Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 28

Fréttablaðið - 01.09.2011, Side 28
1. september 2011 FIMMTUDAGUR 72 Karl Jónatansson, harmonikkuleikara og tónlistarkennara, hefur lengi langað að leggja sitt af mörkum til að minnka það kynslóðabil sem myndast hefur síðustu áratugi. Draumurinn hefur verið að efna til harmonikkuballs í anda þeirra sem voru á fyrri áratugum síðustu aldar, þar sem ungir sem aldnir dönsuðu saman. Drauminn hefur Karl látið verða að veruleika en á sunnudag- inn kemur, 4. september, stendur hann fyrir harmonikkuballi í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. „Þegar ég var að alast upp fengum við krakkarnir, 10 ára og eldri, að fara með pabba, mömmu, afa og ömmu á tvö til þrjú böll yfir veturinn, þorrablót og slíkt. Kynslóðabilið var svo lítið að það var ekki til að ég, sem var að byrja að dansa, tæki eftir því hvort ég var að dansa við Siggu gömlu í Ási eða skóla- systur mína,“ segir Karl. Hann segir að með stríðinu hafi þessi stemning horfið og nýr tími tekið við. Samkoman hefur verið nefnd Gleði- hringur, innan sviga samkoma kyn- slóðanna, en á henni verða gömlu, sígildu dansarnir rifjaðir upp við gömlu, góðu íslensku lögin. Þrír Gleðihringir verða í Gerðubergi, fyrsta sunnudag í september, októ- ber og nóvember, frá klukkan 14-17 og eru opnir öllum á aldrinum 6-100 ára. Hljómsveitin Neistar leikur fyrir dansi, efnt verður til fjöldasöngs og Sigvaldi Þorgilsson danskennari leið- beinir þeim sem hafa ekki dansað áður. „Við myndum svo óska eftir því að fleiri Gleðihringir mynduðust, þeir gætu verið margir hér í Reykjavík og jafnvel einn í hverju þorpi á lands- byggðinni. Það er ekkert skilyrði að vera með harmonikku, öll hljóðfæri eru góð. Við myndum bara óska eftir því að 10 prósent af tekjunum sem kæmu þá inn yrðu látin renna til SOS barnaþorpanna eins og ákveðið hefur verið með Gleðihringina í Gerðubergi.“ Karl mun stjórna Neistum en Ingi sonur hans spilar þar einnig á tromm- ur, Sigurður Alfonsson og Hekla Eiríksdóttir verða hvort á sinni harm- onikkunni, Edwin Kaaber á gítar og Pétur Urbancic á kontrabassa. „Ég er afleitur maður að sögn sona minna, Jónatans og Inga, þar sem ég þarf alltaf að vera að finna upp á ein- hverjum fjandanum. Jónatan segir að ein af hundrað hugmyndum mínum sé brúkleg, í mesta lagi, og ég er búinn að lofa að þetta verði síðasta hugmyndin sem ég ber á borð og þeir drengir ætla að standa með mér í henni.“ Karl á í góðu sambandi við syni sína en segist vita fjölmörg dæmi um að gömul hjón á elliheimili fái sjaldan til sín nánustu ættingja og barnabörnin viti stundum ekki hvað þau heiti. „Þau eru hjá þeim í klukkutíma og eru látin taka í höndina á þeim og svona lagað tek ég helvíti nærri mér. Mig hefur langað til að gera eitthvað; þótt ekki sé nema að bjarga nokkrum samböndum ömmu og afa við börn og barnabörn, þá er það betra en ekkert. Með Gleði- hringnum heimtum við burt kynslóða- bilið.“ juliam@frettabladid.is KARL JÓNATANSSON HARMONIKKULEIKARI: EFNIR TIL HARMONIKKUBALLS Ungir og aldnir dansa saman VILL KYNSLÓÐABILIÐ BURT Mig hefur langað til að gera eitthvað, þótt ekki sé nema að bjarga nokkrum samböndum ömmu og afa við börn og barnabörn, þá er það betra en ekkert. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LILY TOMLIN leikkona er 72 ára í dag. „Áður hugsaði ég af hverju einhver gerði ekki eitthvað í málunum. Svo fattaði ég að ég var þessi einhver.”timamot@frettabladid.is Ástkær móðir mín, félagi og vinur, Susann Mariette Schumacher fyrrverandi flugfreyja, andaðist í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni, Reykjavík fimmtudaginn 8. september kl. 15.00. Þökkum fyrir sýndan kærleik, ást og vinarhug. Þorvaldur Skúlason Schumacher MOSAIK Elskuleg móðir okkar, Kristjana Halldórsdóttir frá Ísafirði, lést á Hrafnistu Reykjavík 30. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Guðmundsdóttir Dalbraut 27 (áður Laugateigi 9), sem andaðist þann 28. ágúst s.l. á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þann 14. september nk. kl. 11. Guðmundur Þórir Guðmundsson Sigríður S.A. Ágústsdóttir Einar S. Guðmundsson Helena Frederiksen Ágúst Már Guðmundsson Þórdís Guðmundsdóttir Ísak Hugi Einarsson Mikael Þór Arnarsson Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Sigríður Ingunn Ólafsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hæðargarði 33, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 23. ágúst. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. september kl. 13. Þeim sem vilja minnast Sigríðar er bent á Styrktarsjóð Flateyjarkirkju, s. 848-5315. Signý Þ. Óskarsdóttir Ólafur H. Óskarsson Ingibjörg Björnsdóttir Anna H. Óskarsdóttir Þorgrímur Ólafsson Þráinn Sigurbjörnsson Skarphéðinn P. Óskarsson Valgerður G. Björnsdóttir Vigdís S. Ólafsdóttir Jónas M. Ólafsson Guðrún B. Guðlaugsdóttir Sigurrós Ólafsdóttir Aðalheiður Sigurjónsdóttir Skapti S. Ólafsson Kolbrún G. Gunnarsdóttir Ólöf J. Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Mín ástkæra eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, Jóhanna Þórisdóttir Stuðlaseli 3, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 22. ágúst sl., verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 2. september kl. 15. Ingþór Jónsson Jón Ingþórsson Felicia Maríana Pralea Jóhann María Jónsdóttir Þórir Ingþórsson Jóhanna Kristín Björnsdóttir Þórunn Jóhann, Elísabet Hildur Þórisdætur Guðrún Bjarnadóttir Guðni Rúnar Þórisson Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Óskars Ágústssonar íþróttakennara Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Elín Friðriksdóttir Ágúst Óskarsson, Helga Sigurðardóttir Hermann Óskarsson, Karín M. Sveinbjörnsdóttir, Knútur Óskarsson, Guðný Jónsdóttir, Una María Óskarsdóttir, Helgi Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Verkmenntaskólinn á Akureyri tók formlega til starfa þennan dag árið 1984. Fyrsta skólaárið voru nemendur 780 en þeir eru í dag rúmlega 1.200. Að auki stunda 700-800 nemendur nám við fjarnámsdeild skólans á hverju skóla- ári og um 200 starfsmenn starfa við skólann. Verkmenntaskólinn er einn af stærstu skólum landsins og býður upp á fjölbreyttara náms- framboð en flestir aðrir skólar á landinu. Nemendum stendur til boða að stunda bæði verklegt, iðnnám, starfsnám, listnám og bóklegt nám til stúdentsprófs í skólanum. Skólinn er áfangaskóli en það gerir nem- endum kleift að fara hraðar eða hægar í námi en almenn brautarlýsing gefur upp. Skólinn hentar því jafnt nemendum með afburða góðan námsárangur og þeim sem einhverra hluta vegna þurfa að fara sér hægar. ÞETTA GERÐIST 1. SEPTEMBER 1984 Verkmenntaskólinn tekur til starfa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.