Alþýðublaðið - 13.09.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1923, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ t Kanpdeilan. Eftlr sjömann. (Ni.) Forsætisráðherra Sigurður Egg- erz tók málið upp af pýju. Hann hafði þá aðferð að kalla á fund sinn hvorn málsaðila út af fyrir sig og reyna á þánn hátt að koma samningum á. Fulltrúar sjómanna lðgðu hið sama til grundvallar hjá fo sætisráðherra og þeir hðfðu iagt hjá fyrirrenn- ara hans, en tóku fram, að til samkomulags yrði vikið eitthvað frá því. Forsætisráðherra kom þá fram með það, að hann vildi hækka tiiboð útgerðarmanna þannig, að ekki bæri á milli meira en 130 kr., reiknað með níu mánaða úthaldi. Síðan yrði þessum 130 kr. skift niður á báða áðiija. Þössu höfnuðu útgerðar- menn einnig. Þá b.r forsætis- ráðherra fram skilorðsbundinn gerðardóm, þannig, að kaupið mætti aidrei fara yfir 240 kr. á mánuði og aldrei vera lægra en 210 kr. á saltfiskveiðum og aldrei lægra en 230 kr. á ísfiskveiðum. Þessu höfnuðu útgerðarmenn einnig. En síðar buðu útgerðar- menn 210 kr. á máouði á sáit- fiskveiðum og 230 kr. á mánuði á ísfiskveiðum. Því höfnuðu full- trúar sjómanna, fyrst og fremst af því, að í þessu tiiboði var alt ot mikil kauplækkun, og svo af þeir'ri á tæðu, að þeir voru ekki að semja fyrir neina sérstaka menn innan heildarinnar, heidur fyrír aila heiidina. Komu tull- trúar sjómanna enn þá fram með tilboð, sem þeir þó í raun réttri höfðu a!Is ekki leyfi til að gera og tóku það Ifka fram, að það væri óvíst, að þeir fengju því framgengt í félaginu, en þeir skyldu gera það, sem þeir gætu, til þess að koma því fram, ef útgerðarmenn vildu gánga að þvf. Það var 200 kr. á mánuði yfir fiskitímann, jafnt á ísfiski sem saltfiski og 5 aura þóknun til manns at hverju sterlingspundi, sem skipið seldi fyrir, og 25 aura af hverju saltfiskstonni, sem skipið fiskaði. Það, sem fulltrúar sjó- manna höfðu fram að færa með þessu tilboði sínu, var þaðv að frá því fyrsta, að þilskipaútgerð hófst hér á Iandi, hefir það alt af viðgengist, að menn haía tekið kaup sitt ýmist að öliu eða nokkru leyti af Bfla skips- ins; þannig höfðu til dæmis á haldfæraveiðum sumir háKdrætti, en aðrir >premíu< af hverjum fiski, sem þeir drógu, og enn aðrlr mánaðarkaup og »premíu< af hverjum fiski, sem þeir drógu, eða þá mánaðarkaup og >pre- míu< af hverju skippundi, sem þeir drógu. Þannig var áhætt- unni dreift af útgerðarmöonun- um og yfir á hásetana, og ef vel gekk, þá fékk hásetinn hlut- deild í því líka. í þessu til- boði sjómannafulltrúanna innifólst þetta. Ef salan gekk ilia á ís- fiski, þá var kauplækkunin komin, og ef salan gekk verulega vel, þá náðist kaupið að miklu leyti upp, og sama er að segja um saltfisksveiðarnar. Hitt þarf ekki að minnast á, að þarna fengu útgerðarmenn það, sem lítur út fyrir að þeim sé fyrir mestu, og það er meginatriðið í þessu máli. Þarna var þeirra taxtanákvæm- lega fylgt. Þossu gátu þeir nú samt neitað. Jón Óiafsson sagði, að það kæmi. ekki til að taka þessu af því, að útgerðarmenn hecðu nú nógu marga, sem voru >upp á brúttóe, þar sem væru skipstjórar og stýrimenn, þótt ekki væri nú farið að bæta við. í sama strenginn tók Páll Ólafs- son, en Hj Iti Jónsson vissi fyrir fram, hvað skipin seldu fyrir, og fékk þá út kauphækkun og gat ekki gengið inn á tilboðið þess vegna þrátt fyrir þáð, þótt skipið með þeirri sölu, sem Hjalti talaði nm, hefði stóran gróða af sölunni. Af þessu er ekki hægt að draga aðra álykt- un en þá, að útgerðarmenn vifji eiginlega ekki neitt annað en það að leggja skipunum. Þeir viljs ekki borga sama kaup, sem er, og þeir vilja ekki heldur lækkun á kaupi, Hvað viija þeir þá? Nú er eftir hið síðasta að þessu sinni, og það er gerðar- dómstilboð forsætisráðherra, skil- yrðisbundið þannig, að kaup- deilumálið sé lagt alt f gerð. Fulltrúar sjómanna lýstu sinni afstöðu til þess þannig, að þeir væru að grundvallarskoðun á móti gerðardómi, en þei*- gætu Stangasápan með blámannm fæst mjög ódýr í KaupfélRginn. iátið það koma fyrir fund fé- Iagsias, og gætu þeir þó ekki at áður sögðu mælt með því, en þeir skyldu heldur ekki berjast á móti því, og þar sem fulltrúar útgerðatmanna voru svo ósvífnir við fullfrúa sjómanna að bera það á þá, að þeir bæru alt rangt til féiaga sinna og snéru öllu við, þá buðu þeir forsætis- ráðherra á fundinn, svo að hann tengi tækifæri til þess að íylgja sinni tillögu þar fram og einnig færi á að leiðrétta, ef rangt væri farið með, og enn fremur að ganga-úr skugga um, hvort full- trúar sjómanna héldu lo^orð sitt um hiutleysi við þessa tillögu. Öll heit um það voru haldin á fundinum. Forsætisráðherra taláði oft með tiilögunni, og svo fór, að tillaga, sem kom fram um að hatna gerðardómi, var sam- þykt með ;oó atkvæðum gegn 9. Áður en ég legg pennann frá mér, vil ég benda mönnum á samræmið(i), sem f þessu er hjá útgerðarmönnum. Þeir hafa nú, sem þeir kallá teygt sig upp í 230 kr. á mánuði á ísfisksveið- um og þykjast ekki getá borgað meira sökum þsss, að útgerðin beri það ekki. Þá ber þarna á miili io kr. á mánuði á mann, Það verða — og er vel í Iagt — 140 kr. á mánuði á skip. Taki menn eftir! Það er á hvert skip, sem þessi 140 kr. mismunur kemur. En þeir getá látið skipin Uggja í görðunum eða úti á ytri höfn, og það kostar frá 6 tii 8 þúsund krónur á mánuði fyrir hvert skip. Hvaðan koma þeim peningar til þess arna ? Ef þeir eiga sjálfir peninga til þessa, þá geta þeir vitanlega eins og engu sfður greitt þennán 140 kr. kaupmis* mun. Sé það aftur á móti ís- Iandsbanki, sem borgar þetta fyrir útgerðarmenn, þá er það víst slveg ný fjármálaspeki, sem þarna kemur fram, og ætti þá að heita fjármálaspeki Eggerts Claessens. Nú er það vitanlegt, að Egg- ert Claessen hefir sagt; Ef nokk

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.