Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 16
2 F ríða Jónsdóttir ljósmynd- ari hefur breytt heimili sínu að Hörpugötu 10 í Skerjafirðinum í antik- markað en sjálf er hún búsett í Belgíu. Upphafið að markaðn- um var létt fjáröflun fyrir ferð sonarins til útlanda sem vatt upp á sig. „Mér fannst þetta svo stór- kostlegt tækifæri fyrir hann en honum bauðst að fara til Kenía. Ég fyllti því tvær ferðatöskur af postulíni af mörkuðunum hér í Belgíu og lét orð berast í vin- kvennahópnum. Það var allt étið upp og þar með gat ég ekki stoppað,“ segir Fríða. Í fram- haldinu lagði hún bílskúrinn undir antikmarkað sem flæddi svo inn um allt hús. Vörurnar á markaðnum finnur Fríða á alls konar leynimörk- uðum í litlum þorpum í Belgíu og Frakklandi. Hún er nösk á skemmtilega hluti og fær þar að auki aðstoð eiginmannsins. „Ég dreg karlinn með. Hann var nú ekkert hrifinn fyrst en núna finnst honum þetta skemmtilegt og sér um herra- deildina. Við tínum til allt mögulegt, vínilplötur, leik- hússjónauka, föt og postulín,“ segir Fríða. Markaðinn kallar hún Hús fiðrildanna og hefur opið miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga milli klukkan 14 og 18. „Í vetur bætum við föstudögunum við líka.“ Þó að Fríða hafi sérstaklega gaman af gömlum munum gerir hún þó fleira en þvælast milli markaða. Þegar blaðamaður hitti á hana var hún á leið austur undir Eyjafjöll að taka síðustu myndirnar í ljósmyndabók. „Ég hef verið að vinna að þessari bók síðustu tuttugu ár, um dásamlegu Eyfellingana mína. Nú sér fyrir endann á verkinu og bókin kemur út með vorinu. Þetta tekur allt sinn tíma.“ Hægt er að fylgjast með Húsi fiðrildanna á Facebook. Fríða plataði eiginmanninn með sér á markaðsröltið og nú finnur hann til muni í herradeild Húss fiðrildanna. Fríða er nösk á skemmtilega hluti og þræðir litla leynimarkaði í þorpunum í kringum heimili sitt í Belgíu. Í Húsi fiðrildanna kennir ýmissa grasa; postulínsstell, föt og gamlar vínilplötur eru aðeins brot af því sem fyrir augu ber. Fríða Jónsdóttir rekur antikmarkaðinn Hús fiðrildanna heima hjá sér í Skerjafirði. Framhald af forsíðu Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram 30. ágúst til 6. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam Lækkað verð FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Seinni part sumars er tilvalið að setja niður runna og sígrænar jurtir sem standa fram á haustið og langt fram á vetur. Til dæmis silfurkamb, sýtrus eða skrautkál. Ýmsan fróðleik um garðverkin má finna á www.gardurinn.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.