Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.08.2011, Blaðsíða 20
Kynning – auglýsing Tilbúin efni í snyrtivörum geta verið varasöm en þeir sem vilja náttúrulegar snyrtivörur þurfa að leita þær uppi og læra að lesa á umbúðirnar. Á slóðinni www.heilsa.is er að finna lista í fimmtán liðum yfir efni sem ætti að varast. ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA St. 36-41 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 37-41 St. 36-41 Verð: 6.575 Verð: 6.595 Verð: 6.295 Verð: 5.895 Haustvörur komnar. Útsölulok FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins byrjaði á megrunarkúr í gær, sem kallast „íslenski kúrinn“. Kúr- inn felst í því að borða einung- is íslenskan mat. Sigmundur veit ekki til þess að fleiri hafi reynt svipaðan kúr. „Fólk er strax byrj- að að senda mér uppskriftir, til dæmis íslenskt brauð eingöngu úr íslenskum hráefnum. Hver veit nema ég prófi það,“ upplýsir Sigmundur Davíð en bætir við að í upphafi muni hann láta sér nægja að vörurnar séu fullunnar á Íslandi. „Því ég verð að geta drukkið smá kaffi.“ Inntur eftir því af hverju Sigmund- ur Davíð hafi ákveðið að fara á íslenska kúrinn segir hann: „Í fyrsta lagi var ég orðinn allt of feitur,“ en Sigmundur hitti melt- ingarlækni fyrir stuttu. „Hann tal- aði mikið um gæði íslenskrar mat- vælaframleiðslu og sagði að fólk ætti helst bara að borða íslenskan mat.“ Upp úr samræðunum við meltingarfræðinginn spratt sú hugmynd að búa til megrunar- kúr sem byggði á því að borða bara íslenskan mat. „Þá kemur bæði til hollustu þátturinn og ef ég man rétt þá er bara helm- ingurinn af þeim mat sem við borðum framleiddur hér. Ef ég sleppi öðrum matvælum og bæti engu við, þá borða ég bara helm- inginn af því sem ég borðaði áður,“ segir Sigmundur og tekur fram að það sé ekki alveg raunhæft. „Ég ætla að bæta við íslenska matinn og borða meira af honum. Jafvel þótt ég auki hann um helming er ég samt bara í 75 prósentum af því sem ég var vanur að borða.“ Sigmundur Davíð stefnir að því að taka einn göngutúr á dag með íslenska kúrnum. „Við sjáum til með ræktina,“ segir Sigmund- ur Davíð, sem vegur nú 108 kíló. „Vonandi kemur þetta mér undir hundrað kíló. Það er markmiðið til að byrja með.“ martaf@frettabladid.is Mun bara borða íslenskt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, byrjaði á íslenska kúrnum í gær. Hann veit ekki til þess að fleiri hafi reynt kúrinn, sem gengur út á að borða bara íslenskan mat í öll mál. Skilyrðið er að vörurnar séu fullunnar á Íslandi því Sigmundur vill geta drukkið smá kaffi. Maxim Sensitive gerir mikla lukku hjá þeim sem hafa orðið fyrir því að finna fyrir kláða eða sviða af hinum venjulega Maxim svita- stoppara. Fjöldi manns úti um allan heim lofar Maxim Sensi- tive á spjallsíðum. Fólk talar um nýtt líf svo eitthvað hlýt- ur þessi uppfinning að vera að hjálpa því,“ segir Sandra Lárus- dóttir hjá AT Hús ehf sem flyt- ur inn svitastopparana Maxim og Maxim Sensitive. Í þeim síðarnefnda, sem nýkominn er á markað, er nær þriðjungi minna af virka efninu Alum- inium Chlorid en í hinum upp- runalega, eða 10,8% í stað 15%. Sandra segir ofsvitnun geta valdið mikilli röskun á lífi fólks, bæði í starfi og leik. Maxim svitastopparinn hafi haft mikil áhrif til góðs fyrir þann hóp. Sumir finni þó fyrir aukaverk- unum eins og k láða og sviða sem of t meg i reyndar rekja til mistaka í notkun. „Það er nauðsyn- legt að fara eftir leiðbeiningum sem fylgir Maxim svitastopparann og not a ha n n sparlega, einkum í fyrstu, og bara snerta húðina létt en ekki bera hann á eins og venjuleg- an svitalyktareyði,“ tekur hún fram. En fyrir þá sem hafa við- k væma húð seg ir Sandra Maxim Sensitive góða lausn og til dæmis ákjósanlega fyrir ung- linga ef of mikil svitamyndun sé vandamál hjá þeim. „Ég er ekki að mæla með því að krakkar noti sterka svita- stoppara ef þeir komast hjá því en það er hvimleitt á unglings- aldrinum að stríða við mikinn svita,“ segir hún og kveðst þekkja d æ m i u m slíkt. Bera má Maxim í andlit og undir hendur og fætur að sögn Söndru en bara með því að setja smávegis af efninu á fingur- gómana og dumpa svæðið. „Þetta á að gera fyrir háttinn,“ segir hún. „Sumum nægir eitt skipti, öðrum fimm og svo þarf ekki að endurtaka leikinn fyrr en eftir viku eða þar um bil.“ Nýir söluaðilar Maxim hafa bæst við þá sem fyrir voru. Þeir eru nú: Apótek Garðabæjar, Apótekið. Apótek Vesturlands, Árbæjarapótek, Butik.is. Choke, Femin.is, Fjarðarkaup, Hag- kaup, Hressó Vestmanneyjum, Laugar Spa, Lyfja, Lyfjaborg, Lyfjaval, Lyfjaver, Reykjavík- urapótek, Rimaapótek, Urðar- apótek, Verði þinn vilji og World Class. Fólk talar um nýtt líf Svitastopparinn Maxim hefur reynst bjargvættur þeim sem kljást við mikla svitamyndun. Einstaka finnur samt fyrir kláða eða sviða. Nú er komin ný útgáfa, Maxim Sensitive, fyrir þá sem hafa viðkvæma húð. Sandra Lárusdóttir innflytjandi Maxim og Jaclyn Leigh innkaupastjóri í Hagkaup, Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslenskt skyr verður meðal þess sem Sigmundur Davíð mun borða. M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.