Alþýðublaðið - 13.09.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.09.1923, Blaðsíða 3
ur ætlar að brjóta sig út úr útgerðdrmannahriDgnum, þá þarf sá hinn sami ekki að reyna að íá lán hjá mér. £>að eru hér víxlar, sem þér þuífið að borga áður en þér farið út. Þannig þröngvar þessi herra þá skip- stjórum, sem viija fara út með hinu gamla kaupi. Þáð, sem landsmenn eiga nú að gera, er að hrópa slíkan Inndsfjörtjónsmann af, því að það verður vart kallað annað en landsfjörtjón að !áta skipin liggja bundin nú, þegar sá tími er koiniun, að sölumarkaður er orðinn viðunanlegur. Pjóðnýtt skipulag á framleiðslu og verzlun í. stað frjálsrar og skipulagslausrar framleiðslu og verzlunar í höndum ábyrgðarlausra einstaklinga. Frá Egfprt Claessen Tíl ritstjóra Alþýðublaðsins. Út af greinum þeim, sem biizt hafa nú síðustu dagana í blaði yðar viðvíkjandi afskiftum mín- um af hásetaverkfallinu, skal ég taka það fram, að ég- hefi álls ekki reynt að Jiafa nein áhrif á það, hvaða kförum útgerðarmenn gengju að, en ég hefi viljað styðja að því, að útgerðarmenn stæðu saman um þær samþyktir, sem þeir gerðu, þó afskitti mín hafi ekki verið á þann veg, sem Alþýðublaðið hefir sagt. Bréf þetta bið ég yður að birta f blaði yðar á morgun. Reykjavík, ii. sept. 1923. Eggert Claessen. Alþýðublaðinu var þetta bréf Eggerts Claessens kærkomið og er ánægja að birta það, því að í því er fálin viðurkenning hans á því, sem Alþýðublaðið hefir sagt. Hann játar, að hann hafi viljað >styðja að þvf, að útgerð- armenn stæðu saman um þær samþyktir, sem þeir gerðuc, en þær samþyktir kveða á um það, hvaða kjörum þeir gangi að, _TEÍ>YÐÍJBLA£>I£> $ AHilBnáraiðneraia selur hin óvlðjafnanlegu hveitibranð, bökuð úr beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stærstu og fullkomnustu hveitimylnu í Skotlandi, sem þekt er um alt Bretland fyrir vörugæði. Vepkamaðupinn, blað jafnaðar- manna á Akureyrí, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir um stjórnmál og atvinaumál. Kemur út einu sinni í viku. Kostar að eins kr. 6,00 um árið. Gerist. áskrif- endur á aigreiðslu Alþýðublaðsins. HjálparstSð hjúkrunarfélags- ins >Líknar< ®r opin: Mánudaga . . . kl. n—12 f. h. Þrlðjudaga ... — 5 —6 ©. -- Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e. -- Laugardaga . . — 3—4 e. -- svo að hans eigin orðalag sé haft, og hvernig ætlar hann svo að halda því fram, að hann >hafi alls ekki reynt að hafa nein áhrif á það<. En nú má spyrja: Hvernig voru >afskifti< Eggerts Claessens af þessu máli, ef ekki >á þann veg<, sem Alþýðublaðið sagði? Hvemig studdi hann að því, að útgerðarmenn >stæðu saman<, et ekki með því að hóta þeim hörðu, sem ryfu sam- tökin, eins og Alþýðublaðið hefir sagt? Hver^ vegna hefir hann ekki viljað styðja að þvi líka, að sjómenn stæðu saman? Og hvers vegna er hann yfirleiti að skifta sér at þessu? Alþýðu- blaðið vonast eítir nýju bréfi frá honum með svörum við þess- um spurningum, ekki óskýrari svörum eh þetta’ bréf er. Framleiðslntæhin eiga að rera þjóðareign. Það tilkynnist hér með heiðr- uðum víðskiftavinum, að Mjólkur- búðir okkar á Þórsgötu 3 og Lauga- veg 49 eru fluttar á fórsgötu 17 og Laugaveg 46. Yirðingaifylst. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Hlólhestaluktlg. Góðar og ódýrar raf- magnslaktir fást i Fálkanum, Lækkun. >Það er ekki að eins hásetá- kaupið, sem þarf að lækka, heldur og öll önnur vinnulaun,< segir Páll Ólafson útgerðarmaður í >Vísi< á dögunum. Þetta snýr öfugt, þvf að kaup þarf heldur að hækka en lækka, meðan dýrtfð heldur eykst en minkar, en annað þarf að lækka. Vöruverð þarf að lækka. Vextir þurfa að lækka. Káup fésýslu- manna þarf að lækka. Ránstekjur braskaranna þurfa að lækká, og rostinn í slæpingjunum og sníkju- dýrum þjóðféiagsins þarf að (ækka. Úr því, er þetta alt hefur lækkað, og það getur að skaðiausu fyrir heilbrigt starfs- iíf lækkað, — til þess þarf í mestá lagi að eins að þjóðnýta nokkuð at framleiðslu og verzlun landsins, — getur kaup þeirra, sem vinna og vitja vinna, farið að lækka, en tyrr ekki, — ekki með neinti móti, því að kaup- gjald er yfirleitt alt of lágt í þessu landi. Erfiðleikarnir og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.