessu segir meðal annars: »Vér lítum svo á, að íslendingum beri að gæta sem mestrar varúðar f allri framkomu við hið erlenda setulið*, og: »íslendingum ber að sýna fullkomið hlutleysi í framkomu sinni, vera kurteisir, en þó einarð- ir, í þeim viðskiptum við setuliðið, er ekki verður komist hjá, er mikils virði, að æskulýð landsins sé bent á, að virðing þjóðarinnar, sæmd skólanna og sómi hvers nemanda er í hættu, ef út af er brugðið.* Og loks í lokaorðum ávarpsins heita skólastjórarnir á liðsinni allra 'góðra íslendinga að stuðla að því að halda heilbrigðum þjóðarmetn- aði vorum vakandi. II. Síðar um haustið héldu 14 æsku- iýðsfélög í Reykjavík sameiginleg- an fund til að ræða hið sama vandamál og skólastjórarnir höfðu gert. Meðal félaga þessara voru flest eða öll íþróttafélög höfuðstaðarins og stjórnmálafélög ungra manna úr öllum lýðræðisflokkunum. Féllu ræður manna á fundi þessum mjög á einn veg og voru samþykktar einróma ályktanir, er gengu f sömu átt og skólastjóraávarpið en voru þó að því leyti fyllri og ákveðnari, að tekið var þar skýrt fram, hvað fundurinn teldi óþarfa umgengni við setuliðið, Segir þar m. a.: »Fundurinn álítur, að í skemmt- analífinu geti leiðir fslenzkrar æsku og erlends setuliðs ekki legið saman. Telur fundurinn þessvegna: a.) Að skemmtistarfsemi æsku- lýðsfélaganna eigi að vera einungis fyrir íslenzka æsku, b.) Að það sé ekki viðeigandi, að íslenzk æska skemmti sér al- mennt á opinberum stöðum eða annarsstaðar með þeim mönnum, sem komið hafa hingað í þeim er indagjörðum að hertaka landið, . . . Fundurinn álftur, að það sé ó- viðeigandi og ástæðulaust, að æska bæjatins sitji veizlu- og dansboð með setuliðinu, í því felist aðeins vísir til nánara samneytís en nauð- syn krefur, en engin ókurteisi að færast undan slfku með tilliti til allra kringumstæðna * Svipaðar ályktanir voru síðar gerðar á sameigiolegum fundum æskulýðsfélaga í Hafnarfirði og Siglufirði. 111. Hér á Akureyri hafa þessi mál lítt verið rædd opinberlega, — meira að segja allt of lítið. Skömmu eftir nýárið birtist hér í blaðinu brot úr erindi um sambúðina við setuliðið, þar sem fram er sett sama skoðun og fram kemur í skólastjóraávarpinu og samþykktum æskulýðsfundarins í Reykjavík og bent á að dæmin hafi sýnt, að skóiastjóraávarpið sé ekki í fullum heiðri haft. Varð erindi þetta því valdandi, að tvö önnur bföð bæj- aiins, Alþýðumaðurinn og Dagur, tóku að skrifa um viðhorfið til setuliðsins í Alþm. birtist fram- haídsgrein, sem ^rtninn vantar að vísu í ennþá, og gengur hún mest út á að réttlæta samneyti al- mennings við setuliðið, sem skóla- stjórarnir höfðu svo alvarlega var- að við. Að öðru leyti er greinin skammir um kommúnista og naz- ista og dylgjur um, að Sjálfstæðis- blöðin þori ekki annað en látast vera á móti samneyti þjóðarinnar við setuliðið, af einskærum ótta við nazista. Á sýnilega með þessu að gefa í skyn, að ekki sé ástæða til að taka skrif íslendings um þetta mál alvarlega. íslendingur hefir mjög alvarlega varað við því, að almenningur léti pólitísk viðhorf stjórna afstöðu sinni til setuliðsins eins og komm- únistar hafa jafnan geit og greinar- höf. Alþ.m. gerir, en hann reyn- ir að afsaka sleikjuhátt þann, sem alltof margir íslendingar hafa >ýnt biezka hernum, með því að >von fólksins um frelsi og lýðræðis- skipulag í framtfðinni* sé »eins og stendur aðallega bundið við það, að Bretar og Vesturálfumenn--------- vinni sigur í yfirstandandi styrjöld * Heldur greinarhöf., að það hafi einhver áhrif á úrslit styrjaldarinnar, hvort hann eða hans Iíkar klingja staupum við yfirmenn brezka setu- liðsins á íslandi? Og heldur hann, að allir skólastjórarnir, sem vöruðu við nánu samneyti við setuliðið, séu mótfallnir »frelsi og lýðræðis- skipulagi í framtlðinni?* Nei, fyrir öllum þeim fjölda góðra íslendinga, sem fylgja vilja anda skólastjóraávarpsins og sam- þykkta æskulýðsfundanna, og þá menn er að finna í öllum lýðræðis- flokkunum, vakir ekki annað en það, að vija gæta sem bezt sæmd- ar þjóðarinnar, menningar hennar og tungu. En hvað fyrir höf. Alþýðum. greinarinnar vakir er örðugt að skilja. Pað er að vísu auðvelt að skilja, að hann brenni f skinninu eftir að geta stimplað alla þá Sjálfstæðismenn »nazista*, sem hafa þá einurö, er skólastjóra- ávarpið minnti á, en það er illa viðeigandi af honum að setja þann Framh. á 2. síðu. Sjáifstæðismáliö rætt á fundum Sjálf- stæðismanna á Akur- eyri og Siglufirði. Á fundi í Sjálfstæðísfél. Akureyr- ar 5. þ. m. urðu all langar umræð- ur urn Sjálfstæðismálið. Málshefj- andi var Sig. Eggerz bæjarfógeti, Að Ioknum umræðum lagði hann fram eftirfarandi ályktun, er sam- þykkt var með samhljóða atkvæð- um: »Með því að sambandslögin eru úr sögunni fyrir rás viðburðanna, en ríkisstjórnin hefir tekið konungs- valdið í sínar hendut til bráða- birgða, og með því að nauðsyn er á því, að endanleg og tryggileg skipun sé gerð um, hver fari með þetta vald, þá skorar fundurinn á Alþingi að gera stjórnarskrárbreyt- ingu í þessu skyni, enda gengur út frá, að vald þetta verði lagt í hendur þar til kjörnum forseta*. Á sameiginlegum fundi Sjálfstæð- isfélaga Siglufjarðar 4. þ. m. var eftirfarandi ályktun samþykkt með öilum atkvæðum: »Fundurinn telur eðlilegt og rétt að næsta Alþingi lýsi yfir, að það teji sambandslaga^ammnginn við Dam með öllu úr gildi fallinn vegna hinna gjöibreyttu aðstæðna og ómöguleika á framkvæmd hans, og gangi þar af leiðandi endanlega ftá sk'pan þeina mala, serir þar urn ræðir. Ennfremur skorar fundurinn á Alþmgi að hefj^st nú þegar handa um þær stjórnlagatrreytingar, sem 7, tölubl. NÝJA-Bió WBBKM Föstudags- og laugardags- kvöld kl. 9: SUouisBlues Paramount söng- og gaman- mynd gerð undir stjórn Raoul Walsh, — Aðalhlutverkin leika hin fagra söngkona Dorothy Lamour og Lloyd Nolan. Söngkvartettinn »The kings Men«, Matty Malnech og hljómsveit hans, Söngkór Hall Johnsorís Afburða skrautleg og skemmti- leg gamanmynd, sem gerist að nokkru leyti um borð í leik- syningaskipinu St, Louis Blues fjölbreyttar og íburðar miklar leiksýningar, ágætur söngur og hrífandi hljómlist. Sunnudagskvöld kl. 9: Oklahoma Kid Amerísk kvikmynd frá Warner Bros. — Aðalhlutverkin leika : JAMES CAGYEY og ROSEMARY I.ANE. Börn fá ekki aðgang. Sunnud. kl. 5: (Alþ^ðus.) Gullíver í Putalandi. I.O.O.F. = 1222149 = II. Slys. S1. sunnudag slasaðist nemandi úr Menntaskólanum, Jónas Kristins- son að nafni, er hann var á skíða- göngu í Hlíðarfjalli. Fékk hann svo slæma byltu, að hann missti meðvitundina um nokkurn tíma, og var hann fluttur í sjúkrahúsið. Leiddi læknisskoöun í ljós, að hann hafði fengið heilahristing og við- beinsbrotnað. til þess þurfa að stofnsefja hér lýðveldi. Verði þá jafnframt látin fara fram ítarleg endurskoðun á stjórnskipun landsins, er miði að því að tryggja að stjómskipun íslenzka lýðveldis- ins hvfli frá upphafi á réttlátum lýðræðis- og framtíðargrunnM

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.