Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 2
8. september 2011 FIMMTUDAGUR2 Kristján, verður skálað fyrir nýja vígslubiskupnum? „Það verða allavega fluttar skálar- ræður!“ Kristján Valur Ingólfsson er nýr vígslu- biskup í Skálholti. NÁTTÚRA Rifsberjauppskera í görðum landsmanna hefur verið heldur dræm þetta haustið. Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur segir ástæðuna vera kalt vor með næturfrostum fram í júní og það hafi skaðað blómgun rifsberja- runnanna. Einnig var minna af skordýrum á sveimi til að frjóvga þau blóm sem höfðu frostin af. Stikilsber og sólber í görðum landsins virðast þó hafa sprottið þrátt fyrir kalt vor. Berjaspretta á landinu öllu virðist hafa verið með minna móti þetta árið, en það hefur verið mis- jafnt eftir landshlutum. - sv Kalda vorið hafði áhrif: Óvenjulítið um rifsber í haust RIFSBER Rifsberjauppskera á landinu hefur verið heldur dræm í haust vegna kulda í vor. MYND/HRÖNN AXELSDÓTTIR FÓLK „Það er alveg skelfilegt að lenda í þessu, sérstaklega vegna þess að maður býst við því að leigu- bílstjórar séu traustsins verðir,“ segir Ólafur Sigurðsson, sem varð fyrir því á dögunum að gleyma kassa af verðmætum í farang- ursgeymslu leigubíls. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur hann ekki fundið viðkomandi leigubíl- stjóra og þar af leiðandi ekki feng- ið eigur sínar til baka. Ólafur hefur því kært málið til lögreglu. „Ég hafði verið með hljómplötu- klúbbnum í miðbænum framan af degi á Menningarnótt að selja og gefa vínylplötur, en þegar við konan mín héldum heim um mið- nætti fengum við leigubíl ofarlega á Njarðargötu. Ég var með pappa- kassa sem í var myndavél af gerð- inni Sony Alpha, ferðaplötuspilari og tvær vínylplötur, sem ég setti í skottið. Svo rann það upp fyrir mér þegar við erum komin heim að ég hafði gleymt kassanum í bílnum.“ Ólafur segist hafa hringt á allar leigubílastöðvarnar strax morgun- inn eftir en engin hafi kannast við að bíll frá þeim hafi farið í þessa ferð. „Það sem gerir málið svo flókn- ara er að við pöntuðum ekki bílinn, heldur kölluðum á hann af götunni. Og svo greiddum við í reiðufé og þess vegna er ekki hægt að rekja greiðsluna.“ Ólafur bætir því við að bíl- stjórinn hafi verið ungur, þrekinn maður, með dökkt stutt hár og húð- flúr á báðum handleggjum. Bíllinn var ljós á litinn og með hvíta leður- innréttingu. „Ég sendi þessa lýsingu á allar stöðvarnar og fékk afar takmörkuð svör, nema hjá Hreyfli sem fór yfir ferðir bíla sinna úr ökuritum og fann engan bíl sem fór þessa leið.“ Tap Ólafs er þó nokkuð, enda er myndavélin um 100 þúsund króna virði og plötuspilarinn sömuleiðis tugþúsunda virði, en þar er líka um safngrip að ræða sem er erfitt að bæta. „Ég er eiginlega alveg vopnlaus í þessu máli núna og vil þess vegna biðla til þess sem er með hlutina eða einhverra sem hafa séð þá, að hafa samband við lögreglu svo að þeir komist nú til skila,“ segir Ólaf- ur að lokum. Tilfelli sem þessi koma einnig illa við stétt leigubílstjóra, að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar, formanns bifreiðastjórafélagsins Frama – félags leigubifreiðastjóra. „Það kemur sér mjög illa fyrir stéttina ef menn eru að gera svona lagað. Á meðan maðurinn finnst ekki bitnar þetta á heildinni.“ thorgils@frettabladid.is Tapaði verðmætum í óþekktum leigubíl Ólafur Sigurðsson gleymdi kassa með ýmsum verðmætum í leigubíl fyrir skemmstu. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur leigubíllinn ekki fundist og málið kært til lögreglu. Formaður leigubílstjóra segir slík tilfelli skaða stéttina. MIKIÐ TAP Ólafur Sigurðsson og kona hans gleymdu myndavél, plötuspilara og plötum í leigubíl fyrir nokkru. Þau hafa ekki haft uppi á mununum en óska eftir ábendingum frá þeim sem gætu haft upplýsingar um málið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PLÖTUSPILARA SAKNAÐ Plötuspilari af þessari tegund og lit er meðal þess sem Ólafur saknar eftir bílferðina afdrifaríku. STJÓRNMÁL Hanna Birna Krist- jánsdóttir útilokar ekki að fara gegn Bjarna Benediktssyni í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Hún segist þó ekki hafa tekið neina ákvörð- un enn. Mikill þrýstingur er innan flokksins á mótframboð. Boðað hefur verið til Landsfundar Sjálfstæðis flokksins dagana 17.- 20. nóvember þar sem Bjarni Benediktsson, núverandi for- maður flokksins, freistar þess að ná endurkjöri. Í samtali við fréttastofu Stöðv- ar 2 sagðist Hanna Birna ekki útiloka að hún myndi gefa kost á sér til frekari trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fram- tíðinni. Að svo komnu máli hefði hún hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir þar um. - bl Hugsanlegur formannsslagur: Hanna Birna íhugar framboð HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR UMHVERFISMÁL „Okkur finnst kominn tími til að fara að gera eitthvað því það liggur við að hér flæði skolp beint út í árnar,“ segir Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal. Jón og tveir nágrannar hans hafa keypt hver sína skolphreinsistöðina til að leysa af gagnslitlar rotþrær. Jón tók í gær við sinni hreinsistöð sem sett er saman á Egilsstöðum úr elementi frá Dan- mörku og tanki frá Tékkalandi. Stöðin gengur fyrir rafmagni og skilur óhreinindi úr frá- rennslisvatninu. „Það eru vandamál á öðrum hvorum bæ með frárennsli hér í Mosfellsdal vegna þess að dalurinn er svo sléttur og vatnsstaðan há. Hér eru gamlar rotþrær sem menn hafa kannski ekki verið góðir í að setja rétt upp,“ segir Jón. Hann rekur grænmetismarkað og tjaldstæði í Mosskógum og kveðst þurfa að borga um 800 þúsund krónur sjálfur fyrir hreinsistöðina. „Þetta er það eina sem dugir og mér finnst að annað hvort ríkið eða bæjarfélagið eigi að koma að málinu og setja þetta upp alls staðar í dalnum. Annars verður frárennslið alltaf til vandræða. Árnar eru kannski fljótar að skola sig en menn fara að minnsta kosti ekki að grilla og senda börnin sín með veiði stangir niður að á þegar þau eru komin heim. Það væri nú ansi gaman ef það væri hægt – eins og var í gamla daga,“ segir Jón í Mosskógum. - gar Þrír íbúar í Mosfellsdal gefast upp á mengun frá ónýtum rotþróm og boða nútímalegri lausnir: Setja upp hver sína hreinsistöð fyrir skolp EFNAHAGSMÁL Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir brýnt að losa gjaldeyrishöftin sem fyrst, þar sem kostnaður við þau vaxi með tímanum. Ábatann af hröðu afnámi verði hins vegar að meta á móti skamm- tímakostnaði vegna óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem losunin geti valdið. Þetta kom fram í erindi sem Már hélt á fundi félags löggiltra endurskoðenda í gær. Már sagði höftin hafa verið sett á til að stöðva frjálst fall krónunnar í framhaldi bankahrunsins. Þá hafi þau veitt skjól fyrir endurskipulagningu efna- hagsreikninga og mildað samdrátt í hagkerfinu. Þá hefðu vextir þurft að vera miklu hærri án hafta. Þá sagði Már að segja mætti að ábati haftanna fæl- ist í auknum stöðugleika og meira svigrúmi til að láta hagstjórn taka mið af innlendum aðstæðum. Þá bætti hann við að ábatinn væri mestur til að byrja með. Á móti komi aukinn viðskiptakostnaður og glötuð við- skiptatækifæri sem aukist með tímanum. Már fjallaði síðan um áætlun stjórnvalda og Seðla- bankans um afnám hafta og sagði hana leið til að losa höftin án þess að taka of mikla áhættu með gengis- stöðugleika. Hún tryggi um leið lánsfjármögnun ríkissjóðs og lausafjárstöðu bankanna og stuðli að aukinni fjárfestingu. Loks benti Már á að áætlunin er skilyrt en ekki tímasett og sagði ekki vera forsendur fyrir tímasettri áætlun. Uppfylla þurfi ákveðin skil- yrði svo sem er varða þjóðhagslegan stöðugleika, fjármálastöðugleika og nægilegan gjaldeyrisforða, áður en hægt sé að klára verkið. - mþl Seðlabankastjóri segir kostnaðinn við gjaldeyrishöft vaxa með tíma: Brýnt að losa höftin sem fyrst MÁR GUÐMUNDSSON Seðlabankastjóri fjallaði um áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám hafta. JÓN JÓHANNSSON OG ÞRÖSTUR SIGURÐSSON Tveir íbúanna í Mosfellsdal sem í gær fengu nýjar hreinsi- stöðvar fyrir frárennsli frá húsum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁTTÚRA Vísindamannaráð almannavarna komast að þeirri niðustöðu í gær, á fundi um atburði liðinna vikna undir Mýr- dalsjökli, að ekki væru komin fram ótvíræð merki um eldgos í Kötlu. Í frétt á vef almannavarna segir þó að virknin undir jöklinum gæti verið „langtímaforboði eldgoss“. Aukin jarðskjálftavirkni og jarðhitavirkni hefur verið í öskju Kötlu síðan í sumar. Þó ekki sé víst að eldgoss sé vænta segja almannavarnir að þessi aukna virkni kalli þó á aukna árvekni. Órói undir Mýrdalsjökli: Engin ótvíræð merki um gos BANDARÍKIN, AP Maður á fertugs- aldri var staðinn að bífræfinni ránstilraun í matvörubúð í litlum bæ í Alabama-ríki um síðustu helgi. Maðurinn, Nathan Hardy, er utanbæjarmaður að sögn lögreglu, en meðal þess sem hann stakk ofan í buxurnar sínar voru tveir pokar af risarækjum, svínalund og tveir lifandi humrar. Hardy hljóp á brott þegar hann var staðinn að þjófnaðinum, en féll við á flóttanum og var yfirbugaður af starfsfólki. Hann var síðan fluttur í fangageymslu. - þj Lítt skynsamur búðarþjófur: Stakk tveimur lifandi humrum í buxurnar SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.