Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 48
8. september 2011 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is Einkatímar 40 mín. tímar 1x í viku |12 vikur Fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna á öllum aldri. Skráning er hafin Skráning í síma 581 1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 1. - 7. september 2011 LAGALISTINN Vikuna 1. - 7. september 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters and Men ....................................Little Talks 2 Coldplay ..........................Every Teardrop Is a Waterfall 3 Mugison ............................................................Stingum af 4 Adele ..................................................Set Fire to the Rain 5 Páll Óskar ..................................................... La Dolce Vita 6 Jón Jónsson .................................................Wanna Get It 7 Adam Levine / Christina Aguilera ..... Moves Like Jagger 8 Bubbi Morthens............................................ Háskaleikur 9 Red Hot Chili Peppers ....Adventures of Rain Dance 10 Foster the People ............................. Pumped Up Kicks Sæti Flytjandi Plata 1 HAM ............................................ Svik, harmur og dauði 2 Helgi Björns & reiðm. vind. ......Ég vil fara uppí sveit 3 Mezzoforte ............................................................Volcano 4 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 5 Bubbi .............................................................Ég trúi á þig 6 Steindinn okkar.......................... Án djóks ... samt djók 7 Jón Jónsson ..................................................Wait for Fate 8 Valdimar ............................................................Undraland 9 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim 10 Björk .....................................................................Gling gló > PLATA VIKUNNAR Ham - Svik, harmur og dauði ★★★★ „Svik, harmur og dauði er stórkostleg plata. Hún er ekki frumleg, en unun er að hlusta á flutning Sigurjóns Kjart- anssonar og Óttars Proppé á hárfínni línu þess fyndna og harmræna.“ - afb > Í SPILARANUM St. Vincent - Strange Mercy Sóley - We Sink Clap Your Hands Say Yeah - Hysterical Edgar Smári - Blær Wilco - The Whole Love ST. VINCENT WILCO Ein af bestu plötum ársins 2009 að margra mati var Imidiwan – Comp- anions með malísku eyðimerkursveitinni Tinariwen. Tónlistin á henni var ómótstæðileg blanda af vestur-afrísku grúvi, blús og vestrænni rokktónlist. Tinariwen er mjög stórt nafn í heimstónlistinni, en sveit- inni hefur líka tekist að heilla rokk- og poppunnendur. Hún gerði til dæmis mikla lukku á Glastonbury-hátíðinni árið 2009. Fimmta plata Tinariwen, Tassili, kom út í síðustu viku. Á henni kveður við nýjan tón hjá hljómsveitinni. Hún hefur lagt rafmagns- gítarana á hilluna, en þeir voru ráðandi á síðustu plötum. Á þeirri nýju eru kassagítarar og hefðbundin ásláttar- hljóðfæri ráðandi. Fyrir bragðið er stemningin á henni afslappaðri. Þetta er tónlist sem gæti passað vel við varð- eldinn að kvöldi til í eyðimörkinni. Tónlist Tinari- wen hefur alltaf verið sambland af afrískum og vest- rænum áhrifum. Sveitin leggur rækt við tónlistarhefð Kidal-héraðsins í Malí, en er líka opin fyrir nýjum straumum. Í þeim anda fengu þeir nokkra gesti til að spila á Tassili. Nels Cline, gítarleikari Wilco, er gestur í upphafslagi plötunnar, Imi- diwan Ma Tennam; Tunde Adebimpe og Kyp Malone úr TV on the Radio syngja og spila í laginu Tenere Taqqim Tossam og New Orleans- lúðrasveitin The Dirty Dozen Brass Band setur sterkan svip á lagið Ya Messinagh. Tassili ætti ekki að valda aðdáendum Tinariwen vonbrigðum. Hún hefur mörg þeirra einkenna sem gerðu fyrri plöturnar svona góðar, en sýnir líka að hljómsveitin er tilbúin að breyta til og prófa nýja hluti. Öðruvísi plata frá Tinariwen GÓÐIR GESTIR Eyðimerkursveitin fær hjálp frá meðlimum Wilco og TV on the Radio á nýju plötunni Tassili. Þriðja sólóplata ensku tón- listarkonunnar Lauru Mar- ling, A Creature I Don´t Know, kemur út eftir helgi. Breska pressan kallar tón- listina nu-folk. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gefur enska söngkonan og laga- höfundurinn Laura Marling út sína þriðju sólóplötu, A Creature I Don’t Know, eftir helgi. Tónlist Marling á sér rætur í breskri og amerískri þjóðlagatónlist og hefur hún verið nefnd í sömu andrá og Crosby, Stills and Nash, Joni Mitchell, Neil Young og Leonard Cohen. Marling fæddist í Hampshire á Englandi 1990 og lærði snemma á gítar. Pabbi hennar, sem rekur hljóðver, kynnti hana fyrir þjóð- lagatónlist og kenndi henni á gítar. Sextán ára flutti Marling til London og kynntist hljómsveitum á borð við Noah and the Whale og Mumford & Sons, sem báðar spila melódískt þjóðlagapopp. Breska pressan var ekki lengi að setja stimpil á þessa nýju hreyfingu og kallaði hana „nu-folk“, heiti sem Marling er ekki hrifin af. Fyrsta plata hennar, Alas, I Cannot Swim, kom út þegar Mar- ling var aðeins átján ára og fékk hún tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Næsta plata, I Speak Because I Can, kom út í fyrra. Upptökustjóri var Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon, Ryan Adams og Ray Lamontagne. Hljómurinn var þroskaðri en á frumburðinum og textarnir voru vandaðri og fjöll- uðu um ábyrgðina sem fylgir því að vera kona. Platan náði fjórða sæti á breska breiðskífulistanum og aftur var Marling tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Fyrr á þessu ári vann hún svo Brit-verð- launin sem besti kvenkyns sóló- listamaðurinn þrátt fyrir að tón- list hennar væri staðsett langt frá meginstraums vinsældapoppinu. Á nýju plötunni syngur Marling um ást, reiði, fjölskyldu, engla og djöfla og hlutverk kvenna. Lagið Sophia fjallar um samnefnda forna vísdómsgyðju og Salinas fjallar um móðurhlutverkið. Mar- ling fékk innblásturinn að því lagi eftir að hafa lesið um rithöfundinn John Steinbeck. Gagnrýnendur eru hrifnir af plötunni, segja útsetningarnar viðameiri en áður og margir telja hana þá bestu til þessa, þar á meðal breska tímaritið Q sem gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Marling fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Norður-Ameríku og Bretland á næstunni, þar sem kassagítarinn verður að sjálfsögðu með í för. freyr@frettabladid.is Syngur um ást og reiði ÞRIÐJA PLATA Laura Marling hefur gefið út sína þriðju sólóplötu, A Creature I Don´t Know. NORDICPHOTOS/GETTY Enska tónlistarkonan PJ Harvey hlaut sín önnur Mercury-verðlaun fyrir plötuna Let England Shake við hátíðlega athöfn í Lond- on. Þar með varð hún fyrsti listamaðurinn til að vinna þessi virtu verðlaunin í tví- gang. Fyrir tíu árum, eða 11. september 2001 þegar hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin áttu sér stað, varð PJ Harvey fyrsta konan til að hljóta verðlaunin fyrir plötuna Stories From the City, Stories From the Sea. Þá flutti hún hjartnæma þakkarræðu í gegnum síma frá Washington-borg. „Þessi atburður fyrir tíu árum virkar mjög óraunverulegur núna. Ég man bara eftir því að hafa verið í hótelherberg- inu, horft á sjónvarpið og séð Pentagon brenna,“ sagði hin 41 árs Harvey. Hún bætti við að nýja platan, sú áttunda í röðinni, hefði orðið allt öðruvísi ef atburðirnir 11. september hefðu ekki gerst. Þar syngur hún um England og þátttöku landsins í stríði, þar á meðal seinni heimsstyrjöldinni, í Írak og Afganistan. PJ Harvey vann aftur SIGURVEGARI PJ Harvey með sín önnur Mercury-verðlaun á ferlinum. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.