Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.08.2011, Blaðsíða 42
29. ágúst 2011 MÁNUDAGUR22 FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: þegar þú ferðast með Icelandair. aðilum Icelandair Golfers. Það eina sem heyrist úr stúkunni er eins konar kampavínsklapp og ég hef fullt leyfi til að vera ósáttur við það. Strákarnir eiga miklu meira skilið. ÓLAFUR KRISTJÁNSSON ÞJÁLFARI BREIÐABLIKS Þórsvöllur, áhorf.: 700 Þór Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–12 (3–6) Varin skot Rajkovic 6 – Óskar 3 Horn 3–2 Aukaspyrnur fengnar 10–12 Rangstöður 1–1 GRINDAV. 4–4–2 Óskar Pétursson 6 Alexander Magn. 6 *Ólafur Ö. Bjarnas. 7 Jamie McCunnie 7 Jósef Kr. Jósefsson 6 (68. Matthías Friðr. 5) Bogi Rafn Einarsson 4 Óli Baldur Bjarnason 6 (63. Scott Ramsay 6) Jóhann Helgason 5 Derek Young 4 Magnús Björgvinss. 6 (75. Haukur Ingi G. -) Orri Freyr Hjaltalín 6 *Maður leiksins ÞÓR 4–3–3 Srdjan Rajkovic 7 Gísli Páll Helgason 6 Þorsteinn Ingason 6 Janez Vrenko 5 Aleksandar Linta 4 Atli Sigurjónsson 6 Clark Keltie 4 Ármann P. Ævarsson 5 (68. David Disztl 5) Jóhann Helgi H. 6 Sigurður M. Kristj. 4 (89. Ragnar Haukss. -) Gunnar M. Guðm. 6 0-0 Kristinn Jakobsson (4) Kópavogsvöllur, áhorf.: 861 Breiðablik Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–11 (3–5) Varin skot Sigmar Ingi 3 – Haraldur 2 Horn 1–2 Aukaspyrnur fengnar 8–13 Rangstöður 0–1 VALUR 4–3–3 Haraldur Björnsson 5 Sigurbjörn Örn Hr. 5 Halldór Kr. Halld. 4 Pól J. Justinussen 4 Brynjar Kristmundss. 6 Haukur P. Sigurðss. 5 Andri F. Stefánsson 6 (82. C. Mouritsen -) Guðjón P. Lýðsson 7 Hörður Sveinsson 3 (75. Ingólfur Sig. -) Matthías Guðm. 6 Kolbeinn Kárason 6 (67. Jón V. Ákason 6) BREIÐAB. 4–3–3 Sigmar I. Sigurðarson 5 Tómas Óli Garðarss. 6 Kári Ársælsson 5 Þórður Steinar Hr. 4 Kristinn Jónsson 6 Jökull Elísabetarson 5 *Andri R. Yeoman 7 Arnar Már Björgv. 6 (44. Olgeir Sigurg. 5) Rafn Andri Haraldss. 4 Árni Vilhjálmsson 5 Kristinn Steindórss. 6 *Maður leiksins 1-0 Andri Rafn Yeoman (37.) 1-1 Guðjón Pétur Lýðsson (90.) 1-1 Erlendur Eiríksson (8) FÓTBOLTI „Þetta var ógeðslega lélegt, ég vorkenni þeim sem mættu á völlinn,“ sagði hreinskil- inn Atli Sigurjónsson eftir hund- leiðinlegt markalaust jafntefli Þórs og Grindavíkur í gær. „Ég hef enga skýringu á þessum leiðindum, það vantaði alla bar- áttu og andleysið var algjört. Ég vil samt ekki meina að við séum á mikilli niðurleið, við höfum tapað undanfarið fyrir KR og FH, en þessi leikur var reyndar ömurleg- ur. Þetta var skítlélegt. Við rífum okkur samt upp,“ lofaði Atli. Hvorugt liðið spilaði vel. Grind- víkingar fengu þó tvö góð færi, sérstaklega Óli Baldur sem var aleinn gegn Srjdan í markinu en skot hans fór framhjá. Orri Freyr vildi víti en náði svo skoti úr fínu færi sem fór framhjá. Hvorugt liðið virtist þora að sækja til sig- urs en mikið var í húfi hjá þessum botnbaráttuliðum. Leikurinn var hægur og mikið var um lélegar sendingar og léleg skot. Fáar fyrirgjafir hittu á manninn sem ætlast var til að færu á og þau skot sem rötuðu á mörkin voru laus og beint á mark- mennina. Nokkur hiti færðist í leikinn undir lokin, Derek Young og Scott Ramsay hefðu getað fengið rauð spjöld en fengu aðeins gul, Derek fyrir að sparka í Vrenko sem sat á vellinum og Ramsay fyrir slæma tveggja fóta tæklingu. „Ég verð að biðjast afsökunar, þetta er ástæðan fyrir því að ég tækla ekki, ég kann það ekkert,“ sagði Ramsay sem ítrekaði afsök- unarbeiðni sína tvisvar. „Annars er lítið að segja um leikinn. Þetta var leiðinlegur leikur og steindautt jafntefli. Við fengum eitt stig, ekk- ert annað er hægt að taka héðan.“ - hþh Þór og Grindavík gerðu steindautt markalaust jafntefli í leiðinlegum leik á Akureyri: Vorkenni þeim sem mættu á völlinn LÉLEGT Atli Sigurjónsson, leikmaður Þórs, vorkenndi þeim áhorfendum sem lögðu leið sína á Þórsvöllinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Blikar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli á rennandi blautum Kópavogsvelli í gær, en Valsmenn jöfnuðu metin í blálokin þegar Guðjón Pétur Lýðsson skoraði beint úr aukaspyrnu. Andri Rafn Yeoman skoraði mark Breiðabliks rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það stefndi allt í heimasigur. Valsmenn gefast aftur á móti aldrei upp og náðu að knýja fram jafntefli. „Þetta var vel tekin aukaspyrna og Guðjón setti boltann óverjandi í netið,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Valsmenn fengu aftur á móti heldur léttvægilega aukaspyrnu sem að mínu mati átti aldrei að standa, upp úr henni kom mark- ið sem kostaði okkur sigurinn. Ég var mjög sáttur það hvernig menn lögðu sig fram í kvöld. Ég er aftur á móti ósáttur við þann stuðning sem liðið er að fá. Maður upplifir sig nánast eins og við séum að spila á útivelli. Það eina sem heyrist úr stúkunni er eins konar kampavínsklapp og ég hef fullt leyfi til að vera ósáttur við það. Strákarnir eiga miklu meira skilið.“ „Ég er eiginlega bara ánægður með allt nema niðurstöðuna í leiknum,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson, markaskorari Vals, eftir leikinn. „Ég held að þeir hafi átt eitt skot á marki á meðan við lágum í sókn, í raun ótrúlegt að við skyldum ekki ná að vinna þennan leik. Það vantaði ekki mikið upp á hjá okkur í kvöld, kannski smá greddu á lokaþriðjungnum á vell- inum. Ég hefði til að mynda átt að skora fyrr í leiknum. Við fengum alveg nóg af færum til að klára dæmið, en þetta var ekki alveg okkar dagur og því tökum við stigið.“ Kópavogsvöllur var rennandi blautur í gær og leikurinn bar þess merkis á köflum, en liðin léku oft á tíðum fína knattspyrnu. „Mér fannst þetta eiginlega besti völlur sem ég hef spilað á í sumar. Hann var sléttur og góður, örlítið rakur og frábært að spila á honum,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson eftir leikinn. - sáp Eigum betra skilið en kampavínsklapp Íslandsmeistarar Breiðabliks máttu sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Val eftir að hafa fengið á sig mark á loka- mínútum leiksins. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, er ósáttur við stuðninginn sem liðið fær úr stúkunni. JAFNTEFLI Í KÓPAVOGINUM Blikinn Rafn Andri Haraldsson skallar boltann í leiknum í gær en Guðjón Pétur Lýðsson fylgist með. FRÉTTALBAÐIÐ/VILHELM LEIKIR KVÖLDSINS 18.00: Keflavík - Fylkir Nettóvöllurinn 18:00: KR - Fram KR-völlur 18:00: Víkingur - ÍBV Víkingsvöllur 19.15: Stjarnan - FH Stjörnuvöllur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.