Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 14
29. ágúst 2011 MÁNUDAGUR14 Móðir okkar og amma, Steinunn Karlsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu miðvikudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 13. Áslaug Sturlaugsdóttir Svandís Sturlaugsdóttir Daníel Grímsson MOSAIK Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og frændi, Ragnar Heiðar Kristinsson húsasmíðameistari, Bæjarbrekku 10, Álftanesi, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 18. ágúst, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13. Ragnheiður Katrín Thorarensen Ingibjörg Magnúsdóttir Hulda Björk Ingibergsdóttir Kristín Þorvaldsdóttir Þorvaldur Jón Kristinsson Ólafur Kristinsson Þorbjörg Inga Jónsdóttir Oddur C.S. Thorarensen Unnur L. Thorarensen Elín Thorarensen Úlfar Örn Friðriksson Alma Thorarensen Sindri Sveinbjörnsson og frændsystkin Vegna útfarar Hönnu Lilju Valsdóttur og Valgerðar Lilju Gísladóttur verður lokað hjá Lagarökum lögmannsstofu eftir hádegi mánudaginn 29. ágúst. Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Halldór Magnússon fv. framkvæmdastjóri Skeljungs, Sunnubraut 36, Kópavogi, sem lézt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. ágúst síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar LSH, s. 543 1159. Jóhanna Guðmundsdóttir Vilborg Halldórsdóttir Helgi Björnsson Steinunn Halldórsdóttir Oddný Halldórsdóttir Orri, Björn Halldór, Sunna, Hanna Alexandra, Þórunn Soffía, Halldór Sörli, Júlía Sif og Fannar Alexander. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Erlingur Herbertsson Reinhold Kummer blikksmíðameistari, Sóleyjarima 7, áður til heimilis að Lindargötu 30, sem lést miðvikudaginn 24. ágúst á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsunginn þriðjudaginn 30. ágúst klukkan 13.00 í Fossvogskirkju. Sonja Valdemarsdóttir Kristín Erlingsdóttir Valgerður Kummer, Magnús S. Ármannsson Ragnar Kummer, Þóra Björk Sigurþórsdóttir Guðríður Dagný Erlingsdóttir, Ágúst Guðmundsson Sonja Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Stefán Sch. Thorsteinsson Árvangi, Mosfellsdal, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardag inn 20. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Mosfellskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Erna Tryggvadóttir Einar Sch. Thorsteinsson Tryggvi Sch. Thorsteinsson Steinunn Egilsdóttir Þórhildur Sch. Thorsteinsson Guðmundur B. Sigurðsson Stefanía Ósk Stefánsdóttir Lárus Bragason og barnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Gríðarlegt eignatjón varð þegar fellibylurinn Katrín gekk á land á suðurströnd Bandaríkjanna þennan dag árið 2005 en manntjón varð minna en óttast var, enda var við- búnaður mikill þegar ljóst var hvert fellibylurinn stefndi. Um milljón manns þusti út í bíla og hélt út á þjóðvegina á flótta undan flóðinu. Skemmdirnar urðu mestar í Louisiana og Mississippi og varð elsti hluti borgarinnar New Orleans einna verst úti enda er hann undir sjávar- máli. Við Pontchartain-vatn fóru heilu hverfin á bólakaf og í Biloxi fuku hús eins og spilaborgir enda var vindstyrkur um það bil 55 metrar á sekúndu. Olíuverð náði áður óþekktum hæðum vegna bylsins. ÞETTA GERÐIST: 29. ÁGÚST 2005 Fellibylurinn Katrín gekk á land INGRID BERGMAN LEIKKONA (1915-1982) var lést þennan dag, sem var afmælisdagur hennar. „Hamingjan felst í góðri heilsu og slæmu minni.“ Hin hálf íslenska Þóra Finnsdóttir hefur verið valin einn af fimm flottustu leirlistamönnum Danmerkur af danska hönnunartímaritinu Rum. „Ég er mjög stolt af þessu. Þetta er alveg ný upplifun fyrir mig,“ segir Þóra Finnsdóttir sem hannar undir merki sínu Finnsdóttir. Þóra segir að starfsmenn tímaritsins hafi fylgst með henni í nokkur ár. „Fólkið sem vinn- ur á Rum skoðar það sem er að gerast í hönn- unarheiminum og sá verkin mín fyrir nokkrum árum,“ segir Þóra. Í tilnefningu blaðsins kemur fram að leirlist Íslendingsins Þóru Finnsdótt- ir eigi sér djúpar rætur í skandinavískri hönn- unarhefð. Vörur hennar beri sérstakt yfir- bragð og hvert smáatriði sé skapað í höndum listamannsins úr fínustu efnum og telji allt frá vösum og kertastjökum til skartgripa og ann- arra einstakra vara. Einnig kemur fram að hún noti sinn íslenska bakgrunn og landsins miklu andstæður sem innblástur í nýjustu línur sínar. Þóra fæddist í Reykjavík og bjó hér á landi þar til hún varð rúmlega tveggja ára. Móðir hennar er íslensk. „Ég kom oft til Íslands þegar ég var yngri. Ég á stóra fjölskyldu hér á landi en ég hef mest samband við móðursystur mína.“ Þóra er menntaður hönnuður frá Denmarks Design Skole og útskrifaðist fyrir tveimur árum. Hún leggur áherslu á að hönnun hennar gangi gegn hinu venjulega. „Ég vinn mikið með form sem tengjast hversdagslífinu en það getur til dæmis verið glerskál, bolli eða jafnvel rör. Hluturinn hefur sögu vegna lögunar hans og þegar fólk lítur á hann veit það fyrir hvað hann stendur,“ segir Þóra og heldur áfram: „Ég breyti hlutnum, geri hann úr öðru efni og set í annað samhengi. Þá verður til ný saga í kringum hlut- inn en fólk þekkir hann samt,“ útskýrir Þóra og bætir við að fólk kannist oft við lögun hlut- anna sem hún gerir eða mynstrin. Vörur Þóru munu fást í verslun Mýrarinnar í Kringlunni á komandi misserum. martaf@frettabladid.is ÞÓRA FINNSDÓTTIR: VALIN EINN FLOTTASTI LEIRLISTAMAÐUR DANMERKUR Nýtir íslenska bakgrunninn HLUTIRNIR EIGA SÉR SÖGU Þóra segist breyta hlutnum og setja í annað samhengi og þá verði til ný saga. ÍSLENSKAR AND- STÆÐUR „Ég vinn mikið með form sem tengjast hversdagslífinu,“ segir Þóra Finnsdóttir. Áslaug Sturlaugsdóttir Svandís Sigurðardóttir Daníel Grímsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.