Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.09.2011, Blaðsíða 56
8. september 2011 FIMMTUDAGUR44 sport@frettabladid.is SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR skoraði annað marka Malmö í 2-1 sigri á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum jók Malmö forystu sína á toppi deildarinnar í sex stig, en þetta var tíunda mark hennar á tímabilinu. Sara Björk er fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður. LARS LAGERBÄCK FYRRVERANDI LANDSLIÐSÞJÁLFARI SVÍA FÓTBOLTI Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhuga- verðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lager bäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lager- bäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðju- dag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið,“ sagði Lagerbäck er Frétta- blaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ,“ sagði Lagerbäck spurður hvort ein- hverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður.“ Lagerbäck er ágætlega kunnug- ur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfara- námskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálf- sögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín,“ sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert grein- ingu á leik liðsins,“ sagði Lager- bäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kring- um fótboltann.“ henry@frettabladid.is Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ Sænski þjálfarinn Lars Lagerbäck segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé til í að ræða við Knattspyrnu- samband Íslands um að taka að sér íslenska knattspyrnulandsliðið. Lagerbäck er reyndur þjálfari sem þjálfaði sænska landsliðið lengi. Hann kom Svíum á fimm stórmót í röð sem aðalþjálfari. BÍÐUR VIÐ SÍMANN Lars Lagerbäck er spenntur fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið og bíður eftir því að heyra frá forráða- mönnum KSÍ. Hann er hér að þjálfa Nígeríu á síðasta HM. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Lars Lagerbäck Landsliðsþjálfaraferill Svíans Lars Edvins Lagerbäck: 1990-95: U-21 árs lið Svía 1996-97: B-landslið Svía 1998-1999: Aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía 2000-2009: Landsliðsþjálfari Svía 2010: Landsliðsþjálfari Nígeríu Árangur Lagerbäck með Svía: Með Söderberg 2000-04: 59 leikir, 26 sigrar, 23 jafntefli, 10 töp. Einn sem aðalþjálfari 2004-09: 72 leikir, 31 sigrar, 17 jafntefli, 24 töp. Heildarframmistaða: 131 leikur, 57 sigrar, 40 jafntefli, 34 töp. Tapaði ekki landsleik í 75% tilfella. FÓTBOLTI „Lars hefur komið nokkr- um sinnum til okkar. Hann situr í nefnd UEFA um þjálfaragráður og hefur komið hingað til að veita okkur gæðastimpil. Hann hefur líka haldið fyrirlestra hér og verið með þjálfaramenntun. Það hefur ávallt verið gerður góður rómur að hans mál- flutningi enda fær maður og virtur í þjálfaraheimin- um,“ segir Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson, fræðslu- stjóri KSÍ og þjálfari kvennalandsliðsins, um Svíann Lars Lagerbäck sem er orðaður við þjálfara stöðuna hjá A-landsliðinu. Sigurður hefur kynnst Lagerbäck ágætlega og þekkir vel til hans sem þjálfara. „Lars er duglegur að taka þátt í þjálfara- menntun víða í Evr- ópu. Hann hefur mik- inn áhuga á að viðhalda þekkingu. Þó svo hann sé orðinn 63 ára er hann nútímalegur þjálfari. Hann hefur kynnt hug- myndafræðina á bak við sænska landsliðið á sínum tíma en slíkir hlutir eru oft mikið leyndarmál. Það er ekki hjá honum enda opinn og til í að deila þekkingu með öðrum.“ Fræðslustjórinn ber Lagerbäck góða söguna og segir að þjálfarinn hafi lengi haft augastað á því að þjálfa á Íslandi. „Í þau skipti sem hann hefur komið hingað höfum við stund- um gantast með það hvort hann gæti hugsað sér að þjálfa hér og hann hefur alltaf tekið vel í það,“ segir Sigurður, sem er ekki í vafa um að Lager- bäck yrði góður kostur fyrir íslenskan fótbolta. „Hann er mjög álit- legur kostur enda með mikla reynslu. Hann er líka sterkur kar- akter sem hefur til að mynda tekið fast á öllum agabrotum. Ég held að hann væri góður í að byggja upp nýja liðsmenn- ingu hjá A-liðinu og móta hugmyndafræði í kringum liðið. Þar er hann sterkur. Það yrði hvalreki að fá slíkan mann hingað,“ segir Sigurður Ragnar. - hbg Sigurður Ragnar Eyjólfsson um Lars Lagerbäck: Væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu SIGURÐUR RAGNAR Segir Lagerbäck vera afar góðan kost fyrir íslenska landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Má bjóða ykkur meiri Vísi? ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Meiri Vísir. FÓTBOLTI Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins en Keane varð eftir heima. Keane var sterklega orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna, bæði í fjölmiðlum hér á landi, Englandi og Írlandi. Heimildir Fréttablaðsins herma nú að þetta mál sé í biðstöðu en að Keane sé bara einn af mörgum kostum í stöðunni. Ráðningarferlið hafi ekki verið komið jafn langt og enskir fjölmiðlar héldu fram, en þar var Keane sagður afar nálægt því að fá stöðuna. KSÍ ætlar að gefa sér þennan mánuð í ráðninguna og vonast til að búið verði að finna eftirmann Ólafs Jóhannessonar fyrir leik Íslands í Portúgal í byrjun októ- ber. - esá Landsliðsþjálfaramálin: Roy Keane bara einn af mörgum ROY KEANE Vinsæll kostur hjá mörgum Íslendingum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, sagði í kvöldfréttum Rúv í gær að Veigar Páll Gunnarsson hefði verið settur úr landsliðshópnum um helgina vegna agabrots. Veigar hefði ekki virt áfengisbann sem Ólafs setti leikmönnum á laugardagskvöldið. „Ég leyfði mönnum að fara heim og heimsækja vini og vandamenn. Reglurnar voru að þeir áttu að skila sér aftur upp á hótel klukkan tólf og var öll áfengisneysla bönn- uð. Hann kom upp á hótel klukkan tólf,“ sagði Ólafur í gær. Áður hafði Ólafur borið við ágreiningi á milli hans og Veigars án þess að útskýra nánar í hverju hann væri fólginn. Á blaðamanna- fundi eftir leik Íslands og Kýpur í fyrrakvöld var Ólafur aftur spurður um málið og neitaði hann einnig að tjá sig þá. Ísland mætir Portúgal í næsta mánuði og verður það síðasti leik- ur landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Líklegt er að Veig- ar Páll verði ekki í landsliðshópi Íslands þá. Ekki hefur náðst í Veigar Pál Gunnarsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - esá Þjálfarinn rýfur þögnina: Veigar virti ekki áfengisbann VEIGAR PÁLL Braut agareglur íslenska landsliðsins um helgina og var settur út úr landsliðshópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.