Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 42
8. september 2011 FIMMTUDAGUR30 BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvernig gekk þér í dag? Ekkert sér-staklega! Eina ósk, ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér. Eina ósk, ég myndi enn á ný eyða nótt hjá þér. Varstu að tala við mig? Hvað? Ég hugsa að þú ættir að fara að óska þér betri hluta... Fugl í hendi er auðveldlega 3.000 króna virði Vá, var ekki gaman að vera krakki og búa í svona litlum bæ úti á landi?“ Vinir mínir úr Reykjavík horfðu spennt- ir á mig þar sem við ókum niður á höfn á Akranesi. „Já, vera úr svona bæ en ekki bara einhverju hverfi!“ héldu þeir áfram með glampa í auga. „Þegar tveir úr svona bæ hittast verður til allt önnur tenging en þegar einhver rekst á annan úr öðru hverfi í Reykjavík og þeir byrja að spjalla. Já, frá- bært, ertu úr Grafarvoginum?“ SJÁLF mundi ég ekki eftir að hafa velt þessu svona fyrir mér. Var líka enn að venjast nýju heimsmyndinni minni eftir að ég flutti suður: Að Skaginn væri „bær úti á landi“. Þegar ég var lítil hafði Akranes alltaf bara verið Akranes. Svo tók líka ekki nema klukkutíma að sigla til Reykjavíkur með Akraborginni og einn og hálfan tíma að aka Hvalfjörðinn. Reyndar var alltaf eins og það væri lengra frá Reykjavík og upp á Skaga en öfugt – jafnvel óralangt. „Ha, og skjótist þið síðan bara oft hingað suður og aftur upp eftir og er það ekkert mál?“ VIÐ vinirnir vorum í hópferð á Skaganum og ég að sýna þeim æskuslóðirnar. Þarna var aðal- torgið í bænum, rúnturinn, bíóið, kirkjan, sundlaugin. Og þarna var fallega Akrafjallið mitt. Og elsku Langi- sandur! Þegar ég var farin að rómantísera um Akraborgina ákvað ég að tímabært væri að halda kjafti. Jú, vissulega hafði oft verið alveg hreint ljómandi að sigla suður, horfa á sólina gylla Faxaflóann og allt það – en þetta gat líka verið lengsti klukkutími í heimi og svo langur að lítið barn tók ósjálf- rátt að velta fyrir sér hvort tíminn hefði stöðvast, gengi mögulega orðið aftur á bak. Raddirnar í Tomma og Jenna skáru í eyru þess sem lá í fósturstellingu fyrir framan gamalt sjónvarp, náfölur í framan í þungri vélarlykt. ÞAÐ var gott að búa á Akranesi og Skag- inn er enn jafn yndislega fallegur. Margt hefur þó breyst – til dæmis eru núna marg- ar verslanir upp frá sem lítil stúlka sá áður „bara í Reykjavík“. Skagaver lokaði og Bónus og Nettó opnuðu, Grundaval breytt- ist í Samkaup Strax. Hin sögufræga Axels- búð hætti rekstri – verslun sem fylgt hafði bænum svo áratugum skipti og seldi meðal annars veiðivörur og ýmsar byggingar- vörur. Húsasmiðjan og Byko komu báðar á Skagann. Í BÆNUM er að finna heilt hverfi með steyptum götum og götuskiltum – öllu nema húsunum. Þegar ég ek um Skagann í dag get ég ekki annað en velt einu fyrir mér: Í hversu mörgum bæjum er nákvæmlega sömu sögu að segja? Tommi og Jenni úti á sjóLÁRÉTT 2. æsa, 6. gjaldmiðill, 8. arr, 9. bók, 11. átt, 12. árás, 14. rými, 16. guð, 17. skordýr, 18. rjúka, 20. bor, 21. stagl. LÓÐRÉTT 1. listi, 3. í röð, 4. framleiðsla, 5. siða, 7. skrapast, 10. tæki, 13. þukl, 15. skóbotn, 16. blóm, 19. samtök. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. kr, 8. sig, 9. rit, 11. na, 12. ásókn, 14. pláss, 16. ra, 17. fló, 18. ósa, 20. al, 21. stag. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. rs, 4. vinnsla, 5. aga, 7. rispast, 10. tól, 13. káf, 15. sóli, 16. rós, 19. aa. Árlegur kvöldverður og dansleikur megrunar- samtakanna Maga- bandið Frum- skógar- mynd Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.