Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 14
5. september 2011 MÁNUDAGUR14 MOSAIK Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, Davíð Trausti Arnljótsson sem lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 5. september kl. 15.00. Hulda Erlingsdóttir Arnljótur Davíðsson Ágústa María Davíðsdóttir Erlingur Sigurður Davíðsson Jens Arnljótsson timamot@frettabladid.is BESSI BJARNASON (1930-2005) fæddist þennan dag. „Leikhúsið mun alltaf halda velli því það getur ekkert komið í staðinn fyrir það.“ Minningartónleikar verða haldnir um Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson í Neskirkju í kvöld. Gunnar Hrafn lést í köfunarslysi í Danmörku 4. ágúst síðastliðinn. Hann skildi eftir sig eiginkonu og tvö börn. Vinir Gunnars ákváðu að heiðra minningu hans með tónleikum og safna í leiðinni í sjóð sem stofnaður hefur verið fyrir börnin hans. Nokkrir af bestu vinum Gunnars Hrafns koma fram á tónleikunum í Neskirkju; þau Hallveig Rúnarsdótt- ir og Margrét Hrafnsdótt- ir sópransöngkonur, Hrönn Þráinsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó- leikarar, Þórarinn Már Bald- ursson víóluleikari og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleik- ari. Á efnisskránni verða verk eftir Bach, Debussy, Chopin, Mozart, Hindemith, Jórunni Viðar, Hjálmar H. Ragnars- son, Hildigunni Rúnarsdótt- ur, Snorra Sigfús Birgisson og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld. Miða- verð er 2.500 krónur en fólki er einnig frjálst að styrkja sjóðinn að vild. Hægt er að leggja inn á reikning: 0162- 15-383931, kt. 071007-3320. Minningartónleikar í Neskirkju Hrefna Sigurjónsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Heimilis og skóla - Landssamtaka foreldra. Hrefna er með góðan grunn að byggja á, með BA próf í sálfræði, meistarapróf í alþjóðasamskiptum og kennslurétt- indi á grunn-og framhaldsskólastigi. Hún er líka öllum hnútum kunnug hjá Heimili og skóla, hefur unnið þar sem verkefnastjóri í tvö ár, meðal ann- ars við netöryggisverkefnið SAFT. Heimili og skóli sinnir öllum skóla- stigum, leik-, grunn- og framhalds- skóla. Hrefna horfir því fram á mörg verkefni en hvar ætlar hún að byrja? „Áherslan núna er á að styðja við for- eldra í uppeldishlutverkinu. Það er svo mikilvægt að standa vörð um rétt- indi barna og þegar niðurskurður er hjá sveitarfélögum til skólamála er það grundvallaratriði að foreldrar séu hafðir með í ráðum. Þá ganga breyting- arnar miklu betur fyrir sig og eru lík- legri til árangurs. Þeir sem ráða ferð verða líka að velta vandlega fyrir sér hver hinn raunverulegi kostnaður er til lengri tíma. Það getur kostað þjóð- félagið svo mikið að skera niður á röng- um stöðum.“ Hrefna nefnir heitar skólamáltíð- ir og frístundaheimili sem dæmi um þjónustu sem byggð hafi verið upp og ekki megi glutra niður. „Foreldrar verða að nýta samtakamáttinn,“ segir hún ákveðin og bendir foreldrum á að kynna sér viðmiðunarstundaskrá í nýrri aðalnámskrá grunnskólanna og bera hana saman við stundaskrá barna sinna, svo tryggt sé að þau fái þá kennslu sem þeim ber. „Hin nýju menntalög auka tækifæri foreldra til að hafa áhrif á lýðræðislegan hátt og ég hvet þá til að nýta þær leiðir. Gagn- kvæm virðing er alltaf lykilatriði og góð samskipti milli heimilis og skóla það sem barnið græðir mest á,“ segir hún. Eineltismál koma mikið inn á borð Heimilis og skóla að sögn Hrefnu. „Við reynum að gefa foreldrum góð ráð í sambandi við eineltismál því oft eru þau marglaga, flókin og viðkvæm. Við bendum foreldrum á hver ábyrgð skólans er og réttur nemandans. Líka það að aðgerðarleysi er ekki valkostur í svona málum, það verður að taka á þeim. Þetta getur verið langt og erf- itt ferli en það er bæði skaði fyrir ein- staklinginn og þjóðfélagið ef ekkert er gert. Margir skólar hafa eineltisáætl- un og hún þarf að vera á borði en ekki bara í orði.“ Framkvæmdastjóraskipti hafa verið tíð hjá Heimili og skóla síðustu miss- eri. Hrefna segir fjárhagsvanda hafa átt sinn þátt í því. „Það er minna fé á lausu í svona starfsemi en áður var, samtökin hafa orðið að endurskoða áherslur sínar til samræmis við það og rifa seglin. Ég ætla bara að horfa fram á við og gera mitt besta.“ gun@frettabladid.is HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR: ER NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI HEIMILIS OG SKÓLA Kostar þjóðfélagið mikið að skera niður á röngum stöðum FRAMKVÆMDASTJÓRI HEIMILIS OG SKÓLA „Við reynum að vinna gott starf en allt byggist það á samstarfi við foreldra, opinbera aðila og önnur félagasamtök,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Merkisatburðir 1896 Suðurlandsskjálfti ríður yfir. Fjöldi bæja í Árnessýslu hryn- ur til grunna. 1910 Á Vífilsstöðum opnar heilsuhæli fyrir berklasjúklinga. 1914 Orrustan við Marne hefst þar sem herir Breta og Frakka stöðva sókn Þjóðverja til Parísar. 1942 Þýskar sprengjuflugvélar gera árás á Seyðisfjörð. Fjórir drengir slasast og hús skemmast. 1972 Varðskip beitir togvíraklippum á breskan landhelgisbrjót í fyrsta sinn. 1987 Háskólinn á Akureyri er settur í fyrsta sinn í Akureyrar- kirkju. Nemendur fyrsta starfsárið eru 47 talsins. 1989 Leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur flytja sig formlega úr Iðnó yfir í Borgarleikhúsið. Á þessum degi, árið 1997, dó Nóbelsverðlaunahafinn Móðir Teresa, 87 ára gömul. Fékk hún hjartaáfall á aðalskrifstofum trúboðsstöðvar sinnar í Kalkútta á Ind- landi en hún hafði barist við erfið veikindi í þó nokkur ár áður en hún féll frá. Þegar fréttir bárust af andláti Móður Teresu sagði páfinn að þar færi kona sem hefði sett mark sitt á sögu aldarinnar. Móðir Teresa var viss um það, aðeins 12 ára gömul, að Guð vildi að hún yrði trúboðsnunna. Hún gerðist meðlimur í Loretto-reglunni og var loks send til Kal- kútta á Indlandi, þar sem hún kenndi í skóla í mörg ár. Árið 1946 breytti hún vinnu sinni, hætti kennslu og helgaði krafta sína fátæku, veiku og dauðvona fólki. Smám saman fóru ungar stúlkur að ganga til liðs við nunnuna og reglu hennar og trúboð Móður Teresu, Kærleiksboðberarnir, var samþykkt árið 1950 af páfanum. Reglusystur trúboðsins vinna erfið hjálparstörf í fátækrahverfum Kalkúttaborgar á Indlandi, auk bænahalds og hugleiðingar. Móðir Teresa hélt því fram að án sambands við Guð væri ekki hægt að vinna þetta erfiða starf. ÞETTA GERÐIST: 5. SEPTEMBER 1997 Móðir Teresa fellur frá Doktor Lonnie Thompson, einn helsti jöklafræðing- ur heims, heldur fyrirlest- ur í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands í dag 5. september klukkan 12. Fyrirlesturinn er opinn almenningi og er í Hátíða- sal aðalbyggingar skólans. Hann ber heitið „Climate Change: The Evidence and Our Options, eða Loftslags- breytingar: veruleiki og val- kostir. Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp. Dr. Thompson er prófess- or við jarðfræðideild Ríkis- háskólans í Ohio í Banda- ríkjunum og hefur öðlast margháttaða viðurkenningu fyrir vísindastörf sín á vett- vangi jöklafræði og lofts- lagsfræða, ekki síst fyrir rannsóknir á borkjörnum úr jöklum heitra landa sem varpað hafa ljósi á þróun loftslags á jörðinni. Hann hefur farið í tugi rann- sóknarleiðangra til Kína og Himalajasvæðisins sem og til Suðurskautslandsins. Í boði forsetans VIÐ GRÆNLAND Bráðnun íss er fylgifiskur loftslagsbreytinganna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Kristín Vilhelmína Biering Fossvogsbletti 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. september kl. 15. Moritz Wilhelm Sigurðsson Margrét Dóra Guðmundsdóttir Guðmundur Sigurðsson Anna Sigríður Zoëga Auður Sigurðardóttir Ólafur Halldórsson Sigurður Þórir Sigurðsson Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn GUNNAR HRAFN Minningar- tónleikar um Gunnar verða í Neskirkju í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.