Fréttablaðið - 14.09.2011, Side 1

Fréttablaðið - 14.09.2011, Side 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 RISAlagersala Forlagsins er á Fiskislóð 39 90% afslát tur allt a ð Yfir 1000 titlar ÓDÝRT FYRIR ALLA! Kauptu ÞRJÁR eins vörur og fáðu þá þriðju á HÁLFVIRÐI! Miðvikudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Ljós & lampar veðrið í dag 14. september 2011 214. tölublað 11. árgangur LJÓS&LAMPARMIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2011 Kynningarblað Ljósahönnun, ljósaperur, díóður, halogen, lampar, skermar, loftljós, áralöng reynsla . Haustið er rómantískur tími, þegar daginn fer að stytta og hugguleg útiljós kallast á við tilkomumikið sólsetrið. Hjá Prodomo, sýningarsal S. Guðjónsson í Auðbrekku, fást íslensk útiljós í ætt við eldgos. Þ egar hausta tekur og dag-inn fer að stytta huga hús-eigendur gjarnan að úti-lýsingu. Margir hafa notað sum-arið til pallasmíða og vantar nú falleg garðljós til að fullkomna verkið og lýsa upp pallinn og nán-asta umhverfi hans,“ segir Skarp-héðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjónsson sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lýsingarbúnaði í sýningarsal sínum í Kópavogi.Skarphéðinn bendir á að oft sé farið af stað með uppsetningu úti-ljósa án þess að aðgæta hvort ljós-in passi í raun umhverfi sínu. „Lýsingu þarf því að ígrunda vel og gott að leita til fagfólks áður en hafist er handa. Hjá okkur tekur lýsingarhönnuður á móti fólki og hjálpar því að leysa málið á besta veg,“ segir Skarphéðinn og leggur áherslu á að margt þurfi að hafa hugfast svo útkoman verði góð.„Fyrir fólk utan af götunni er erfitt að vita um bestu úrræð-in þegar skapa á fallega útilýs-ingu. Að mörgu er að huga, eins og gróðri í görðum, sem gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að samspili lýsingar og umhverf-is. Þannig eiga við mismunandi lausnir eftir því hvort lýsa eigi upp göngustíga og beð með lágum gróðri, grjót, hellur eða göngustíga með hærri gróðri til hliðanna,“ segir Skarphéðinn og bendir á að lýsing á sólpöllum sé æði misjöfn líka. „Á einum stað getur dauf, óbein lýsing hentað best, en annars staðar er þörf á góðri lýsingu, eins og við grill og útiborð þar sem fólk þarf að sjá vel til,“ útskýrir Skarp-héðinn. „Þegar kemur að lýsingu í þakskeggjum er líka úr vöndu að ráða og þarf meðal annars að gæta að því að staðsetja lampa og skær útiljós fjarri svefnherbergisglugg-um til að losna við við óæskilega birtu sem truflar nætursvefn.“ Perurnar skipta máliVið íslenskar aðstæður þarf að vanda vel val á ljósgjafa í útiljós.„Það segir sig sjálft að 230 volta halógenperur henta ekki því end-ingartími þeirra við kjöraðstæður er aðeins 1.500 til 2.000 klukku-stundir. Hérlendis skiptast á frostog þíða pera mun minni. Ákjósanlegast er því að nota sparperur með allt að tífaldri endingu halógenpera, en sá galli fylgir sparperum að stærð þeirra passar ekki í hvaða ljós sem er, ásamt því að birta þeirra er flat-ari en fólk á að venjast,“ upplýs-ir Skarphéðinn og minnir á nýj-asta kostinn í peruhillum lands-ins, sem eru ljóstvistar eða LED (díóður). „Ljóstvistur er enn fremur dýr valkostur, en sparneytni og góð lýsing hans er ótvíræð, ásamt end-ingu í allt að 50 þúsund klukku-stundir.“ Minna er betra Íslensk byggðarlög eru langflest við sjó og því mikil selta í lofti. Skarphéðinn segir það vega þungt þegar valin eru útiljós. „Hérlendis bresta á veður sem þekkjast ekki annars staðar og mikilvægt að kaupa vandaðan ljósabúnað. Útiljós með álumgjörð eru vinsæl, en þá stendur valið á milli ódýrra eða dýrari ljósa. Velji menn fyrri kostinn blasir við við-hald og sprautun á nokkurra ára fresti, sem þarf ekki að vera slæm-ur valkostur. Hágæða álljós eru dýr, en munurinn felst í sérblönd-uðu áli sem laust er við kopar sem er í ódýrari áli. Þá eru vand-aðri álljós sérmeðhöndluð, yfir-borð þeirra sýru- og efnaþrifið, og lökkun þess óhefðbundin með rafmögnun epoxy-efna og húðun bakaðri við háan hita,“ útskýrir Skarphéðinn sem býður þjónustu reynslumikils starfsfólk.„Gamla, góða viðmiðið „minna er betra“ er í fullu gildi og fátt verra en yfirlýstir garðar. Skuggar þurfa að leika um garðinn til að fá í hann karakter og fallegasta lýsing-in er sú þar sem næst rétt samspil ljóss og skugga.“ Prodomo/S. Guðjónhú Lýsingu þarf því að ígrunda vel og gott að leita til fagfólks áður en hafist er handa. Hjá okkur tekur lýsingarhönnuður á móti fólki og hjálpar því að leysa málið á besta veg Rómantísk, íslensk haustbirta Hugguleg díóðu-útilýsing frá S.Guðjónsson við Hótel Loftleiðir. MYND/ÁRNI TORFASON Skarphéðinn Smith, framkvæmdastjóri S. Guðjónsson. MYND/PJETUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Vertu vinur Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Opið á laugard. 10-14. Flottir dömuskór úr leðri í úrvali Teg: 37248 • Stærðir: 36 - 40 Litir: rautt, grátt og svart Verð: 16.485.- Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is • Vörn gegn frosti og tæringu • Hentugt fyrir alla málma • Eykur endingartíma • Kemur í veg fyrir gerlamengun • Vörn allt niður að -30°C • Engin eiturefni – umhverfisvænt • Léttir dælingu fyrir hita og kælikerfi frostlögur Umhverfisvænn Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningu til umhverfisverðlauna árið 2011. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöð-um eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipu-lagi. Sjá nánar á ferdamalastofa.is. Hjálmtýr Daregård er fyrstur Íslendinga til að taka þátt í Robinson sem er sæ skur Survivor. Valinn úr níu þúsundu É g vissi að þetta ævintýri yrði svakalega erfitt, krefj-andi og skemmtilegt,“ segir hinn 22 ára Hjá mtýr Daregård, um þátttöku sína í raunveruleikaþættinum Robinson, sem er sænskur Survivor-þáttur. Hann var einn af tuttugu sem valdir voru úr 9000 manna hópi. Efnið var tekið upp á Filippseyjum, nú í vor. Hjálmtýr segir hungrið hafa verið hvað erfiðast enda léttist hann um tíu kíló á þremur og hálfri viku. „Þegar ég sá mig í spegli á eftir þekkti ég varla sjálfan mig,“ segir Hjálmtýr sem einnig þ rfti að leysa ýmsar magnaðar þrautir innan um eitraða snáka, sporðdreka, banvænar marglyttur, moskító-flugur, skriðdýr og fleira kvikt. 2 Á rétta hillu í lífinu Mótorsmiðja stofnuð í Vogum á Vatnsleysuströnd. tímamót 14 Stór áform Kári Sturluson vill halda stórtónleika á Klambratúni næsta sumar. fólk 30 FÓLK Eva Maria Daniels, kvik- myndaframleiðandi í Bandaríkj- unum, hefur ráðið leikarann og ríkisstjórann fyrrverandi Arnold Schwarzenegger til að leika aðal- hlutverkið í nýrri mynd sinni, Captive. „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp,“ segir Eva Maria. Myndin er sú fyrsta sem Eva Maria þróar sjálf frá grunni, en það þýðir að hún finnur fjármagn, leikara og tökulið í myndina. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Banda- ríkjamenn elska endurkomur og þetta verður vonandi endurkoma hans á hvíta tjaldinu og áhorf- endur fá að sjá hann í nýju ljósi,“ segir Eva Maria. Hún bætir við að vöðvatröll- ið og ríkisstjórinn fyrrverandi í Kaliforníu hafi komið mjög vel út í prufunum. - áp / sjá síðu 30 Íslenski framleiðandinn Eva Maria Daniels landar stórlaxi í næstu mynd sína: Schwarzenegger í bíómynd Evu SAMFÉLAGSMÁL Tíu börn undir átján ára aldri hafa á undanförn- um fimm árum verið sett í fangelsi með fullorðnum afbrotamönnum. Það er bannað samkvæmt Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, telur að sext- án og sautján ára afbrotamenn eigi ekki að fá að velja hvort þeir afpláni dóm sinn í fangelsum eða á með- ferðarheimilum á vegum Barna- verndarstofu, þótt kveðið sé á um slíkt val í lögum. „Börn eiga ekki heima í fang- elsi,“ segir Margrét María. „Þessir fáu sem þó fara inn fá að velja sér það úrræði. En eru börn fær um að velja það?“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fundaði um málið í velferðarráðuneytinu fyrir skemmstu, þar sem lagðar voru fram tvær tillögur til úrbóta. Ann- ars vegar að koma á laggirnar nýju meðferðarheimili á höfuðborgar- svæðinu fyrir unga afbrotamenn og hins vegar að efla starfsemi meðferðarheimilisins Stuðla. Bragi vísar í ákvæði Barnasátt- málans um að ekki sé leyfilegt að hafa fullorðna og börn saman í fangelsi. „Það er engin leið fær önnur en að gera stofnunum okkar kleift að sinna þessu hlutverki,“ segir hann og bætir við að megin- inntakið yrði að veita vímuefna- meðferð og sinna þeim sem hafi hlotið óskilorðs bundna dóma og þurfi að loka inni. Einnig þeim ung- lingum sem séu í miklum vanda og þurfi því að vista gegn eigin vilja. Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra segir koma til greina að efla starfsemi Stuðla með auknu fé, fleira starfsfólki og hugsanlega aðskildum deildum. Sú aðferð sé lík- legri en að ráðist verði í stofnun nýs heimilis á næstunni. „Ég sé ekki að við munum ráða við [nýja stofnun] á næsta ári. Við munum þó taka það til skoð- unar í fjárlagavinnunni,“ segir Guðbjartur. „Fyrsta skrefið yrði tekið með því að efla Stuðla. Við verðum að finna lausnir fyrir þessa einstaklinga. En umræðurnar eru ekki fullmótaðar.“ - sv Tugur barna í steininn með fullorðnum brotamönnum Umboðsmaður barna telur að sakhæf börn eigi ekki að sitja með fullorðnum í fangelsum. Forstjóri Barna- verndarstofu vill stofna meðferðarheimili fyrir unga afbrotamenn. Málið er á borði velferðarráðuneytis. Fjöldi barna á aldrinum 16 til 17 ára sem hófu afplánun í fangelsi. 2006 1 2007 1 2008 5 2009 2 2010 1 Heimild: Fangelsismálastofnun Börn í fangelsum HÆGVIÐRI OG VÍÐA BJART Í dag verður að mestu hæg suðlæg eða breytileg átt en við SV-strönd- ina má búast við 8-12 m/s. Víða bjartviðri en þykknar heldur upp S- og V-til er líður á daginn. VEÐUR 4 11 9 10 9 9 VIÐHALD Í VEÐURBLÍÐUNNI Haustsólin hefur ekki verið feimin við höfuðborgarbúa að undanförnu. Málarinn á Kárastíg 1 nýtti veðurblíðuna og dyttaði að húsinu með fagurgulum og -grænum litum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HAAG, AP Samtök fórnarlamba kynferðisofbeldis af völdum presta innan kaþólsku kirkjunn- ar segja að leiðtogar innan Vatíkansins, þar á meðal Benedikt XVI páfi, þaggi niður kynferðis- brot gegn börn- um sem hafa átt sér stað innan kirkjunnar. Lögmað- ur samtakanna kærði málið til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag í gær, þar sem farið var fram á heildarrannsókn á viðbrögð- um kaþólsku kirkjunnar þegar ásakanirnar komu fyrst fram. Forsvarsmenn kirkjunnar verða mögulega sakaðir um glæpi gegn mannkyninu. Lögmaður Vatík- ansins kallar málið „fáránlega auglýsingabrellu“. - sv Segja páfa þegja yfir brotum: Fórnarlömb vilja rannsókn BENEDIKT XVI PÁFI Klúður hjá Barcelona Barcelona missti unninn leik gegn AC Milan niður í jafntefli undir lokin. sport 26

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.