Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.08.2011, Qupperneq 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 MATVÆLI Dýrara er að leysa út kíló af kjúklingi á úthlutuðum WTO- kvóta úr tolli en ef kjötið væri afgreitt með almennum tolli án kvóta. Þetta gengur þvert á mark- mið samnings Íslands og Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO) um innflutning á matvælum. Veitingamenn kvarta undan skorti á kjúklinga- og nautakjöti, til dæmis veitingahúsakeðjan Subway, sem getur ekki lengur haft staðlað- ar kjúklingabringur á matseðlinum. Innlendir framleiðendur geta ekki framleitt bringurnar og því þarf að flytja þær inn. Það er hins vegar of dýrt sökum hárra tolla, að sögn Gunnars Skúla Guðjónssonar, fram- kvæmdastjóra Subway. Hann segir jafnframt óhagstæðara að flytja inn kjúklingabringur á úthlutuðum kvóta heldur en ef kjúklingabring- urnar væru tollafgreiddar með almennum tolli utan kvóta. „Þetta reiknuðu tollayfirvöld út fyrir okkur,“ segir Gunnar. „Við tókum út sex kíló úr 1.500 kílóa sendingu sem við getum ekki leyst út til þess að láta reyna á útreikning- inn, sem sýnir svart á hvítu hvers konar rugl þetta er. Tollafgreiðsla á þessum sex kílóum samkvæmt almennum tolli, sem er í raun ofur- tollur, kostar 10.109 krónur. Sam- kvæmt WTO-tollkvótanum, sem við fengum úthlutað í júní, kostar tollaf- greiðsla þessara 6 kílóa 12.504 krón- ur. Menn flytja ekkert inn á þessum tolli,“ segir Gunnar og bætir því við að íslenskt kjúklingakjöt sé notað í aðra kjúklingarétti Subway. Veitingahúsið Argentína steikhús hefur líka þurft hafa að taka rétti af matseðli vegna skorts á grill- steikum. „Við fórum að finna fyrir skorti á fitusprengdu kjöti fyrir um ári og þetta hefur versnað jafnt og þétt. Þetta hefur verið sérlega erfitt í sumar,“ segir Kristján Sigfússon, eigandi Argentínu. Hann kveðst vera í viðskiptum við kjötverkanda sem eigi í basli með að uppfylla kröfur veitingastaðarins. „Hann fær ekki nógu marga gripi því að það er ekki framleitt nóg. Hann vantar í hverri viku þrjátíu til fjörutíu prósentum fleiri gripi en hann fær. Þetta virðist ganga í hæðum og lægðum hjá nautgripa- bændum. Þessar sveiflur eru allt of miklar og við óskum eftir að fá að flytja inn þær steikur sem vantar upp á.“ Kristján getur þess að verðið hækki þegar framboðið sé lítið. „Maður fær lakara kjöt á hærra verði en því sem maður keypti góða kjötið á fyrir tveimur árum.“ - ibs / sjá síðu 8 Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Heilsa 30. ágúst 2011 201. tölublað 11. árgangur HEILSAÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 KynningarblaðHlaupVítamínLíkamsræktLeikfimiÞjálfun Markmið Eitt vinsælasta æfingaform í World Class í dag er Crossfit, sem samanstendur af mörgum greinum og er því bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Framhaldsskólatímar eru nýjung hér á landi, þeir eru í World Class í Kringlunni. C rossfit er það heitasta núna og er vonandi ekki bara tískubóla heldur komið til að vera þannig að fólk temji sér það sem lífsstíl,“ segir Steinar Þór Ólafsson, íþróttafræðinemi og þjálfari hjá Crossfit Iceland. Hann segir Crossfit ekki bara ákjósan-legt æfingaform til að byggja upp vöðva heldur til að styrkja líkam-ann á allan hátt. „Þetta er ekk-ert átaksnámskeið sem stendur í smá tíma heldur er Crossfit fyrir venjulegt fólk sem vill ástunda al-hliða hreyfingu og læra rétta lík-amsbeitingu. Allir geta lent í að þurfa að færa til þungan sófa í stofunni heima.“ Steinar Þór er einn þeirra sex sem þjálfa hjá Crossfit Iceland í vetur. Öll eru þau með Crossfit-þjálfararéttindi. Hin eru Guð-rún Selma Steinarsdóttir, Mark Johnson, Geir Gunnar Mark-ússon, Arndís Ágústsdóttir og Fanney Sigurgeirsdóttir. Sú síð-astnefnda er kærasta Steinars. „Við erum á sömu bylgjulengd,“ segir hún brosandi. Fanney er í Lögregluskólanum og hefur verið í starfsþjálfun í sumar. Þar er mikil áhersla á líkamlegt þrek svo henni kemur vel að vera í góðu formi. „Ég var í Boot Campog byrjaði finnst mjög skemmtilegt,“ segir Fanney og heldur áfram. „Það er ekki kvöð að mæta í ræktina held-ur er það ánægjulegur partur af deginum. Æfingarnar eru svo fjölbreyttar.“ Steinar tekur undir þetta. „Crossfit er samansett úr mörgum greinum. Þar eru fimleikar, ketil-bjöllur, ólympískar lyftingar, at-riði úr frjálsum íþróttum og klif-ur í köðlum. Svo er hlaupið, hjól-að, róið og synt.“ Þau Steinar og Fanney segja mikla eftirspurn eftir Crossfit hér á landi. „Íslendingar eru mjög móttækilegir fyrir þessu formi og eftir að Annie Mist varð heims-meistari hefur orðið sprenging í vinsældunum,“ segir Steinar. „Ég held það séu hlutfallsl fhé ar. Það eru til dæmis bara örfá-ar stöðvar í London og samt búa milljónir þar.“ Sérstakur Crossfit-salur er í World Class-stöðinni í Kringl-unni. Þar verða grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í vetur og einnig framhaldsskólatímar sem er nýjung. „Það eru svo margir framhaldsskólar hér í kring, svo sem Verzlunarskólinn, Mennta-skólinn við Hamrahlíð og Fjöl-braut í Ármúla, og það er gaman fyrir nemendur að koma hing-að saman eftir skólann.“ Fann-ey grípur það á lofti. „Já, við vilj-um skapa hér jákvætt félagslegt umhverfi þar sem smá keppnis-þörf liggur í loftinu en þó eink-um samstaða Keppnisþörf liggur í loftinu Crossfit-þjálfarar í Crossfit Iceland. Mark Johnson, Guðrún Selma Steinarsdóttir, Fanney Sigurgeirsdóttir og Steinar Þór Ólafsson kenna öll í World Class. MYND/BENT MARINÓSSON CrossFit Iceland er í CrossFit-sal í World Class Kringlunni. Þar eru fjölbreyttir tímar og allir kennarar eru með CrossFit-kennararéttindi. CrossFit GrunnnámskeiðFarið er í undirstöðuæfingar í CrossFit og grunnurinn lagður. Lögð er áhersla á að þátttak-endur geri æfingarnar rétt.CrossFit FramhaldsnámskeiðFyrir þá sem vilja meira. Byggt er ofan á góðan grunn úr grunnnámskeiðunum með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum. CrossFit FramhaldsskólarSérstakir tímar fyrir framhalds-skólanemendur. Fjölbreyttar æfingar sem henta sérstaklega vel fyrir þennan aldurshóp.CrossFit byggir á fjölbreyttum, hnitmiðuðum og kraftmiklum æfingum. Hver æfing er ný áskorun. CrossFit blandar saman ólympískum lyftingum, fim-leikaæfingum og gömlu góðu leikfimiæfingunum. Það er hlaupið, hjólað, róið og synt. CrossFit er lykillinn að alhliðahre i FRÓÐLEIKSMOLAR Annie Mist Þórisdóttir CrossFit-meistari Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 Fitusýrur eru manninum lífsnauðsynlegar. Jafn-vægi þarf að ríkja á milli neyslu omega-3 og omega-6 fitusýra en mun meira er af omega-6 í mataræði Vesturlandabúa. Of mikið af omega-6 getur dregið úr upptöku á omega-3 en mikil neysla omega-3 dregur ekki úr upptöku á omega-6. Því er gott að taka inn omega-3. Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og framkvæmdastjóri, opnar útibú Boot Camp í Kaupmannahöfn. Ástin kviknar í Boot Camp Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lokað á laugardögum í sumar. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur NÝKOMINN - FLOTTUR Teg 810857 - léttur og mjúkur í CD skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Full búð af nýjum vörum fjölbreytt úrval Á rónaslóðum Guðjón Friðriksson sagnfræðingur leiðir rónagöngu. tímamót 18 Mjólkin g erir gott betra og er ómissand i með súkkulað iköku. betri hugmynd! {bæklingur Baðhússins} fylgir Fréttablaðinu í dag www.badhusid.is PRÓFAÐU DOHOP LEITARVÉLINA Á VÍSI Flug og gisting, öll hagstæðustu tilboðin á einum stað. FÓLK Leikstjórinn Joseph Kosin- ski heimsótti Ísland í sumar til að skoða tökustaði fyrir geim- verumyndina Oblivion. Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í myndinni og unnið er að því að stór hluti hennar verði tekinn upp hér á landi á næsta ári. „Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma. Það stóð til að myndin yrði gerð hér nú í sumar,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Leifur segir að enn geti brugð- ið til beggja vona með þetta verk- efni en ef af verður má búast við því að það skili þjóðarbúinu hundruðum milljóna króna. - fgg / sjá síðu 34 Tom Cruise boðar komu sína: Geimverumynd tekin á Íslandi TOM CRUISE Það stærsta til þessa Óli Geir heldur risaball á Ljósanótt í Reykjanesbæ. fólk 26 Kvarta undan kjötskorti Dýrara er að leysa út kíló af kjúklingi á úthlutuðum WTO-kvóta úr tolli en ef kjötið væri afgreitt með almennum tolli utan kvóta. Veitingamenn kvarta undan kjötskorti og hafa þurft að taka rétti af matseðli. GOTT NA-TIL Í dag verður S-átt 5-10 m/s V-til en annars hægari. Skýjað að mestu V-til og úrkoma með köflum SV-lands. Nokkuð bjart A-lands. Hiti 10-20 stig hlýjast NA-til. VEÐUR 4 11 12 13 15 16 LÖGREGLUMÁL Hafnarfjarðarbær varaði í gær foreldra í bænum við ókunnugum manni sem reyndi að lokka unga stúlku við grunnskóla í bænum upp í bláan bíl. Fyrir helgi bárust fregnir af tveimur mönn- um á gömlum bláum bíl sem einn- ig voru taldir hafa reynt að tæla til sín grunnskólastúlku í Setbergs- hverfi í Hafnarfirði á miðviku- dagskvöld. Mennirnir stöðvuðu bílinn, skrúfuðu eina af rúðum bílsins niður og sögðu stúlkunni að móðir hennar hefði slasast og verið færð á sjúkrahús. Þeir ættu að aka henni þangað. Sama bragði var beitt í gær. Stúlkan fyrir helgi trúði ekki mönnunum, heldur hljóp heim til sín og tjáði móður sinni hvað gerst hafði. Móðir hennar hafði sam- band við Hrönn Bergþórsdóttur, aðstoðarskólastjóra Setbergs- skóla. Hún sendi foreldrum barna í skólanum og skólastjórnendum í Hafnarfirði aðvörun. Áður hefur það gerst í Hafnar- firði að karlmenn hafa reynt að tæla börn upp í bíl með sælgæti. Að minnsta kosti einu sinni voru unglingspiltar á ferð sem gerðu sér að leik að hræða börn. Ekki hefur áður heyrst af því að börn- um hafi verið tjáð að foreldrar eða einhver þeim nákominn hafi slas- ast. „Þetta er nýtt og ljótt bragð. Börnum gæti brugðið við þetta og þau farið upp í bíl hjá ókunnugum. Þess vegna sendum við út aðvörun til foreldra,“ segir Hrönn. - jab, sh Barnaníðingar taldir beita áður óþekktum aðferðum til að tæla til sín börn: Reyna að lokka börn með lygum SETBERGSHVERFI Menn eru taldir hafa reynt að tæla unga stúlku upp í gamlan bláan bíl. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Á EFTIR BOLTA … Þótt sumri sé tekið að halla hafa krakkarnir í Garði ekki sagt alfarið skilið við úti- leikina. Félagarnir Björn Bogi, Friðrik Smári og Ármann Þór sýndu flotta takta á fótboltavellinum í gær og baráttan var býsna hörð, án þess þó að nokkrum yrði meint af. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FH-ingarnir skildir eftir Topplið KR og ÍBV unnu í gær en FH steinlá gegn frábæru Stjörnuliði. sport 30 WTO-tollkvótar komu til þegar Ísland gerðist aðili að samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (World Trade Organization) árið 1995. Samkvæmt samningnum skuldbatt Ísland sig til að hleypa litlu magni af erlendri matvöru inn á markað á kvótum sem áttu að vera hagstæðir, en eru það ekki lengur. Tollurinn er ákvarðaður af landbúnaðarráðherra. WTO-kvótar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.