Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 38
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR30 folk@frettabladid.is Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival 2011, Undir jökli verður haldin í annað sinn dagana, 5-7. ágúst, á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Um þrjátíu íslenskir flytjendur koma fram á hátíðinni í ár, þar á meðal Beatmakin Troopa, Epic Rain, Krummi, Prins Valium, Stereo Hypnosis og Steve Sampling. Einnig stíga á svið tveir erlendir tónlistarmenn, þeir Biosphere og Solar Fields. Í ár verður hátíðin til- einkuð raftónlistarfrumkvöðlinum Bjössa Biogen, sem lést í byrjun þessa árs. Extreme Chill-raftónlistarkvöld hafa verið haldin reglulega síðan 2007 í Reykjavík við góðar und- irtektir. Extreme Chill er hugar- fóstur þeirra feðga Pan Thoraren- sen og Óskars Thorarensen (Stereo Hypnosis) og Andra Más Arnlaugs- sonar. Miðaverð á hátíðina er 5.500 kr. og fer sala fram á Midi.is og í verslunum Brim á Laugavegi og í Kringlunni. Raftónar undir jökli SKIPULEGGJA HÁTÍÐ Pan Thorarensen og Andri Már Arnlaugsson eru mennirnir á bak við Extreme Chill ásamt Óskari Thorarensen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sundbíó Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, hefur verið flutt úr Sundhöll Reykjavíkur í innisundlaug Laugardals- laugar. Í þetta sinn verður sýnd ævintýramynd- in The Never- Ending Story frá árinu 1984. Íslenskir tón- listarmenn ætla einnig að mæta á svæðið og flytja sína útfærslu af titillagi myndar- innar sem Limahl gerði ódauðlegt á sínum tíma. Meðal mynda sem hafa áður verið sýndar í Sund- bíóinu eru Jaws og Some Like It Hot. Forsala miða á er hafin á heimasíðunni Riff.is. Ævintýri í sundbíói SAGAN ENDA- LAUSA Kvikmyndin The NeverEnding Story verður sýnd í sundbíóinu. Tökur á sjónvarpsþættinum Holland‘s Next Top Model fóru fram í Reykjavík í síðustu viku. Keppendurnir í þættinum áttu að koma fram á tískusýningu á Ingólfstorgi, en hún var færð inn í Hörpu, þar sem þessar myndir voru teknar. Hollensk fegurð í Hörpu HRESSAR STELPUR Stúlkurnar sex sem eftir eru í keppninni um að vera næsta toppfyrirsæta Hollands ásamt þáttastjórnandanum. MYNDIR/KÁRI SVERRISS Á SÝNINGARPALLINUM Stúlkurnar eru augljóslega orðnar sjóaðar í tískufræð- unum eins og sést á þessari mögnuðu pósu. TIGNARLEG Já, svona á að gera þetta, gæti einhver hugsað. ÖRYGGI Þrátt fyrir að hún væri í fjar- lægu landi skein öryggið úr andliti þessarar stúlku. 8 MILLJÓNA DALA launahækkun bíður Jennifer Lopez fyrir dómarastörfin í American Idol, en hún skrifaði nýlega undir nýjan samning. Hún fékk tólf milljónir dala fyrir fyrstu þáttaröðina og fær tuttugu fyrir aðra. VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/APES SENDU SMS SKEYTIÐ ESL APE Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! VILTU VINNA MIÐA? þróun sem varð að byltingu 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA KOMIN Í BÍÓ!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.