Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 26
8. september 2011 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is MOSAIK Alúðar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Sveinsdóttur Hásölum 13, Kópavogi. Kristinn Kristinsson Kristinn Kristinsson Steinunn Lilja Sigurðardóttir Sigríður Kristinsdóttir Bergur Þorgeirsson Bergljót Kristinsdóttir Andrés I. Guðmundsson Sveinn Kristinsson Ásta Rut Sigurðardóttir Dagbjört Kristinsdóttir Matthías Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar Elínar Jónsdóttur frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, til heimilis að Lindarbraut 31, sem andaðist 31. júlí sl. f.h. aðstandenda, Almar Gestsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Gunnþór Ragnar Kristjánsson áður til heimilis í Skarðshlíð 29, sem lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 4. september, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. september kl. 13.30. Jakobína Þórey Gunnþórsdóttir Kristján Gunnþórsson Jónína S. Helgadóttir Þóroddur Gunnþórsson Lilja Marinósdóttir Sveinmar Gunnþórsson Kristín Pálsdóttir Eyþór Gunnþórsson Soffía Valdemarsdóttir Jóhanna Gunnþórsdóttir Brynjólfur Lárentsíusson Ragnar Gunnþórsson Haraldur Gunnþórsson Hallfríður Hauksdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Dagbjört Elsa Ágústsdóttir Dvalarheimilinu Sunnuhlíð, áður Hæðargarði 29, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 29. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 9. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Sunnuhlíðar. Grétar E. Ingvason Yngvi Rúnar Grétarsson Virginia Karen Grétarsson Ágúst Már Grétarsson Brynjólfur Grétarsson Elín S. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, Guðrún Jónsdóttir Sóltúni 13, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtudaginn 1. september. Útför hennar fer fram frá Grafarvogs- kirkju föstudaginn 9. september kl. 13. Katrín Finnbogadóttir, Oddur Eiríksson Guðrún Oddsdóttir, Þorvarður Friðbjörnsson og systkini hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, Anton Ingimarsson verslunarstjóri, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 10. september kl. 14. Elva Rut Antonsdóttir Ingimar Hrafn Antonsson Ingimar Antonsson Gíslína Helgadóttir Sigríður H. Ingimarsdóttir Hjördís I. Ingimarsdóttir Hafdís Elfa Ingimarsdóttir Gylfi Ingimarsson Ólöf Pálína Úlfarsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Baldvinsson múrarameistari, til heimilis að Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ, áður Grænuhlíð 7, lést í Holtsbúð sunnudaginn 4. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. september kl. 13.00. Arndís Magnúsdóttir Hafsteinn Filippusson Benjamín Grendal Magnússon Guðbjörg Kristjánsdóttir Sæunn Grendal Magnúsdóttir Grétar Sveinsson Baldvin Grendal Magnússon Sigrún Grendal Magnúsdóttir Guðmundur J. Guðlaugsson Sigurður Grendal Magnússon Sigríður Björk Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir 1891 Fyrsta hengibrú landsins, Ölfusárbrú, er vígð. 1921 Goðafoss kemur í fyrsta sinn til Reykjavíkur en annað skip með sama nafnið hafði strandað árið 1916. 1931 Lög um notkun bifreiða eru staðfest. Hámarkshraði í þétt- býli verður 25 kílómetrar á klukkustund en er annars stað- ar 45 kílómetrar. 1977 Þriðja hrina Kröfluelda hefst. 1979 Minnisvarði um Bjarna Pálsson, fyrsta landlækninn, er afhjúpaður við Nesstofu, meira en tvö hundruð árum eftir að hann lést. Bakka-Baldur nefnist heimildarmynd eftir Þorfinn Guðnason sem frumsýnd verður í Menningarhúsinu Bergi á Dal- vík í kvöld. Myndin segir frá Baldri Þórarinssyni frá Bakka í Svarfaðar- dal og ferðalagi hans til Havaí þar sem hann hyggst hitta góðan og gamlan vin. Að sögn Bjarna Óskarssonar, annars framleiðanda myndarinnar og ábúanda á Völlum í Svarfaðardal, fjallar mynd- in um vináttuna en ekki síður einstak- an menningarheim Svarfaðardals. „Það er nú leyndarmálið sem kemur fram í lok myndarinnar, hver þessi vinur Bakka-Baldurs er,“ segir Bjarni, sem ásamt Gísla Gíslasyni framleið- ir myndina, en framleiðslufyrirtæki þeirra kallast Villingur Production. Myndin hefur verið sýnd einu sinni áður, á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg, og var þar valin önnur besta myndin af áhorfendum hátíðar- innar. Hugmyndin kviknaði þegar Baldur hóf störf hjá Bjarna sem staðarhald- ari á Völlum. „Baldur sagði mér frá vini sínum, sem byggi úti á Havaí og hann hefði ekki séð lengi. Ég fékk þá hugmynd að það gæti verið gaman að láta af því verða að heimsækja vininn og hafði samband við ákveðinn aðila sem bjó svo um hnútana að það var ger- legt. Þá kviknaði í kjölfarið hugmyndin um að gera bíómynd um undirbúning ferðalagsins sem og ferðalagið sjálft,“ segir Bjarni og bætir við að sagan sé ekki síst öðruvísi í ljósi þess að Baldur hafi lítið ferðast og tali ekki ensku. „Auk þess sem myndin fjallar um vináttuna er mikið tekið á menning- unni og lífinu hér í Svarfaðardal sem er dálítið sér á parti. Af hverju er hún sérstök? Kannski er það vegna þess að menn hafa verið duglegir að halda í sínar hefðir. Hér eru spiluð spil sem enginn þekkir og dansar dansaðir sem þekkjast hvergi annars staðar. Þetta er einhver sérviska í bland við annað,“ segir Bjarni. Baldri er fylgt eftir í heilt ár áður en hann fer út og með honum í för eru vinir hans, meðal annars jarðskjálfta- fræðingurinn Ragnar Stefánsson, oft- ast kallaður Ragnar skjálfti, og Ingi- björg Hjartardóttir kona hans. Kaflinn sem tekinn er upp úti á Havaí er líka áhugaverður að sögn Bjarna, enda þótt eyjurnar séu ólíkar séu þær báðar eld- fjallaeyjur, hvor í sínu hafinu. „Stefnan er að sýna myndina einnig fyrir sunnan og gefa út á dvd en við vildum frumsýna hana hér fyrir norð- an. Það er ekki spurning að þetta verð- ur góð kynning fyrir Svarfaðardal og Ísland yfir höfuð en Kvikmyndasjóður er byrjaður að kynna myndina erlend- is,“ segir Bjarni. Bakka-Baldur verð- ur einnig sýnd á föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld, klukkan 20, en hluti af ágóða miðasölunnar þessa helgi rennur til góðgerðarstarfsemi á Dalvík. juliam@frettabladid.is HEIMILDARMYND EFTIR ÞORFINN GUÐNASON: FRUMSÝND Á DALVÍK Í KVÖLD Bakka-Baldri var fylgt eftir HEIMILDARMYND UM VINÁTTUNA OG MENNINGU SVARFAÐARDALS Baldri Þórarinssyni frá Bakka í Svarfaðardal var fylgt eftir í heilt ár en heimildarmynd um hann, eftir Þorfinn Guðna- son, er frumsýnd á Dalvík í kvöld. KARL JÓHANN SIGHVATSSON tónlistarmaður (1950-1991) fæddist þennan dag. „Í lífi mínu hafa verið mörg orgel.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.