Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 21.08.1942, Blaðsíða 2

Íslendingur - 21.08.1942, Blaðsíða 2
2 ÍSLÉNDINGUR r- Þejjar slminn hringir. sé rétthærri, en maðurinn, sem er á staðnum. Það væri naumast á- stæðulaust, þótt viðskiptavinur, sem fær ekki afgreiðslu, fyrr en a eftir símanotendum, færi leiðar sinnar,* Er ekki full ástæöa til aö verzl- unarfyirtæki, opinberar stofnanir og einstaklingar hugleiöi það, sem hér hefir veiiö dregið fram og reyni að koma á meira jafnretti á þessu sviði? Margir munu kannast við það af eigin reynslu, hversu oft það hefir tafið afgreiðslu þeirra í búðum eða á skrifstofum, að afgreiðslumaðurinn eða skrifstofumaðurinn hefir verið að svara í símann, áður en hann hafði lokið við að afgreiða þann eða þá, er bíða inni. Dæmi munu til, að þar sem einn maður er við af- greiðslu, fer hann e. t, v. tvívegis eða oftar í símann meðan hann er að afgreiða einn mann. Veldur þetta, sem vonlegt er, gremju og óþolinmæði meðal þeirra viðskipta- manna, sem verða fyrir löngum töfum vegna forréttinda símanot- andans. Nýlega var í Kaupsýslutíðindum grein meö fyrirsögninni: Þegar sfminn hringir, og fjallar hún um þetta efni. Og þar sem viðhorf það, er fram kemur í greininni, er fylli- lega vert íhugunar, leyfir íslendingur sér að taka upp meginhluta greinar- innar, sem er á þessa leið: > . , . Fyrir skömmu kom auð- ugur kaupmaður utan af landi inn til heildsala í höfuðborginni. Þeir fóru að seraja um viðskipti sín á milli, en innan tíu mínútna hringdi síminn. Einhver leitaði upplýsinga um smávörur, sem hann vanhagaði um. Stórkaupmaðurinn svaraði fyrir- spurnunum og mælti með vörum sínum, en ekkert varð þó úr við- skiptum. Varla hafði hann sleppt heyrnartólinu og snúiö sér aftur að kaupmanninum, þegar síminn hringdi aftur. Sama sagan endurtók sig, og tuttugu mínútur voru liðnar, áður en varði. Svo stóð á, að kaupmaðurina, sem varð að bíða þolinmóður, þurfti að flýta sér, til þess aö verða ekki af áætlunarbíl heiua til sín. Hann hafði þvf fengiö samkvæmt sérstakri beiðni, þennan ákveðna viðtalstíma. En nú varð hann, sem var á staðn- um að bíða, á meðan forstjórinn af- greiddi aðra viöskiptamenn, sem voru í fjarlægð Ef ákveðið hefði verið áður, að þeir símuöu á þess- um tíma, þá gat kaupmaðurinn, sem átti að koma á þessum tíma, ekki átt að gj'ítlda þess — og hann átti ikyiaust forgangsréttinn. Það má álíta, að menn, sem síma í viðskiptaerindum, hafi minni áhuga fyrir kaupum, en þeir, sem koma sjálfir, Peir, sem síma, hafa sjaldan fengið fyrirfram loforð fyrir símtali þann ákveðna tíma Fyrirhöfn þeirra er lítil, í samanburði við fyrirhöfn þeirra, sem eftir að hafa fengið á- kveðinn viðtalstíma, þurfa að koma á staðinn. — Á svo að eyða hinum umbeðna tíma frá heimsækjandanum, til þess að sinna þeim, sem síma fyrirvaialaust? Síminn er orðinn svo nauðsynleg- ur, að segja má, að ekki sé hægt að reka verzlun án hans, En eiga þeir, sem nota hann, þrátt fyrir það að nj<5ta forgangsréttar ? Á símanot- andi ekki fremur að bíða en heim- sækjandi? Getur hann ekki símaö seinna eða komið á ákveðnum tíma? ' Yfitleitt er ekki hægt að álykta lem A 1 '••*'•¦ • svo, að maðurinn, scm er í fjarlægö, AUglýSIÖ 1 ISI, Raddir lesendanna. Hættan af oliu- og benzíngeymunum á Oddeyrartanga. Fyrir nokkru vildi það til, að benzrasprenging varö í erlendum bát hér á höfninni, framund- an gamla barnaskólanum. Báturinn mun hafa verið í ca, 200 m. fjar- lægð frá húsinu, en þó varð loft- þrýstingurinn það mikill, að hann braut nokkrar rúður 1 gluggum á framhlið þess og eina rúðu í sam- komuhúsinu. Síðan þetta skeði hefur sú hugs- un sífellt ásólt mig, hve gífurleg hætta bænum \stafar af olíu- og benzíngeymum h. f, Shell hér á Tanganum. Enginn gæti sagt fyrir, hversu gífurlegt tjón á eignum og mannslífum sprenging í svo stórum benzíngeymi gæti valdið. Hér i bænum hefir verið skipuð loftvarnarnefnd til að annast allt það sem í okkar valdi stendur til aö dregið verði úr hættu af loft- árásum. Hér hafa verið fram- kværadar loítvarnaræfingar og hjálp- arsveitir skipaðar. Um þetta er gott eitt að segja. Það hafa kom- ið fram tillögur um byggingu loft- varnarskýla, en þeim tillögum hefir ekki verið sinnt. Enda hæpið að þær ráðstafanir kæmu hér að veru- legu gagni, En ráðstafanir gerðar til að diaga úr hættu bæjarins af benzíngeymunum á Oddeyrartanga mundi stórléga auka öryggi hans. Þessi hætta er líka eins og kunn- ugt er vegna slysni bæjarstjórnar- innar, að hafa leyft byggingu geym- anna á þessutn stað. Eðlilegasta ráðstöfunin væri sú að flytja geym- ana burtu af staðnum. Geyinarnir tómir eru ekki svo þungir, að það ætti að vera vel framkvæmanlegt. Sá stærri mun vera um 25 tonn en sá minni um 20 tonn. 3?að mætti vel setja þessa geyma út á sjó og fleyta þeim þangað, sem hentugt þætti að hafa þá. Viö gerum að sjálfsögðu kröfur til erlenda setuliðsins, að það stofni okkur ekki í hættu með aðgerðum sínum. En fyrst og fremst ber okk- ur að gera það sem stendur í okk- ar valdi til aö auka öryggi bæjar- búa. Og ef við gerum það, mætti vænta enn tneiri árangurs um við- leitni okkar til áhrifa á öryggisráð- stafanir erleada setuliðsins. Bœjarbúl Jarðarför Eggerts Einarssonar kaupmanns, sem andaðist 14. þ. m, fer fram laugardaginn 22. ágúst og hefst með bæn að heimili hans Strandgötu 21 kl. 1,30 eftir hádegi. Eiginkona og börn. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarð- arfor Baldvins Sigurðssonar £rá Höfða. i Aðstandendur. Innilegustu þakkir sendúm við öllurh þeim, sem sýndu okkur vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, Bergljótar Sigurðardóttur. ' • Systkinin. Innilega þakka eg öllum þeim, er auðsýndu mér samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför sonar míns, Jóhanns Sigurgeirs Baldvinssonar. — Guð blessi ykkur öll. Margrét Jónsdóttir. Flugvélaárás á vita. Síðari hluta s. {, þriðjudags skaut þýzk sprengjuflugvél á tvo vita við Skagafjörð. Var annar vitinn svo- nefndur Hegranesviti en hinn vit- inn á Skagatá. Nokkrar skemmdir munu hafa orðið á vitunum, en engin slys á mönnum, þar sem báðir vitarnir voru mannlausir, þegar árásin var gerð. Skömmu áður hafði þýzk flugvél flogið hátt yfir Reykjavík, og voru gefin þar hættumerki. Er álitið að sú ('lugvél hafi heimsótt vitana. Stiórn Verzlunarmannafé lagsins á Akureyri mæiist tii þess, að félagsfólk fjölmenni við jarðarför Eggerts Einxrssonar kaup- manns, er hefst að heirhili hans kl. 1,30 e. h á morgun. Héraðsmót það, er Sjálfstæöii- félögin boðuðu til s. 1. sunnudag, fórst fyrir vegna óveðurs, Hjónaband: Ungfrú Marfa Brynjólfsdóttir símamær og Skúli Bjarkan cand. phil, Ný hækkun farm- gjalda. Eimskipafélag íslands hefir farið fram á 50/^ hækkun farmgjalda f Ameríkusiglingum, og þar sem fé- lagið hefir tapað mjög á þessurh siglingum undanfarið, hefir hækk- unin verið Ieyfð. Hefir áhættu- þóknun skipshafna nýlega hækk- að til muna- Pá er búist við, að ekki verði unnt að fá leiguskip til vöruflutn- inga framvegis, og hlýtur það að leiða til þess, að innflutningur til landsins minnki stórlega. Fimmtugsafmæli átti Stein grfmur Hansson verkstjóri 17. þ. m. Ikviknun. S. 1. sunnudagskvöld kom upp eldur í Matarkjallaranum Hafnarstræti 105 hér í bæ. Ilafði kviknað þar í fitupotti, en enginn maður verið viöstaddur þá stundina. Slökkviliðið náði fljótt aö buga eld- inn, og nrðu ekki miklar skemmdir á húsinu, en innanstokksmunir skemmdust nokkuð af vatni. «HWKHS<HKHKHWHWX8KHKHKHKHW«H5W^^ Við þökkum innilega þeim, sem glöddu okkur með skeytum, gjöfum og heimsóknum á 50 ára hjúskaparafmæli okkar, 14. þ. m. Akureyri, 17. ágúst 1942. e\ Aðalheiður Jóhannsdóttir, Guðmundur Sigurgeirsson, Hólabraut 17. WKttKKHKHKMHMHtHeHMHMMWHe^^ llllllllllllll!llllllllllllllllllllllllll!llll!!lllllllllllllll]IUIiiUIIU!lllllllllll|liUiUIIIIIIIIIIII!llllllllllllllllllllllin Innilega þakka ég öllum, sem sýndu mér vinarhug á sjötugs- | I afmæli mlnu 14. ágúst síðast liðinn. Elísabet R. QuOmundsdóttir guiuiiiiuiiiiiiiiiiiuiiinfliiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiuiiiuiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiii Munkaþverárstræti 18. iwsnraininiiiiifflinaiutiiiiiiiaiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiinil

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.