Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 10
8. september 2011 FIMMTUDAGUR10 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Hitablásarar Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Rafmagnshita- blásari 2Kw 1 fasa 6.490 Rafmagnshita- blásari 3Kw 1 fasa 7.900 Rafmagnshita- blásari 5Kw 3 fasa 11.900 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.995 Kapalkefli 10 mtr 2.990 15 metra rafmagnssnúra 2.995 Kapalkefli 15 mtr 4.290 M ar ga r g er ði r PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 12 21 5 THE TWO 9/11S THEIR HISTORICAL SIGNIFICANCE Dr. Noam Chomsky er bandarískur málvísindamaður, rithöfundur og samfélagsrýnir. Hann er heiðursgestur Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og flytur erindi í röð öndvegisfyrirlesara á aldarafmæli skólans. Fyrirlesturinn fer fram í stóra sal Háskólabíós föstudaginn 9. september kl. 15.00 og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Allir velkomnir Vakin er athygli á fyrirlestri dr. Noams Chomsky, prófessors emeritus í málvísindum við Massachusetts Institute of Technology (MIT). Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 VIÐSKIPTI Steve Jobs lét nýverið af starfi sínu sem forstjóri Apple. Jobs, sem hefur sennilega verið þekktasti forstjóri heims síðustu ár, tókst á fjórtán árum í starfi að breyta Apple úr nær gjaldþrota tæknifyrirtæki í næststærsta fyrir tæki heims. Það er líklega ekki ofsögum sagt að Apple hafi breytt heimunum á þessu tímabili með nýjungum á borð við iPod, iPhone og iPad. Jobs hefur verið óumdeildur leiðtogi og hugsuður fyrirtækisins auk þess að vera andlit þess út á við. Afsögn hans hefur því vakið upp þá spurn- ingu hvort Apple geti haldið dampi og notið sömu velgengni án Jobs. Önnur tæknifyrirtæki hafa lent í erfiðleikum eftir brotthvarf forstjóra og má til dæmis nefna Microsoft, sem hefur að sumu leyti tapað yfirburðastöðu sinni frá því að Bill Gates hætti sem forstjóri í janúar árið 2000. Fyrst skal haft í huga að fyrir- tækið virðist vera vel undirbúið fyrir þessi tímamót. Tim Cook, sem hefur verið framkvæmda- stjóri hjá Apple frá 1998, tók við starfinu samstundis og það alls ekki óundirbúinn þar sem hann hefur leyst Jobs af tvisvar sinnum meðan Jobs hefur tekið sér leyfi frá störfum af heilsufarsástæðum. Þótti Cook takast vel upp í bæði skiptin. Þá þykir hann hafa staðið sig með eindæmum vel í starfi frá því að hann gekk til liðs við fyrir- tækið og hefur verið í innsta hring við alla ákvarðana töku. Aðrir lykil starfsmenn fyrir tækisins, svo sem hönnunar stjórinn Jonathan Ives, eru jafnframt enn á sínum stað. Þá er Jobs ekki hættur afskiptum af fyrirtækinu heldur verður hann stjórnarformaður Meðal annarra ástæðna til bjartsýni má nefna að starfsmenn fyrir tækisins mælast reglulega með gríðarlega hollustu gagnvart fyrirtækinu. Þá er nokkuð skýrt hvaða vörur fyrirtækið mun gefa út á næstunni; nýja útgáfu iPhone í haust, nýja útgáfu iPad snemma á næsta ári og svo framvegis. Þá segja þeir sem til þekkja engan skort á hugmyndum um nýjar vörur vera hjá fyrirtækinu. Velgengni Apple hefur byggt á sölu vara sem eru fallega hannað- ar, einfaldar í notkun og tæknilega fullkomnar. Það er í raun einföld formúla en samt sem áður hefur keppinautum fyrirtækisins reynst erfitt að slá henni við. Apple selur óvanalega fáar vörur; tölvur, spjaldtölvur, síma og tónlistarspil- ara, en leggur gríðarlega mikið í hverja vöru. Svo mikil vinna er lögð í hverja vöru að Apple notar yfirleitt ekki markaðsprófanir. Fyrirtækið treystir því einfaldlega að varan selji og það er orðið langt síðan fyrirtækið sló vindhögg. Því virðist ólíklegt að halla fari undan fæti hjá Apple strax jafnvel þótt Jobs sé hættur. Hug- myndafræðin sem Apple byggir á er óbreytt og tæknilegir yfir- burðir enn til staðar. Hins vegar er erfitt að spá fyrir um afdrif tækni fyrirtækja þar sem örar tækniframfarir geta umbylt rekstrarumhverfi þeirra á tiltölu- lega skömmum tíma. Brottför Jobs er því ólíkleg til að skipta sköpum fyrir fyrirtækið en eitthvað annað gæti gert það. magnusl@frettalbladid.is Getur Apple haldið dampi eftir Jobs? Steve Jobs hefur látið af störfum sem forstjóri Apple af heilsufarsástæðum. Apple var nær gjaldþrota þegar hann tók við starfi forstjóra og nú óttast margir að hallað geti undan fæti hjá fyrirtækinu. STEVE JOBS Þrátt fyrir að vera hættur sem forstjóri hefur Jobs ekki lokið afskiptum af fyrirtækinu því hann gegnir nú starfi stjórnarformanns. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MÖRGÆS ÚR GRÆNMETI Þessi mörgæs er skorin út úr eggaldini og gulrótarræmum og var einn gripa á fyrstu evrópsku grænmetisútskurðar- keppninni, sem haldin var í Leipzig í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNARMÁL Skipulags- nefnd uppsveita Árnessýslu kveðst harma að Skipulags- stofnun og umhverfis ráðuneytið „taki sér skipulagsvald og ákvarði“ hvar skynsamlegast sé að byggja í landi Hulduheima í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skipulagsstofnun og umhverfis- ráðuneytið höfnuðu því að veita undanþágu frá ákvæði í reglugerð þannig að hægt yrði að reisa hesthús minna en eitt hundrað metra frá tengivegi. Skipulagsnefndin segir þetta „þvert á niðurstöðu skipulags- ráðgjafa, landeigenda og nefndarmanna heima í héraði sem hafa staðgóða þekkingu á svæðinu“. Ekki sé vitað til að starfsmenn Skipulagsstofnunar eða ráðuneytisins hafi skoðað aðstæður á staðnum. - gar Ekki undanþága fyrir hesthús: Kynntu sér ekki aðstæðurnar Guðmundur Steingrímsson sagði stutta sögu af tómötum og gúrku í umræðunni. Tollar á þær vörur voru felldir niður árið 2002 og styrkja- kerfið endurskoðað. Framleiðslan hefði aukist við það; um 60 prósent á tómötum og um 40 prósent á gúrkum. Markaðshlutdeild innlendrar gúrku hefði aukist úr 80 prósentum í 90 prósent við tollaafnámið. Taldi Guðmundur það merki um að nútímavæða bæri umhverfi íslensks landbúnaðar, það væri það besta sem fyrir greinina kæmi. Framleiðsla jókstALÞINGI Tekist var á um tolla á landbúnaðarvörur á Alþingi í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi í utandagskrár- umræðu og spurði hún Jón Bjarna- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, þriggja spurninga: Ætlar ráðherra að breyta tollaumhverfi til samræmis við álit umboðs- manns Alþingis, ætlar hann að breyta landbúnaðarkerfinu með hliðsjón af breyttu neysluumhverfi og ætlar hann að auka innflutning á búvörum? Jón fór yfir stöðu mála flokksins, en fátt var um svör við spurn- ingunum þremur. Þó sagði hann í seinni ræðu sinni að hann hygðist ekki setja íslenska matvælafram- leiðslu í hættu með því að opna fyrir takmarkalausan innflutning. Þorgerður Katrín benti á þá stað- reynd að Ísland hefði skuldbundið sig til að hleypa inn ákveðnu magni af erlendum búvörum með aðild að GATT-samningnum árið 1995. Miðað væri við 3 prósent af innan- landsframleiðslu. Kvótarnir tækju enn mið af því neysluumhverfi sem var við undirritun samninganna fyrir sextán árum. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og kölluðu þau Magnús Orri Schram og Ólína Þorvarðar- dóttir, þingmenn Samfylkingar- innar, og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, eftir heildstæðri endurskoðun á landbúnaðar- kerfinu. Aðrir, eins og framsóknar- mennirnir Höskuldur Þórhalls- son og Sigurður Ingi Jóhannsson, og Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum, tóku undir með landbúnaðar ráðherra að innlenda framleiðslu og matvælaöryggi bæri að tryggja. - kóp Þorgerður Katrín telur að endurskoða þurfi tolla- og styrkjakerfi í landbúnaði til hagsmuna fyrir neytendur: Tollar miða við neysluumhverfi frá 1995 Flugsýning í Reykjavík Flugsýning verður haldin á Reykja- víkurflugvelli á laugardaginn þar sem minnst verður 70 ára afmælis flugvallarins. Hugh Eccles, breskur herflugmaður, var fyrsti flugmaðurinn sem lenti á vellinum og kemur hann til landsins til að fagna tímamótun- um. Áætlað er að 25 til 30 flugvélar taki þátt í flugsýningunni sem stendur yfir frá klukkan 13 til 15, en sýningar- svæðið á Reykjavíkurflugvelli verður opið milli klukkan 12 og 16. SAMGÖNGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.