Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 22
22 8. september 2011 FIMMTUDAGUR Verslun & viðskipti · Öruggar greiðslur á ferðinni · Vefverslun 101 · Rafrænir vinnustaðir · Microsoft Dynamics NAV · Microsoft ERP · Microsoft Dynamics AX Retail · LS Retail og CRM · Webmethods · Samskiptalausnir · Stjórnun viðskiptatengsla · Aðgengi að þekkingu, upplýsingum og skjölum · Tíma-og árangursstjórnun með Microsoft Office · SharePoint · Lync · Farsímavefir · Vefþjónustulag · Apps fyrir snjallsíma · Stjórnendalína · Mótun tæknistefnu · EMC · SAP Business Objects · Targit og CALM · Oracle GRC · Alcoa og viðskiptagreind · Mannauðsvöruhús LSH · Gögn og grafík · Bland í poka · Góðkunningjar lögreglunnar · Viðhorf starfsfólks til vinnuveitenda · Decision Theory · Kafbáturinn Freyja · Skrifstofan í skýinu · Office 365 · Öruggar töflur · iPad- og Android þróun · Upplýsingaleki · Hönnun · Opinn hugbúnaður · Rafræn stjórnsýsla · Rafrænar undirritanir skjala · Sparað með Ísland.is · Markvisst ráðningarferli · Umsókna- og ráðningakerfi · Rafrænir innkaupasamningar · Rafrænar kosningar · Samvirkni í þjónustu · Rafrænt viðskiptaumhverfi LSH · Afstemming í ORRA · Oracle verkefnastjórnun og verkbókhald · Rekstur & öryggi · Microsoft System Center · Websense · Örugg auðkenning · Útvistun · Gagnageymslur · Tölvuský · VMware Cloud Infrastructure · Örugg skjöl · Dulritun skjala · Með höfuðið í skýjunum Einn heimur, einn leikur: EVE Online + Dust 514 Besta ráðstefnan er á morgun!!! Vinnuferlar, gildi og starfsandi hjá Facebook Skráðu þig strrrax á skyrr.is Föstudaginn 9. september 2011 á Hótel Hilton H V ÍT A H Ú SI Ð /1 0- 14 07 Nú þegar fyrir liggur að Lands-bankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvern- ig það kom til að eignir Landsbank- ans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Ice- save-kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkis- stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrj- un 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðu- eigenda og fjárfesta stæði ábyrg- ur gagnvart Bretum og Hollend- ingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þann- ig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálag- ið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok árs- ins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafn- framt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endur- heimtu úr búi Landsbankans ef end- urheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samn- ingunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðar- innar því að borga – en samt verð- ur borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbank- ans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Lands- bankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsam- legt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni. Landsbankaleiðin var skynsamleg leið Þegar árangur þróunarsam-vinnu og hjálparstarfs er met- inn er eðlilegt að rýnt sé í tölur. Þær segja okkur m.a. að börnum sem sækja skóla í þróunarríkjum hefur fjölgað um 40 milljónir á átta árum. Á bak við slíkar tölur eru þó einstaklingar sem eiga sínar fjöl- skyldur og heyja sína lífsbaráttu í gleði og sorg, líkt og við öll. Tveir slíkir einstaklingar og „ávextir“ þróunarsamvinnu eru okkur ofar- lega í huga. Sá fyrri heitir Omsula og er 18 ára drengur frá Kenýa. Móðir hans dó af barnsförum þegar hann var 5 ára gamall og nokkrum árum síðar lést faðir hans. Omsula fór þá með eldri bróður sínum til Nairobí. Bróðir hans fékk vinnu en þénaði aðeins 3 dollara á viku. Það dugði ekki fyrir mat, skólagjöldum og húsaleigu og varð fátæktin til þess að Omsula flutti alveg á götuna þegar hann var 12 ára. Hann sam- einaðist gengi götustráka og leit- aði í vímuefni til að afbera þján- ingarnar. Eftir ár á götunni frétti hann af heimili ABC barnahjálp- ar og komst þangað. Hann er nú í góðum framhaldsskóla og dreym- ir um að verða dómari. Hann er afar þakklátur Þórunni, starfs- fólki ABC í Kenýa og stuðnings- aðila sínum á Íslandi fyrir að gefa sér tækifæri. Hinn „ávöxturinn“ heitir Refilwe Motlhanka og er frá Botsvana. Heimsæki maður Disney World í Flórída á maður líklega ekki von á því að starfsmaðurinn sem tekur á móti manni sé uppvaxið mun- aðarlaust barn frá Afríku sem á þróunar samvinnu allt að þakka. Refilwe og fjögur systkini hennar lentu ung á götunni en fengu svo móður og heimili í SOS barnaþorpi. Með hjálp styrktarforeldra gekk hún menntaveginn og bauðst síðan að fara til Flórída og vinna þar sem starfsnemi. Í dag starfar hún hjá Stanbic bankanum í Botsvana og lifir góðu lífi. Yfir hundrað þúsund fyrrver- andi styrktarbörn starfa nú sem kennarar, flugstjórar, kokkar, endur skoðendur, þingmenn, félags- ráðgjafar o.fl. um allan heim. Þróunarsamvinna ber ávöxt. Tveir ávextir Daglega heyrast fréttir af því að Íslendingar ákveði að flytja utan í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Opinber gögn sýna að á árunum 2009-2010 var fjöldi brottfluttra einstak- linga umfram aðfluttra 7.000 manns. Við erum því að upplifa mestu brottflutninga sem orðið hafa síðast liðin 120 ár eða frá því 15.000 Íslendingar fluttu til Vestur heims í lok 19. aldar. Beinn kostnaður við þessa nei- kvæðu þróun er gríðarlegur. Þarna er um að ræða mikið af fólki sem hefur verið byggt upp á kostnað samfélagsins og er að byrja að skila tekjum til sam- neyslunnar og halda uppi hag- vexti. Flóttinn kostar samfélagið milljarða Í skýrslu sem OECD gaf út á síð- asta ári kemur fram að íslenskt samfélag eyðir að meðaltali einni milljón í hvern nemanda á hverju námsári. Samkvæmt þessari skýrslu kostar hver grunnskóla- genginn námsmaður um 15 millj- ónir og háskólamenntaður ein- staklingur kostar um 23 milljónir króna. Þrátt fyrir þennan kostn- að þá sýna allar rannsóknir að fjárfesting í menntun þjóðarinn- ar skilar sér margfalt til baka í auknum skatttekjum. Sé fjöldi brottfluttra settur í samhengi við beinan menntunar- kostnað, kostnað við heilbrigðis- þjónustu o.fl. þá má sjá að tap samfélagsins hleypur á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er ekki horft til þess að við- komandi hefði, að loknu námi, skapað aukin umsvif í íslensku hagkerfi, borgað skatta og drif- ið áfram hagvöxt. Það er einnig áhyggjuefni að svo virðist vera sem meira af fjölskyldufólki sé nú að flytja af landi brott. Ekki er óalgengt að annar hvor makinn fari í fyrstu utan og í framhaldinu fylgi fjölskyldan á eftir. Þeim mun lengur sem þetta ástand varir aukast líkurnar á að fjölskyldurnar flytji einnig og að fólk setjist varanlega að erlendis. Stefna ríkisstjórnarinnar dýpkar kreppuna! Fyrir ári síðan ræddi forsætis- ráðherra um þennan vanda í umræðum á Alþingi. Þá sagði hún reyndar að full ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun mála. Forsætisráðherra sagði einnig að ríkisstjórnin hefði nýverið kynnt áætlun um aukna atvinnuupp- byggingu sem unnið væri eftir og að hún væri sannfærð um að það tækist að snúa þessari þróun við. Frá því þessi ummæli féllu eru liðnir 18 mánuðir. Þvert á spár forsætisráðherra þá heldur fólksflóttinn áfram og lausn ríkis- stjórnarinnar virðist felast í því að biðla til stjórnvalda í Noregi að bjóða Íslendingum ekki vinnu samkvæmt norskum launakjör- um. Staðreyndin er sú að ríkis- stjórninni hefur gengið mjög illa að auka samkeppnishæfni lands- ins eftir bankahrunið og í dag erum við á svipuðum slóðum og Eistland, Pólland og Kasakstan. Atvinnuleysið er í hæstu hæðum og væri raunar enn hærra ef ekki væri fyrir þennan gríðar- lega brottflutning. Fjárfesting í landinu er mjög lítil og fréttum af ungu fólki sem hyggst flytja af landi brott fjölgar. Atgervisflótt- inn er að verða bláköld staðreynd. Tækni- og iðnaðarmenn flytjast af landi brott, aðeins þriðjungur læknanema er tilbúinn að koma aftur heim að loknu námi o.s.frv. Hið jákvæða er þó að sóknar- færi okkar liggja mjög víða. Eftir hrun áttum við Íslendingar mikil tækifæri að vinna okkur hratt upp úr efnahagslægðinni og koma þannig í veg fyrir þessa þróun. Nú má ekki meiri tími glatast og við þessar aðstæður er mikilvægt að ríkisstjórnin sýni forystu í verki. Það þarf að finna raunhæfa lausn á skuldavanda heimilanna, efla innlenda framleiðslu á öllum sviðum, auka hagvöxt og draga úr atvinnuleysi. Ég er þess full- viss að hægt er að ná sátt bæði á Alþingi og meðal þjóðarinnar um að skapa umgjörð fyrir þess- ar áherslur. Reynslan sýnir því miður að það getur ekki orðið undir forystu núverandi ríkis- stjórnar. Ekkert gert við atgervisflótta Þróunarsamvinna ber ávöxt Guðrún Margrét Pálsdóttir ABC Barnahjálp Ragnar Schram SOS Barnaþorpin Samfélagsmál Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins Icesave Svavar Gestsson fv. ráðherra og sendiherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.