Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGsushi FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 20114 Nigiri-sushi Handpressað sushi, pressaður sushi-hrís- grjónakoddi með gómsætum bragðbæti ofan á (nigiri þýðir pressað). Nokkur dæmi um mis- munandi gerðir af sushi Sushi-hrísgrjón Sushi-hrísgrjón eru kringlótt grjón sem eru rík af sterkju. Það er úr- slitaatriði að vanda sig við að skola og bleyta grjónin. Skolið vandlega og látið hrísgrjónin þrútna þar til kjarninn er horfinn og hrísgrjónin fá á sig mjólkurkenndan lit. Nori Nori-blað er þvegið, saxað, pressað og ristað þang. Það er til af mis- munandi gæðum, Blue Dragon er af hæsta gæðaflokki. Gott blað skal hafa þétta samsetningu, það þarf að vera auðvelt að beygja það án þess að það springi og hafa góðan grænan lit. Gari Sushi Gari er sérstakt pæklað engifer. Þunnar sneiðar af engiferi með vatni, ediki, salti og klípu af sykri. Hrísgrjónaedik Tært og milt edik sem magnar hrísgrjónabragðið. Er frábært með sushi. Sushi Su Jöfn blanda af Blue Dragon hrís- grjónaediki og sykri. Hægt er að setja bita af Kombu-þangi inn í Su til að fá hreinna þangbragð af sushi-inu. Japönsk sojasósa Japönsk sojasósa er samkvæmt venju framleidd úr gufusoðnum sojabaunum, salti og ristuðu hvei- timalti. Það er mjög mikilvægt að nota Japanska sojasósu með sushi. Mirin Notað sem sætuefni og bragðbæt- ir í japanskri matargerð. Gefur milt og sætt bragð og fallegan gljáa. Miso-súpa Próteinrík kjötseyðissúpa sem auðvelt er að gera. Drekkið bæði fyrir og með máltíð. Wasabi Rót japanskrar plöntu sem er þekktari sem „japönsk piparrót“. Tofu Tofu er búið til úr sojabaunum. Þær hafa verið bleyttar, eldaðar og stappaðar. Því næst er þeim leyft að storkna og þær skornar niður í kubba. Sushi er girnilegur, holl-ur, einfaldur og gómsæt-ur matur. Orðið sushi þýðir ekki hrár fiskur, eins og marg- ir halda, heldur er það heiti sér- stakra hrísgrjóna sem útbúin eru með ediki og/eða sykri. Þau eru svo notuð með hráum fiski, skel- fiski eða öðru. Val á hráefni er mjög mikilvægt þegar um sushi eða sashimi er að ræða þar sem við borðum fiskinn og skelfiskinn óeldaðan. Þegar velja á vín með sushi kemur hvítvín gjarnan fyrst upp í hugann en freyðivín og kampa- vín fara einnig afar vel með sushi. Þurrt og hálf þurrt freyði- eða kampavín virkar vel á móti saltinu í sojasósunni og sterkri wasabi- piparrótinni. Mörgum finnst sake- hrísgrjónavín tilheyra sushi en þurrt Fino-sérrí er einnig spenn- andi að prófa. Einnig má nefna léttan lager- bjór en ávaxtakeimur bjórsins tónar vel við bragð hrísgrjón- anna. Þeir sem kjósa óáfenga drykki ættu að prófa japanskt te, til dæmis Sencha, kalt og ósykrað. Blue Dragon- girnilegt og gómsætt Innnes, sem sérhæfir sig í innflutningi, markaðssetningu og dreifingu á matvöru, flytur inn Blue Dragon vörurnar sem margir kannast við en þar undir er heildstæð sushi-lína sem hefur að geyma allt sem þarf til sushi-gerðar. Það er einfaldara en margur heldur að gera sushi upp á eigin spýtur og umfram allt skemmtilegt. Á heimasíðunni www. bluedragon.is er að finna aðgengileg kennslumyndbönd á íslensku um það hvernig gott er að bera sig að. Sushi getur verið afar fallegt og jafnvel listrænt og er upplagður partímatur. Skemmtilegt tilbrigði. Hér er laxinn í stað þarablaða. Öfugt sushi þar sem þangblöðin eru að innanverðu er ekki síðra en hefðbundið. SUSHIHRÍSGRJÓN  GRUNN UPPSKRIFT 500 g 1 poki af Blue Dragon sushi- hrísgrjónum 0,75 dl hrísgrjónaedik frá Blue Dragon 0,75 dl sykur (Þessi uppskrift gefur u.þ.b. 1,35 kg af tilbúnum sushi-hrísgrjónum.) Setjið hrísgrjónin í skál og þvoið, skolið og nuddið gætilega þar til vatnið verður tært. Látið svo hrís- grjónin standa í vatni í um það bil eina klukkustund. Hellið hrís- grjónunum yfir í sigti og látið standa í 15 mínútur. Setjið því næst hrísgrjónin í pott og bætið við 7 dl af fersku vatni. Látið suðu koma upp með lokið á, minnkið hitann niður í lægstu stillingu í 10 mínútur. Takið pottinn af hellunni og leyfið grjónunum að standa í aðrar 10 mínútur. Hitið hrísgrjónaedikið og sykur inn í potti þar til lögunin hefur bráðnað og verður að tærum vökva. Setjið hrísgrjónin í skál úr tré, gleri eða plasti, þurrkið hrísgrjón- in og komið edikblöndunni (Sushi Su) gætilega fyrir í grjónunum, hyljið með handklæði og leyfið þessu að kólna niður í stofuhita. NORI MAKI Tilbúin og tilreidd sushi-hrísgrjón Blue Dragon sushi þangblöð (nori ) Blue Dragon japönsk sojasósa Blue Dragon wasabi Fyllingar að eigin vali skornar niður í bita. Til dæmis hrár lax, túnfiskur, kál, agúrka og fleira. Setjið þangblað á bambus- mottu þannig að glansandi hlið- in snúi niður. Dreifið 1 cm þykku lagi af kældum, elduðum hrís- grjónunum á blaðið. Bætið við rönd af fyllingu, t.d. laxi og káli, setjið mjög þunna rönd af wasabi- mauki á fiskinn. Bleytið lausu brúnina lítillega með vatni. Rúllið maki-rúllunni þétt en gætilega upp með bambusmottunni. Sker- ið niður í u.þ.b. 1cm breiða bita með beittum hníf. Dýfið sushi-bit- unum, hverjum af öðrum, í soja- sósu með wasabi og njótið. Góðar grunnuppskriftir Hrísgrjón og ferskt hráefni skipta mestu. Nori Maki Sushi sem rúllað er upp í bambusmottu með þangblöðum sem „umbúðum“. Hoso Maki Sama og Nori Maki en aðeins er notuð hálf örk af þangblöðum. California-rúllur „Öfugt“, sushi-hrísgrjón utan á og þangblaðið innan í. Regnboga-sushi Litlar California-rúllur, þaktar með marglitum bragðbæti sem settur er ofan á. Temaki „Keilulaga sushi“, hrísgrjón og fyllingar sem settar eru á ferkantað þangblað, sem er svo rúllað upp í keilu. Chirashi-sushi Sushi-hrísgrjón með bragðbæti sem sáldrað er smekklega yfir og borið fram í skál. Stuttir punktar um innihald sushi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.