Fréttablaðið - 01.09.2011, Síða 38

Fréttablaðið - 01.09.2011, Síða 38
1. SEPTEMBER 2011 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● ljósanótt ● LISTEFLI Á LJÓSANÓTT Þetta skemmtilega verkefni, sem unnið er undir merkjum Energí og trú hjá Kefla- víkurkirkju, fólst í því að reyna að skapa eitthvað nýtt og spennandi með ólík- um hópum fólks, annars vegar áhuga- fólki og hins vegar þekktu tónlistarfólki. Auglýst var eftir ungu fólki í bæjar- félaginu sem hefur nú lagt nótt við dag við að skapa eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður. Tónlistarfólkið Valdimar Guðmundsson og Þorvaldur Halldórs- son úr Hljómsveitinni Valdimar, Jana María söng- og leikkona, Arnór organ- isti og fleiri hafa unnið með unga fólk- inu undir stjórn Sigrúnar Sævarsdóttur Griffiths. Frumflutningurinn verður á stóra sviðinu við Ægisgötu laugar- daginn 3. september kl. 16. Söng- og leikkonan Jana María er ein þeirra sem koma fram undir merkjum Listeflis. ● SETNING LJÓSANÆTUR Fimmtu- daginn 1. september kl. 10.30 verður Ljósa- nótt sett í tólfta sinn. Setningin fer fram með þeim hætti að öll grunnskólabörn bæjarins og elstu árgangar leikskólans, rúmlega 2.000 börn, koma syngjandi í skrúðgöngum, hver hópur frá sínum skóla og hver hópur merkt- ur sínum lit. Litirnir eru ekki aðeins tilkomn- ir sem litir skólanna heldur eiga þessir mis- munandi litir einnig að minna okkur á fjöl- breytileika mannkyns og að allir eru vinir þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Þetta er holl áminning í byrjun skóla og þegar börnin sleppa rúmlega 2.000 litskrúðugum blöðr- um í lok dagskrár fagna þau ekki aðeins Ljósanótt heldur líka skólabyrjun. ●TÓNLEIKAR UNGA FÓLKSINS  FJÖR Í FRUMLEIKHÚSINU Í tengslum við Ljósanótt hafa í mörg ár verið haldn- ir sérstakir tónleikar fyrir yngri kynslóðina í Frum- leikhúsinu. Þarna hefur gefist tækifæri fyrir nýjar hljómsveitir að reyna sig og margir af okkar bestu tónlistarmönnum stigu sín fyrstu spor við þetta tækifæri. Menningarhús ungs fólks í Reykjanesbæ, 88 húsið, stendur að tónleikunum og að venju kemur fjöldi hljómsveita fram, nöfn þeirra má sjá á vefnum ljosanott.is. Tónleikarnir eru að sjálfsögðu vímuefnalausir og eru fimmtudagskvöldið 1. september og hefjast kl. 20. Nýjar hljómsveitir fá tækifæri til að spreyta sig. ● ÞRUMUGUÐINN ÞÓR ER MÆTTUR Í BÆINN Góður gest- ur er kominn til Reykjanesbæjar í til- efni Ljósanætur. Er þar um að ræða þrumuguðinn Þór, sem ekið hefur vagni sínum um himinhvolfin í ár- þúsund en hefur nú tyllt sér niður á annan topp litla fjallsins í Innri-Njarð- vík, skammt frá Víkingaheimum. Fer einmitt vel á því að hann hafi valið sér þennan stað því erlendir ferðamenn spyrja gjarnan hvort hæðin sé e.t.v. forn víkingagrafreitur. Listamaðurinn Haukur Halldórsson lánaði verkið til Reykjanesbæjar og er það úr ryðfríu, spegilsléttu stáli sem tekur til sín öll litbrigði veðrahvolfanna. Ekki er vitað hversu lengi Þór mun staldra við og eru landsmenn því hvattir til að heilsa upp á hann á meðan tími vinnst til. Viðburðurinn Klikkaður kær- leikur verður í Víkingaheimum á föstudagskvöldinu 2. september og hefst kl. 21.00. Þetta er öðru- vísi sýning þar sem teflt verð- ur saman tónlist, leiklist, mynd- list og hönnun og ekki spurning að gestir eiga eftir að njóta uppá- komunnar. Meðal þeirra sem fram koma eru Deep Jimi and the Zep Creams, Kvennakór Suður- nesja, Leikfélag Keflavíkur, lista- konan Lína Rut og Spiral hönnun. Enginn aðgangseyrir verður inn í Víkingaheima þetta kvöld en ým- islegt verður þar samt á seyði og allur afrakstur kvöldsins mun renna í sjóð sem stofnaður hefur verið til styrktar veikum og fötl- uðum börnum. Klikkaður kærleikur Klæðnaður frá Spiral hönnun verður sýndur í Víkingaheimum á viðburðinum Klikk- uðum kærleik. ● VÍKINGAHEIMAR Víkingaheimar verða opnir Ljósanæturhelgina frá kl. 12.00-18.00 og tilboð tveir fyrir einn. Þar er margt að sjá fyrir utan skipið sjálft, Ís- lending. Við fornleifagröft í Höfnum fannst skáli frá landnámsöld. Þarna fannst brot úr brýni og af járn- hring, viðarkol, soðsteinar og perlur sem sjá má á sýn- ingunni í Víkingaheimum. Ef þú hefur náð 120 cm hæð og ert í fylgd með fullorðnum máttu stíga um borð í víkingaskipið og upplifa ferð Leifs heppna til Vesturheims. Börnunum er boðið að fara í víkingaföt og fræðast um siglingatækni og ferðir víkinganna á landnámstímum. Á föstudagskvöldinu verður mikið um dýrðir þegar uppákoman „Klikkað- ur kærleikur“ fer í gang. ● KOMDU Í ORKUVER IÐ JÖRÐ Viltu finna stóra og litla jarðskjálfta undir fótum þér? Stígðu þá á tækið. Viltu snúa hjóli og búa til rafmagn, viltu skoða pláneturnar, viltu sjá hvernig jarð- gufuvirkjun lítur út? Sýningin er í Jarðvarmavirkjuninni á Reykjanesi og hefst á Stóra hvelli og upphafi sólkerfisins. Opið alla helgina frá kl. 12.30-16. R ey kj an es hö lli nn H ol ta sk ól i Va tn sh ol t N or ðu rt ún ða rse l A Ð A LG AT A A Ð A LG AT A TJ AR G AT A N AR SK Ó LA VE G U R SK Ó LA VE G U R FA XA BR AU T KROSSMÓI KROSSMÓI FA XA BR AU T BLIK ABR AUT FA X A B R A U VA TN SN E SV E G U R TJ AR N AR G AT A A Ð A LG AT A IRKJU VEGUR K SÓL VAL LAG ATA VALLARBRAUT B Suðurve llir N O R Ð U R TÚ N SU Ð U R TÚ N GRIGA RÐUR FA HÓLM GARÐ AFNA HA FNA RG ATA ÆGISGA HAFNARGATA NJARÐARBRAUT HRI NGB RAU T HRI NGB RAU T HRIN GBR AUT SUN NUB RAU T E ST U R G AT A V V ST UR BR AU T E Ó FI N E YJ AV E LL IR HEIÐARBRAUT VA M M U R H E IÐ A R H V E ST U R G AT A ERGVEGUR BÁ SV EG UR KEF LA VÍ KU R H Ö FN Elliða- ve lli r HRING BRAUT SK Ó LA VE G UR REY KJA NES BRA UT REY KJA NES BRA UT LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM FÁÐU DAGSKRÁ LJÓSANÆTUR Í SÍMANN ÞINN. SJÁ LJOSANOTT.IS ne sh öl in n HÁTÍÐARSVÆÐI FLUGELDASÝNING 1 2 5 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 10 11 21 12 14 15 16 UR 17 18 19 20 6 H 3 4 HÁTÍÐARSVÆÐI BÍLASTÆÐI Stóra svið við Ægisgötu Duushús, menningar- og listamiðstöð Listatorg- Svarta Pakkhúsið Suðsuðvestur Keflavíkurtún (fyrir framan Duushús) Týnd börn og óskilamunir, Hafnargötu 8 Öryggismiðstöðin Hafnargötu 8 Skrúðgarður Skessuhellir Nesvellir Njarðvíkurvöllur Við Ægisgötu, neðan við Hafnargötu Við Bakkaveg vestan smábátahafnar Við Vesturbraut, Frumleikhúsið og Vesturberg Við Sparisjóðinn og bæjarskrifstofur Heiðarskóli Hólmgarður Vatnaveröld - sundmiðstöð Holtaskóli, íþróttahús Fjölbrautaskólinn Á því svæði sem er skyggt verða miklar umferðar- takmarkanir frá kl. 09:00 til 24:00. Hundar verða ekki leyfðir á hátíðarsvæði. Upplýsingasíma Ljósnætur 891 9101. 13 REKKUB. RG TA AT7 8 LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM R GLEIÐ ÚT ÚR BÆNUM T HAFNARGATA LEIÐ ÚT ÚR BÆNUM 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.