Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 2
14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR2 SLYS Sjö ára gamall drengur missti framtönn og hluta úr annarri tönn auk þess sem hann slasaðist í andliti þegar róla sem hann var í slitnaði. Atvikið átti sér stað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í byrjun mánaðarins. „Hann lendir á andlitinu á tré- girðingu, brýtur framtönn og rótin á henni kýlist upp og skekk- ist. Hann fékk stórt sár á tann- holdið og það brotnaði upp úr ann- arri tönn. Svo er hann með skurð í andlitinu,“ segir Ágúst Birgisson, faðir drengsins. Drengurinn var í garðinum ásamt átján ára bróður sínum. „Þetta er svo mikill óþarfi. Svona finnst mér að eigi ekki að geta komið fyrir,“ segir Ágúst, en hann lagði til að garðinum yrði lokað á meðan komist væri að því hvað nákvæmlega gerðist. Tómas Óskar Guðjónsson, for- stöðumaður garðsins, segir að nýlega hafi verið farið yfir ról- una og yfirmaður verkstæðis þar hafi ekki séð neitt athugavert við hana. „Það var festing sem gaf sig.“ Hann segir ljóst að slysið sé á ábyrgð garðsins og afskaplega leitt sé að það hafi orðið. Mestu skipti að drengurinn nái sér. Faðir hans segir hins vegar að hann hafi hlotið varanlegan skaða eftir slysið. „Við vitum ekki enn hvort tönnin lifir. Hann er með varanleg ör og meiðsli.“ Lögregla var kölluð á staðinn og tekin skýrsla um atvikið. Að sögn Tómasar var síðan Vinnueftir- litinu og Heilbrigðiseftirlitinu gert viðvart og málið er nú í rannsókn. Á meðan á rannsókninni stendur hefur rólan verið tekin úr umferð. Samkvæmt reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eft- irlit með þeim á að framkvæma aðalskoðun á leiksvæðum árlega. Það er ítarleg ástandsskoðun sem gerð er af fagaðilum. Rekstrar- skoðun felst í viðhaldi og viðgerð- um og hana eiga rekstraraðilarnir sjálfir að framkvæma að minnsta kosti á þriggja mánaða fresti. Reglubundna yfirlitsskoðun á svo að framkvæma daglega til viku- lega, eftir því hversu mikið svæðið er notað. Að sögn Herdísar Storgaard, verkefnastjóra Árvekni, á að fram- kvæma slíka skoðun áður en fólki er hleypt inn á svæðið. „Svona lagað gerist ekki nema eftirlitinu sé ábótavant. Rólur slitna ekki undan börnum.“ thorunn@frettabladid.is Drengur missti tönn þegar róla slitnaði Festing gaf sig í rólu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með þeim afleiðingum að sjö ára drengur missti tönn og slasaðist í andliti. Skaðinn er varanlegur, segir faðir drengsins. Rólan hefur verið tekin úr umferð meðan málið er rannsakað. ÚR GARÐINUM Forstöðumaður garðsins segir að nýlega hafi verið farið yfir róluna. Yfirmaður verkstæðisins í garðinum hafi ekkert séð að henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFGANISTAN, AP Hópur talibana skaut bæði flugskeyt- um og riffilskotum að sendiráði Bandaríkjanna og höfuðstöðvum alþjóðaliðs NATO í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Einnig var gerð sjálfsvígsárás á lögreglustöð skammt frá. Árásirnar kostuðu að minnsta kosti einn afgansk- an lögreglumann og einn almennan borgara lífið, auk þess sem tveir árásarmannanna létust. Að minnsta kosti níu manns særðust, þar á meðal ung stúlka sem var með hópi fólks fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna að bíða eftir afgreiðslu vegabréfs- áritunar. Árásirnar virðast eiga að sýna fram á getu talibanahreyfingarinnar til að ráðast á helstu valda- stofnanir Vesturlanda í Afganistan, þrátt fyrir nærri tíu ára hernað helstu hervelda Vesturlanda gegn hreyfingunni. Bandaríkjamenn eru vel á veg komnir með að undirbúa brotthvarf herliðs síns frá Afganistan. Í árslok 2014 eiga afganskir hermenn og lögreglu- menn að taka við af erlenda herliðinu. Þetta er þriðja stóra árás talibana í Kabúl síðan í júní. Árásarmennirnir komust fram hjá strangri öryggisgæslu í þessum hluta borgarinnar og upp í hálfbyggt háhýsi, þaðan sem þeir höfðu bæði sendi- ráð Bandaríkjanna og höfuðstöðvar fjölþjóðaliðsins í skotfæri. - gb Árás á höfuðstöðvar herliðs NATO og sendiráð Bandaríkjamanna í Kabúl: Talibanar sýna hvað þeir geta LÖGREGLAN Í KABÚL Afganskir lögreglumenn á vettvangi árásanna í Kabúl. NORDICPHOTOS/AFP Kostnaður 3,5 milljarðar Kostnaður ríkisins vegna Landeyja- hafnar er kominn upp í 3,5 milljarða króna. Það er hærri upphæð en áætl- anir gerðu ráð fyrir að þyrfti að greiða til ársins 2014. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur. SAMGÖNGUR IÐNAÐUR Stofnun ríkisolíufélags sem tæki þátt í olíuleit á Dreka- svæðinu er til skoðunar í iðnaðar- ráðuneytinu. Fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers hefur hvatt íslensk stjórnvöld til þessa en fyrirtækið hefur rannsakað útboð vegna olíuleitar. Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar, segir stofnun ríkisolíufélags vera farsæla leið til að þekking í tengslum við olíu- iðnað verði eftir í landinu. Annað olíuleitarútboð stjórnvalda vegna olíuleitar á Drekasvæðinu hefst í byrjun næsta mánaðar. - kmu Olíuleitarútboð í október: Skoða stofnun ríkisolíufélags OLÍULEIT Búist er við áhuga á öðru olíuleitarútboði stjórnvalda vegna Drekasvæðisins en það hefst í október. NORDICPHOTOS/GETTY 11 -0 56 8 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ...hvert er þitt eftirlæt ...endilega f Hrísmjólkin frá MS fæ ljúffengum bragðtegu rifsberja- og hindberj og gömlu góðu kanils SPURNING DAGSINS Þorsteinn, var hún alveg ær? „Ja, hún var að minnsta kosti ekki alveg ærleg þar sem hún braut reglur.“ Þorsteinn Ólafsson dýralæknir segir enga aukningu í því að sauðfé hlaupi milli landsvæða þó að ein kind hafi villst frá Fljótshlíð allt norður í land á dögunum. FINNLAND Læknar í Turku í Finn- landi hafa fengið 5.500 miða á menningarviðburði sem þeir eiga að afhenda sjúklingum. Turku er menningarhöfuðborg Evrópu 2011 og í tilefni þess var ákveð- ið að leggja áherslu á tengsl þátt- töku í menningarlífi og góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu. Finnskur læknir segir það einkum þunglyndissjúklinga og sjúklinga með króníska verki sem þurfi á menningu að halda. Í leikhúsi eða á tónleikum gleymdu þeir um stund vanlíðan sinni. - ibs Læknar í menningarátaki: Sjúklingar fá miða í leikhús DÓMSMÁL Fjögur ungmenni hafa verið ákærð fyrir að brenna Krýsuvíkurkirkju til grunna aðfaranótt 2. janúar í fyrra. Kirkj- an hafði verið friðuð í tuttugu ár. Samkvæmt ákæru Ríkissak- sóknara helltu ungmennin, tveir menn fæddir 1990 og tvær stúlkur fæddar 1993, bensíni yfir innviði kirkjunnar og báru eld að. Kirkjan gereyðilagðist í brunanum. Þau eru einnig ákærð fyrir þjófnað, en í safnaðarbauknum sem þeim er gefið að sök að hafa stolið voru 4.000 krónur. Þrjú ungmennanna mættu við þingfestingu málsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Þau tóku sér öll frest til að taka afstöðu til sakarefnisins. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins hafa þau ekki játað brotin skýlaust á fyrri stigum málsins. Krýsuvíkurkirkja var smíðuð 1857 og var ein minnsta kirkja landsins. Hún tilheyrði húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, og gerir safnið skaðabótakröfu á hendur sakborningunum upp á um 8,7 milljónir króna. - sh Þjóðminjasafnið krefur fjögur ungmenni um níu milljónir fyrir Krýsuvíkurkirkju: Ákærð fyrir að brenna friðaða kirkju RÚMLEGA 150 ÁRA GÖMUL Krýsuvíkur- kirkja var ein minnsta kirkjan á landinu. Nú er hún horfin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK Á milli 70 og 80 prósent danskra ungmenna telja sig leggja jafn mikið eða meira á sig við nám og störf en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir sam- tök atvinnulífsins þar í landi og er fjallað um á vef DRK. Þau koma hins vegar verst út með tilliti til tíma sem varið er við nám eða vinnu í öllum þeim 22 löndum sem könnunin tekur til. Talmaður atvinnurekenda telur niðurstöðurnar bera vott um dap- urt vinnusiðferði, en uppeldis- fræðingur segir að ungmennin dönsku gætu mögulega komið jafn miklu í verk og þau sem verja til þess meiri tíma. - þj Ungmenni í Danmörku: Telja sig dugleg en eru það varla LÖGREGLUMÁL Ölvaður maður á fertugsaldri stakk mann með hnífi á Lækjartorgi í miðbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær. Þolandinn, sem er fæddur 1981, er ekki alvarlega slasaður en var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Gerandinn reyndi að flýja af vettvangi en lögregla hafði uppi á honum á vafri um miðbæinn. Hann var handsamaður í kjölfarið og verður yfirheyrður á morgun og ákærður í kjölfarið. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu þekkjast mennirnir tveir og eru þeir báðir í óreglu. - sv Alvarleg líkamsárás í miðbæ: Stakk mann á Lækjartorgi ÍRAK Íraska lögreglan hefur fundið gröf með líkamsleifum 40 leigubílstjóra í bænum Dujail sem er í um 60 km fjarlægð frá Bagdad. Leigubílstjórarnir voru fórnarlömb bílaþjófagengis sem á undanförnum tveimur árum hafa rænt 40 leigubílstjórum í Bagdad og síðan drepið þá. Þrír menn hafa verið hand- teknir vegna málsins. Lögreglan telur að foringi bílaþjófanna hafi komið í bílageymslu leigubíla og beðið bílstjóra að aka sér til Duja- il. Þar hafi félagar hans beðið, drepið bílstjórana, kastað líkinu í fjöldagröf og selt leigubílinn. -ibs Fjöldagröf fundin í Írak: Myrtu fjörutíu leigubílstjóra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.