Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 42
5. september 2011 MÁNUDAGUR22 Hádegisfundur ÍSÍ Sjá nánar á www.isi.is Miðvikudagur 14. sept. kl. 12.00-13.00 í E-sal Íþr.-miðstöðv. í Laugardal. Jón Sigfússon hjá Rannsóknum og Greiningu fjallar m.a. um íþróttaiðkun framhaldsskólanema. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Uppl. í 460-1467 og á vidar@isi.is + Bókaðu flug á www.icelandair.is Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallar skattar. Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina. saltdreifarar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikj- um í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálf- ara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlend- an þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helm- ingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrú- ar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knatt- spyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti lands- liðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlend- ur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ell- efu. Rúnar Kristinsson kom næst- ur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálf- ara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálf- arar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knatt- spyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Níg- eríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starf- inu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá. - hsb Félögin vilja sjá erlendan þjálfara Helmingur knattspyrnufélaga á landinu vill að ráðinn verði erlendur landsliðsþjálfari í stað Ólafs Jóhannessonar. Þetta er niðurstaða ítarlegrar könnunar sem Stöð 2 gerði hjá þingfulltrúum KSÍ. Á FÖRUM Ólafur Jóhannesson lýkur fljótlega störfum hjá KSÍ og á meðan leita for- kólfar sambandsins að arftaka hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hver á að taka við? Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6 FÓTBOLTI Enn eitt áfallið dundi yfir Arsenal um helgina er ljóst varð að miðjumaðurinn Jack Wilshere mun ekki spila með liðinu næstu þrjá mánuði vegna meiðsla. Wilshere er meiddur á ökkla og í fyrstu var talið að hann yrði ekki lengi frá. Nú er aftur á móti ljóst að hann spilar ekki fyrr en í desember og hausverkur Wengers þjálfara verður sífellt meiri en Arsenal hefur byrjað tímabilið illa. - sáp Vandræði hjá Arsenal: Wilshere frá í þrjá mánuði GOLF Stefán Már Stefánsson og Sunna Víðisdóttir unnu lokastiga- mótið á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á Urriðavelli í Heiðmörk um helgina. Stefán varð um leið hlutskarp- astur í Eimskipsmótaröðinni. Har- aldur Franklín Magnús varð annar í mótaröðinni og Helgi Birkir Þór- isson tók þriðja sætið. Stefán Már lék ótrúlegt golf á laugardeginum en þá voru leikn- ir tveir hringir. Hann fór fyrri hringinn á fjórum höggum undir pari og þann síðari á fimm högg- um undir pari. Hann var því með sjö högga forskot á Guðjón Henn- ing Hilmarsson fyrir gærdaginn. Stefán spilaði á pari í gær og hélt sínu sjö högga forskoti en Harald- ur Franklín tók annað sætið. Andri Már Óskarsson varð síðan þriðji. Sunna Víðisdóttir lék best á laugardeginum og átti sjö högg á næstu keppendur fyrir lokahring- inn. Hún hélt því forskoti lokadag- inn og varð á endanum átta högg- um á undan Signýju Arnórsdóttur. Signý vann þar með sigur í mótaröðinni en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð önnur. Ólafía tók ekki þátt í mótinu um helgina. Sunna skaust upp í þriðja sætið með sigrinum í gær. - hbg Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar spilað um helgina: Stefán Már og Signý unnu mótaröðina BEST Stefán Már og Sunna voru ánægð eftir góða helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.