Íslendingur


Íslendingur - 16.07.1943, Blaðsíða 1

Íslendingur - 16.07.1943, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR • / . , i * Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXIX. árg. Akureyri, 16. júlí 1943. 28. tölub. Umræðurnar um sjálfstæðismálið. Alyktun liæjar- stjórnar. SeyðisSjaröar í sjálf- stæðismálinu. NÝJA-BIÓ Föstudag kl. 9: Ötvarp Ameríka! Laugardag kl. 9: íslenzku blöðin hafa skrifað all- mikið um sjálfstæðismál þjóðarinn- ar síðustu vikur. Blöð þriggja stærstu stjórnmálaflokkanra eru eindregið fylgjandi frumvarpi milli- þinganefndar í stjórnarskrármáiinu, þar sem lagt er til að lýðveldi verði stofnað á íslandi eigi síðar en 17. júní 1944, Og þar að auki hafa ýms ársþing gert samþykktir um eindregið fylgi sitt við þær til- lögur. svo sem Landsfundur Sjálf- stæðismanna, Sambandsþing U. M. F. í. og almennt kennaraþing. Á- lyktun Landsfundar Sjálfstæðis- manna hefir áður verið birt hér í blaðinu, og er því ekki þörf á að lýsa henni nánar hér. Kénnara- þingið segir svo í ályktun sinni, að það telfi »hina b ýnustu nauð- syn, að -íslenzka þjóðin fylki sér einhuga um sjálfstæðismál sín á þes'um alvarlegu tímum og leggur áherzlu á, að stofnað verði lýðveldi á íslandi svo fljótt sem verða má«. En í ályktun sambandsþings U. M. F. í. segir meðal annars: »Pingið skorar á Alþingi og ríkisstjórn, að halda fast við þær ákvarðanir, sem þegar hafa verið teknar varðandi sjálfstæðismálið, að ísland verði sjálfstætt lýðveldi eigi síðar en 17. júní 1944 og vísar í því sambandi til ályktunar síðasta þings U. M- F. í. að Haukadal 1940 um þetta mál. Sambandsþingið beinir til ung- menna um land allt, að glæða skilning og áhuga þjóðarinnar á sjálfslæðismálinu, svo að hún standi einhuga, þegar það verður lagt fyrir haria með almennri atkvæða- greiðslu*. Pað er ánægjulegt að fá slíka ályktun í þessu máli frá einni merk- ustu og þjóðhollustu æskulýðs- hreyfingu í landinu, sem stendur utan við stjórnmálaþrasið og flokka- deilurnar. En það er að sama skapi raunalegt að vita að 3 blöð tveggja stjórnrnálaflokka, að vísu lftilla og minnkandi, berjast hat- ramri baráttu gegn því, að íslend- ingar taki sjálfir stjórn allra sinna mála í eigin hendur, eftir að sam- bandslagatímsbilið er útrunnið. En þessu er þó þannig farið. For- söngvararnir: Árni frá Múla og Halldór Jónasson fengu liðsauka í aðalmálgagni Alþýðuflokksins, og hefir það um all langt skeið und- anfarið birt hverja greinina af ann- arri f blaðinu gegn skilnaði við Dani á næsta ári, og hafa skrif Jóns Blöndal um málið verið furðulegust af öllu ei þar birtist- Pá virðist mega ætla af skrifum fornianns Alþýðuflokksins Stefáns Jóh. Stefánssonar um málið, að hann sé að snúast í lið með and- ófsmönnum. Eina grein hefir þó blaðið birt um Sjálfstæðismálið eftir Ólaf Friðriksson (Ólaf við Faxafen) sem stingur mjög í stúf við hinar,' og sýnir hún, að Alþýðuflokkurinn lítur ekki óskiptur á málið frá sjón- ar.miði Dana. Allir leggja andófs- mennirnir áherzlu á biðina, að ekk- ert liggi á að stofna lýðveldi fyrri en eftir ófriðarlok og að afstöðn- um viðræðum við Dani, en ekki skilgreina þeir nánar, hvað við eig um við þá að ræða. Peir óttast, að Danir styggist af því, að við höldum okkur við þá stefnu í mál- inu, er Alþingi hefir oftar en einu sinni lýst yfir, og Dönum er því að fullu kunn. Slíkur ótti er mjög ástæðulítill og engum íslendingi samboðinn. Væntanlega fá þeir menn litla á- heyrn hjá þjóðinni, sem vilja láta bíða og bíða með sambandsslitin, þangað til sigurvegararnir í heims- styrjöldinni geta »ráðstafað« íslandi eftir þvf sem þeim bezt líkar, Því að meðal þessara andófsmanna eru að sjálfsögðu nokkrir, sem kunna enn bezt við ísland sem »danska eyju«, eins og nazistunum þýzku þóknaðist að nefna það eftir að þeir hertóku Danmörku. Og það er vissulega raunalegt það hlut- skipti, að gerast málpípa slíkra manna af misskilningi á eðli máls- ins, eins og ætla má urn suma þá, er í andófinu standa. Einum andófsmannanna hefir í blaði sínu hugkvæmst að nefna Sjálfstæðismálið »sókn gegn frænd- þjóðunum«. Svo barnalegur er skilningutinn á málinu. Og hví getur þá ekki barnaskapurinn verið orsök þess, að íslenzk b öð gera sig sek um »sókn gegn« hags- munum íslands og fullu frelsi þjóð- arinnar ? En við skulum vona að þau vakni til skilnings sem fyist. Dánardægur Nýlega er látin að heimili sínu Brekkugötu 35 hér í bæ ungfrú Hulda Benediktsdóttir, dóttir hjónanna Margrétar Sveins dóttur og Benedikts Benediktsson- ar kaupmanns. Hún var aðeins rúmlega þrítug að aldri, en haíöi um mörg ár átt við vanheilsu að stríöa, Á ftrndi sínum 5. júli 1943 sam- þykkti bæjarstjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar eftirfarandi ályktun ein- róma: »Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaup- staðar lýsir sig eindregiö fylgjandi því, að lýðveldi verði stofnað hér á landi, og skorar á Alþingi, þegtr það kemur saman í sumar eða haust>, að samþykkja án tafar stjórnarskrá fyrir lýðveldið, og verði hún látin ganga í gildi svo fljótt sem fram- ast er unnt og eigi síðar en 1. íe brúar 1944. Bæjarstjórnin vill í sambandi við afgreiðslu þessa máfs leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: 1. Með mál þetta verði farið sem algert sérmál Islendinga. Engar samningaumleitanir varðandi það verði upp teknar við dönsku stjórn- ina og af.skiptum hennar og ráð- leggingum annarra þjóða, eí fram koma, vísað á bug. 2. Ef nauðsynlegt þykir, að þjóð- aratkvæðagreiðsla verði höfð u,n málið, þá verði hún látin fram faia eigi sfðar en fyrri hluca janúarmán- áðar n. k. og standi yfir svo marga daga sem þurfa þykir, svo tryggt sé, að allir sem vilja, fái neytt at kvæðaréttar síns. Atkvæði verði talin heima í hverju kjördæmi að lokinni atkvæðagreiðslunni. 3. Minningardagur um endurreisn lýðveldis hér á landi, sem einnig verði gerður að minningardegi Jóns Sigurðssonar verði hafður einhvern dag á tímabilinu frá 10- júlí til 10. ágúst. t, a. 2. ágúst ár hvert. Vegna veðurfars og staðhátta einkum á Austfjöiðum og víða um land verð- ur að telja 17. júní miður heppi legan sem þjóðhátíðardag. Fá vill bæjarstjórnin skora á atla stjórnmálatlokka að hefja nú þegar sameiginlega sókn í blöðum og út- varpi og með fundahöldum, til þess að vekja áhuga og styðja að ein- ingu þjóðarinnar í þessu stærsta velferðarmáli hennar. Leiðrétting. Sú villa slæddist inn í frásögn síðasta blaðs af sýn- ingu »Orðsins«, að Leikfél. Akur- eyrar hefði sýnt það, en átti vitan lega að vera Leikfclag Reykjavíkur, eins og annars má ráða af niður- lagi frásagnarinnar. Aíessað í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag, kl, 2 e. h. Driiíur reiðinnar Surtnudag kl. 3 : Klaulskir kúrekar Sunnudag kl. 5 og 9:‘ Útvarp Ameríka! V\ Karlakórinn „Fóst- brœður" sem verið hefii í söngför um No:ðurtand, hélt tvo samsöngva f Nýja Bíó hér í tok næstsíðustu viku, hinn fyrri á föstudagskvöldið iyrir troöfullu húsi. Á undan söng þeirra söng Geysir »Sangei hilsen* eítir Grieg við nýtt Ijóð eftir Davíð Stefánsson og formaður Geysis, J?. Þorsteinsson, ávarpaði Fóstbræður og bauð þá velkomna. Formaður Fóstbræðra, Sig. Waage, þakkaði. Söng kórinn sfðan mörg lög við mikla hrifni áheyrenda og varð að enduitaka mörg þeirra. M. a. söng hann þjóðlagasyrpu, raddsetta af Emil Thoroddsen, og Ólaf Tryggva- son eftir Reissiger. Einsöng í skozka laginu »Loch Lomond« söng Hol- ger P. Gíslason, en hann hefir mjög viðfelldna ,og góða tödd. Undirlei.k í söngnum annaðist Gunnar Möller. Margir blómvendir voru færðir söngstjóranum, Jóni Halldórssyni Rádist á færeysk skip við Is/and. Samkv. tilkynningu frá herstjórn- inni réðst þýzk íiugvél á færeyskt fiskiskip við norðausturströnd ís lands 7 þ. m. og skaut á það af vélbýssu og fallbyssu. Særðist einn hásetinn af kúlu, er hann fékk í bakiö. Daginn eftir réðst aftur þýzk flugvél á annað færeyskt skip út af Austfjörðum, stíkkti því og drap tvo menn af skip>höfninni. Annaö færeyskt skip kom að og biargaði skipshöfn í land á Austfjörðum. 80 ára varð 9 þ m. Guðrún BrynjólEsdéttir Glerárgötu 1, ekkja Guðtnundar heit, bóksala.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.