Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 52
8. september 2011 FIMMTUDAGUR40 folk@frettabladid.is LÆRÐU AÐ NUDDA BARNIÐ ÞITT Ungbarnanudd styrkir tengslamyndun og stuðlar að vellíðan barnsins, heilbrigði og betri svefni. Elsa Lára Arnardóttir, löggiltur sjúkranuddari, sýnir réttu handtökin. Elsa Lára hefur kennt ungbarnanudd í tíu ár og er höfundur bókarinnar Nudd fyrir barnið þitt. Nýbakaðar mæður eru sérstaklega hvattar til að mæta. 2.499* TILBOÐ KRÓNUR Fullt verð 2.999 kr. *Gildir til 14.sept. E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 9 8 9 Komdu í Eymundsson, Smáralind í dag kl. 11.00 í notalega nuddstund. Gríðarlega mikið áhorf var á lokaþátt sjöttu þáttaraðar raun- veruleikaþáttarins Keeping Up with the Kardashians í vikunni. Þátturinn er sýndur á E!-sjón- varpsstöðinni í Bandaríkjun- um, en um þrjár og hálf milljón Kardashian-þyrstir áhorfendur hlömmuðu sér í sófann og horfðu á þáttinn. Áhorfið þykir mikið í ljósi þess að E! er kapalsjónvarps- stöð, en þær eru oftast með minna áhorf en stóru sjónvarps- stöðvarnar. Lokaþátturinn var þrátt fyrir það með meira áhorf en margir þættir sem sýndir voru á sama tíma á NBC, FOX og hinum stóru sjónvarpsstöðvunum. Bandaríkjamenn virðast ekki vera búnir að fá nóg af Kim Kardashi- an og systrum hennar. Í október verður brúð- kaup Kim og körfubolta- mannsins Kris Humphries sýnt í tveimur hlutum, en búast má við að áhorfið á það verði gríðarlegt. Fá ekki nóg af Kardashi- an-systrum MANNS hafa lagt leið sína í Buckingham-höll til að skoða brúðarkjól Katrínar hertoga- ynju af Cambridge. Það kostar rúmar 3.000 íslenskar krónur fyrir almenning að að berja kjólinn augum en hann var hannaður af Söruh Burton fyrir Alexander McQueen. 350.000 Stórmyndin Faust í leik- stjórn Alexander Sokurov verður frumsýnd í kvöld. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi og skart- ar íslenskum leikurum í aukahlutverkum. Leikaranum Sigurði Skúlasyni bregður fyrir á tveimur stöðum í stiklu rússnesku stórmyndarinnar Faust. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fer Sigurður með aukahlutverk í myndinni sem var að litlu leyti tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum. Hann lék í tveimur atriðum í Faust og er ánægður með að hafa ekki verið klipptur út. „Maður veit aldrei þegar maður er að leika í einum eða tveimur senum í mynd- um. Stundum er maður klipptur út en mér sýnist ég vera þarna inni,“ segir Sigurður, sem skemmti sér vel við tökurnar. „Það var gaman að lenda í þessu ævintýri að taka þátt í mynd af þessari stærðar- gráðu og með þessum leikstjóra sem mér finnst ótrúlega góður,“ segir hann og á við Alexander Sokurov, einn virtasta leikstjóra Rússa. „Hann er einn sérstæðasti og besti kvikmyndaleikstjóri sem ég hef starfað með.“ Gerð Faust tók þrjú ár, þar af fóru tvö í eftir- vinnslu sem er óvenjulega langur tími. „Hann mótar sínar mynd- ir alveg frá a til ö. Þetta er hans sköpunarverk að öllu leyti,“ segir Sigurður um leikstjórann. Framleiðslukostnaður Faust nam hundruðum milljóna króna. Þar af var sjötíu milljónum eytt hér á landi vegna kvikmyndatak- anna sem voru unnar í samstarfi við Saga Film. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld og hún verður einnig sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, Riff. Sigurði var ekki boðið á frum- sýninguna í Feneyjum en hann ætlar á sýninguna hér á landi. Forsvarsmenn Riff hafa reynt að fá Sokurov til Íslands en óvíst er hvort hann þekkist boðið. Leik- stjórinn fékk heiðursverðlaun hátíðarinnar árið 2006. Auk Sigurðar koma Svandís Dóra Einarsdóttir og Hilmar Guðjónsson við sögu í myndinni í litlum hlutverkum og einnig leika þeir Hilmar Jensson og Ævar Þór Benediktsson hermenn. Hilm- ar Guðjónsson, sem leikur annað aðalhlutverkanna í Á annan veg sem var frumsýnd um síðustu helgi, segist ekkert vita hvort hann hafi verið klipptur út úr Faust eður ei. „Ég lék Kaín úr Biblíunni. Hann drepur bróður sinn og þarf að éta sjálfan sig,“ segir Hilmar. „Það var smíðaður á mig gervifótur þar sem sást inn í bein við hnéð. Þar át ég parma- skinku og sultu íklæddur gæru í vetrarkulda úti í hrauni. Það var eina atriðið mitt.“ Svandís Dóra lék Medeu í litlu atriði þar sem djöfullinn Mef- isto sýnir Faust undirheimana þar sem Medea er stödd. „Hún er eiginlega bara gengin af göflun- um. Hún er föst í helvíti og alveg sturluð,“ segir Svandís Dóra um atriðið. Hún hafði gaman af sam- starfinu við Sokurov. „Hann var alveg meiriháttar. Það var þvílík reynsla og upplifun að fá að vinna með svona manni.“ freyr@frettabladid.is Íslendingar í stórmyndinni Faust VIÐ TÖKUR Svandís Dóra, Ævar Þór Benediktsson, Hilmar Jensson og Alexander Sokurov við tökur á kvikmyndinni Faust. Sigurður Skúlason lék í tveimur atriðum í myndinni og sést í nýrri stiklu. VINSÆL FJÖL- SKYLDA Kar- dashian-fjölskyldan er gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum um þessar mundir. Bandarískir fjölmiðlar eru hvergi nærri hættir að velta sér upp úr því moldviðri sem skapaðist þegar In Touch Magazine greindi frá því að stjörnuparið Will Smith og Jada Pinkett Smith væru að skilja eftir þrettán ára hjóna- band. Þetta vakti eðli- lega mikla athygli enda var sambandið talið eitt það traustasta í Holly- wood. Olían á eldinn reyndist síðan vera framhaldsfréttin um að Jada Pinkett Smith og Marc Anthony hefðu átt í ástar sambandi á tökustað sjónvarpsþáttarins Haw- thorne og að Will Smith hefði komið að þeim heima hjá sér og hlaupið grátandi út. Anthony var þá nýskilinn við Jennifer Lopez. Allt hljómaði þetta eins og í bestu sápuóperu en nú hefur Jada Pin- kett Smith lýst því yfir að eigin maðurinn Will sé allt að því fullkom- inn eigin maður og hjálpi henni með móðurhlut- verkið. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir það enda veit ég hversu erfitt það er að vera einstætt foreldri,“ lét Jada Pinkett hafa eftir sér í fjölmiðlum, en hún ólst upp hjá móður sinni sem var einstæð. Will Smith þarf aftur á móti ekki að hafa miklar áhyggjur af því að eiginkona hans og Anthony eyði miklum tíma saman á næstunni því framleiðslu á Hawthorne hefur verið hætt eftir aðeins þrjár þáttaraðir. Smith-fjölskyldan í ímyndarherferð ALLIR GLAÐIR Jada Pinkett Smith er ákaflega ánægð með manninn sinn, Will Smith, og segir hann vera góðan pabba. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.