Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 12
12 29. ágúst 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um að árið 2020 komi tíu prósent allrar orku sem notuð er í samgöngum á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er gott markmið og nauðsynlegt. Talsvert er til vinnandi að gera Ísland minna háð olíu, sem sífellt hækkar í verði. Orkuskiptin geta eflt nýsköpun og atvinnu og síðast en ekki sízt eru þau nauð- synleg til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Eins og rakið hefur verið í fréttaskýringum í Fréttablaðinu undanfarna daga erum við Íslendingar, sem stærum okkur þó af því að vera í fararbroddi í nýtingu endurnýjanlegrar orku, umhverfissóðar í samgöngum. Hér er hlutfallslega einn stærsti einkabílafloti í heimi, hlutfall eldsneytisfrekra bíla er hátt og þrátt fyrir að meðaltalslosun gróðurhúsalofttegunda á bíl hafi farið minnkandi hefur heildar- losunin aukizt vegna fleiri bíla. Að hluta til er hægt að ná markmiðum um umhverfisvænni bílaumferð með því að efla almenningssamgöngur. Hins vegar er fullkomlega óraunhæft að ætla annað en að einkabíllinn leiki áfram stórt hlutverk í samgöngum á Íslandi. Þar spila veðurfar og staðhættir meðal annars inn í. Þess vegna þarf að finna leiðir til að gera einkabílaflotann umhverfisvænni. Eigi fólk að fást til að kaupa sér bíl sem gengur fyrir öðrum orkugjafa en sá sem fyrir er, þarf það að hafa til þess einhvern fjárhagslegan hvata. Sjálfsagt eru einhverjir hugsjónamenn sem kaupa sér rafmagns- eða vetnisbíl í þágu umhverfisins, en flestir munu þó láta budduna ráða. Það þarf því að finna leiðir til að gera bæði bílana og notkun þeirra ódýrari en hefðbundna benzínbíla. Ríkisstjórnin vill „þróa skattaumhverfið“ til að það hvetji bæði neytendur og fyrirtæki til orkuskipta. Þó bendir fátt til þess, enn sem komið er, að hún sé reiðubúin að stíga einhver skref sem máli skipta til að lækka skatta á umhverfisvænum bílum og eldsneyti. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um að upphafleg markmið um að dísilolía yrði ódýrari en benzín, enda bæði notadrýgri og umhverfisvænni í bílvélum, hefur ríkisstjórnin ekki gert neitt til að gera dísilinn ódýrari og stuðla þannig að fjölgun dísil- bíla. Sama á við um hugmyndir um að lækka aðflutningsgjöld og virðisaukaskatt af umhverfisvænum bílum til að stuðla að endurnýjun bílaflotans (sem er reyndar ekki bara umhverfismál, heldur líka öryggismál). Afleiðingin er sú að fáir kaupa sér nýja bíla og ríkið græðir þá ekki neitt á því að nýir bílar seljist, í stað þess að græða aðeins minna en ella. Ástæðan fyrir þessari tregðu til að lækka skatta í þágu umhverfisins er sjálfsagt sú sem Sverrir Viðar Hauksson, verk- efnisstjóri Grænu orkunnar, nefndi hér í blaðinu; samgöngum er ætlað að skila óheyrilega miklu í ríkiskassann og enn hefur verið hert á skattpíningu bíleigenda á seinni árum. Vinstri græn fögnuðu því á flokksráðsfundi sínum um helgina að betur gengi að skattpína þjóðina og lögðu til að því yrði haldið áfram. Það er sjálfsagt í anda vinstristefnu flokksins. Ætli flokk- urinn, sem fer með bæði fjármálaráðuneytið og umhverfisráðu- neytið, átti sig ekki á því að til að ná fram grænu stefnunni sem hann kennir sig líka við geti þurft að lækka skatta á umhverfis- vænum bílum og eldsneyti? HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða að lögum er það niður- staða áfangaskýrslu endurskoðunarfyrir- tækisins Deloitte að íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki þurfi að afskrifa 180 milljarða vegna keyptra aflaheimilda. Við það minnkar eigið fé fyrirtækj- anna samsvarandi og verður í mörgum tilvikum neikvætt. Í hádegisfréttum ríkisút- varpsins þann 24. ágúst sl. kall- aði formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþing- is, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þetta „einhverjar bókhaldsbrell- ur til eða frá“. Þessi ummæli formanns sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar Alþingis eru í hæsta máta óábyrg. Þau bera ekki aðeins vitni um virðing- arleysi fyrir lögum og reglum heldur lýsa þau skeytingarleysi gagnvart tugmilljarða hags- munum sjávarútvegsfyrir- tækjanna og þjóðarinnar í heild. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa keypt aflaheimildirnar til þess að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í atvinnugrein- inni, efla starfsemi sína og skila meiri verðmætum. Ef sú hagræðing, sem þau hafa náð með kaupum á aflaheimildum og sameiningu þeirra á færri skip, hefði ekki komið til væru gerð út allt of mörg skip með tilheyrandi sóun verðmæta. Markmið laganna um stjórn fiskveiða var að atvinnugreinin sæi sjálf um nauðsynlega hag- ræðingu, ólíkt því sem víða gerist þar sem sjávarútvegur er stórlega ríkisstyrktur. Það er niðurstaða endurskoðunar- skrifstofunnar Deloitte að sam- kvæmt lögum um ársreikninga og alþjóðlegum reikningsskila- reglum beri að afskrifa keyptar veiðiheimildir verði frumvarp- ið að lögum. Við afskriftirnar verða skuldir fyrirtækjanna í mörgum tilvikum meiri en eign- ir þeirra og þau því í raun gjald- þrota. Samkvæmt lögum um gjald- þrotaskipti hvílir þá sú laga- skylda á fyrirsvarsmönnum fyr- irtækjanna að gefa þau upp til gjaldþrotaskipta. Ummæli alþingismanns- ins bera ekki vott um mikla virðingu fyrir lögum sem Alþingi hefur sett. Virðing Alþingis Stjórn fiskveiða Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ Ummæli alþingis- mannsins bera ekki vott um mikla virðingu fyrir lögum sem Alþingi hefur sett. Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til að lesa. Ný Prentmiðlakönnun Capacent Gallup staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa sér lengri tíma til að lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur fleiri góðar stundir í framtíðinni. Lesendur gefa sér góðan tíma í Fréttablaðið Allt sem þú þarft... 20 mín 15 mín 10 mín 5 mín 0 mín 12-14 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45-49 ára 50-54 ára 55-59 ára MBL FBL Meðal lestími í mínútum á hvert eintak* *Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu. Allt sama tóbakið Guðmundur Steingrímsson veltir nú flokksstofnun fyrir sér og verður spennandi að sjá hvað út úr þeim hræringum kemur. Þangað til niður- staða kemst í það mál má skemmta sér við að lesa gamla grein hans úr Tímariti máls og menningar frá árinu 2001. Sú hét „Allt sama tóbakið“ og rýndi hann þar í stefnuskrár íslenskra stjórnmálaflokka og komst að því að þær væru allar eins. Þá var Guðmundur í Samfylkingunni, en fór síðan í Framsóknarflokk- inn. Kannski stefnuskrá nýja flokksins, verði hann að veruleika, verði nýtt lauf á tóbaksplöntunni. Hentistefnurannsóknir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur enga þörf á að rannsaka stuðning Íslendinga við loftárásir í Trípólí. Flokkur hennar fer þó framarlega í kröfum um rannsóknir á við- burðum sem hann ekki styður. Óvíst er hve margir hafa látið lífið af völdum loftárásanna, en Val- gerði finnst greinilega engum spurningum ósvarað um þátt Íslands; það hentar hennar flokki ekki vel. Smá skakkaföll Sumir sjá sér hag í að tala efnahags- hrunið niður, setja kreppuna í gæsalappir og láta eins og um smávægilegan viðburð sé að ræða. Trauðla hefur þó verið gengið lengra í þá átt en í stjórnarsamþykkt Sambands ungra sjálfstæðismanna frá því á föstudag. Þar segir: „Þrátt fyrir skakkaföll í íslensku efnahagslífi síðastliðin ár …“ Skakkaföll kalla menn að fara yfir á reikningnum sínum eða missa yfirdrátt; ekki að efnahagskerfi heillar þjóðar hrynji. kolbeinn@frettabladid.is Fer það saman að skattpína bíleigendur og gera samgöngur á Íslandi umhverfisvænni? Græn skattalækkun ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.