Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 8
14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR8 1. Hvaða deild í Háskóla Íslands ætlar að taka upp inntökupróf? 2. Hvaðan af Suðurlandi gekk kind sem fannst í Stafnsrétt í Austur- Húnavatnsssýslu? 3. Hvaða alþingismaður snýr nú aftur eftir eins og hálfs árs sjálf- skipað frí frá þinginu? SVÖR 1. Hagfræðideild. 2. Fljótshlíð í Rangár- vallasýslu. 3. Illugi Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í sjóði 9 hjá Glitni. PALESTÍNA Á miðvikudaginn í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna verður sett í New York, ætla Palestínumenn að fara fram á viðurkenningu á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Mahmoud Abbas, forseti Pal- estínustjórnar, gengur þá vænt- anlega á fund Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og leggur fram formlega beiðni um viðurkenningu. Ísraelskum stjórnvöldum líst ekki alls kostar á þessi áform, sem fela í sér ósk um viðurkenningu á landamærum Palestínu og Ísraels eins og þau voru árið 1967, áður en Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Gasasvæðið. Litlar líkur eru reyndar á því að Palestínumenn hljóti viðurkenn- ingu Sameinuðu þjóðanna sem fullgilt aðildarríki, því til þess þarf samþykki allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna og þar hafa Bandaríkjamenn sagst ætla að beita neitunarvaldi. Palestínumenn eiga hins vegar möguleika á að Allsherjarþing- ið samþykki að veita Palestínu áheyrnaraðild, sem í sjálfu sér væri aðeins táknræn staða en gæti þó haft óútreiknanleg áhrif á þróun mála í Mið-Austurlöndum. Arabíska vorið svonefnda, sem hófst fyrir níu mánuðum með upp- reisn almennings gegn stjórnvöld- um í hverju arabaríkinu á fætur öðru, hefur bæði aukið þrýsting á ísraelsk stjórnvöld og skapað vax- andi óvissu um framtíðarmögu- leika Ísraelsríkis í miðjum araba- heiminum. Tyrknesk stjórnvöld, sem undan farin ár höfðu gert sér far um að bæta sambandið við Ísrael, hafa nú allra síðustu vikurnar gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld harðlega, ekki síst fyrir að neita að biðjast afsökunar á árásinni á skipalestina sem siglt var frá Tyrklandi til Gasa á síðasta ári. Tyrkir hafa rekið sendiherra Ísraels úr landi og segjast ætla að veita næstu skipalest, sem reyna á að sigla til Gasa á næstunni, herfylgd. Recep Tayyip Erdogan, forsætis- ráðherra Tyrklands, sakaði Ísra- elsstjórn um að hegða sér eins og spilltur krakki og einangra eigin þjóð með stefnu sinni. „Ísraelar losnar ekki úr einangr- un sinni fyrr en þeir fara að haga sér eins og skynsamlegt, ábyrgt, alvarlegt og eðlilegt ríki,“ sagði hann á leiðtogafundi Arababanda- lagsins í Kaíró í gær. gudsteinn@frettabladid.is Palestínumenn búa sig undir sjálfstæði Í næstu viku ætla Palestínumenn að óska eftir viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna á sjálfstæði Palestínuríkis. Þótt Bandaríkin beiti neitunarvaldi í allsherjarráðinu gæti táknræn áheyrnaraðild haft óútreiknanleg áhrif. MEÐ TÁKNRÆNAN STIMPIL Erlendir ferðamenn í Ramallah sýna táknrænan stimpil með merki sjálfstæðs Palestínuríkis, sem þeir fengu hjá palestínskum baráttumönnum. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Kristin Halvorsen, menntamálaráð- herra Noregs, sagði af sér sem leiðtogi Sósíal- íska vinstriflokksins á mánudagskvöld, þegar ljóst var orðið að flokkurinn hafði beðið afhroð í sveitarstjórnarkosningum í Noregi. Flokkur hennar hefur verið minni flokkurinn í ríkisstjórn með Verkamannaflokki Jens Stol- tenberg forsætisráðherra. Verkamannaflokkurinn kom hins vegar vel út úr kosningunum, fékk nærri þriðjung atkvæða, sem er nokkrum prósentum meira en í kosning- unum 2007 og meira en nokkur annar flokkur fékk nú. Fylgisaukningin er hins vegar ekki mikil þrátt fyrir þá samúðarbylgju sem flokks- menn hafa notið eftir árásirnar 22. júlí í sumar þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik myrti tugi manna, flesta úr ungliðahreyfingu flokksins. Stærsta sigur kosninganna vann hins vegar Hægriflokkurinn, sem hlaut 28 prósent atkvæða og tekur þar með ótvíræða forystu í stjórnarandstöðu. Framfaraflokkurinn, sem hefur alið á ótta við útlendinga og var orðinn næstöflugasti stjórnarandstöðuflokkurinn, hrapaði hins vegar í fylgi, hlaut ellefu prósent atkvæða á landsvísu og aðeins sjö prósent í höfuðborginni Ósló. Christian Tybring-Gjedde, leiðtogi flokksins í Ósló, viðurkennir að málflutningur flokksins hafi átt erfitt uppdráttar í kjölfar hryðjuverka Breiviks. - gb Útlendingaótti Framfaraflokksins náði ekki hljómgrunni kjósenda í Noregi eftir hryðjuverk Anders Breivik: Fylgi norska Hægriflokksins jókst mest KRISTIN HALVORSEN Leiðtogi Sósíalíska vinstri- flokksins sagði af sér þegar úrslit kosninga voru ljós. NORDICPHOTOS/AFP FASTEIGNIR Líf hefur færst yfir fasteignamarkaðinn. Ekki eru vísbendingar um að aukna veltu megi rekja til þess að fjárfestar séu að kaupa íbúðir til að leigja út. Þvert á móti hefur leiguíbúða- markaðurinn verið að dragast saman. Fram kemur í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka að á sama tíma og þinglýstum kaup- samningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 76 prósent á fyrstu átta mán- uðum ársins miðað við síðasta ár hafi leigusamningum um íbúða- húsnæði fækkað um 3,1 prósent. Þetta segir deildin vísbendingu um að sumir séu að færa sig úr leiguhúsnæði yfir í eignarhúsnæði um þessar mundir. Ein af ástæðunum fyrir þessum umskiptum sé sú að efnahagur margra heimila sé betri og kaup- máttur meiri. Þá sé fasteignaverð á uppleið og íbúðakaup því álitleg- ur fjárfestingarkostur. Greining Íslandsbanka rifjar upp að leigumarkaðurinn hafi tvö- faldast á árunum 2008 og 2009. Þá hafi fjárhagur heimilanna versn- að, aðgangur að lánsfjármagni orðið erfiðari og lækkandi hús- næðisverð hafi gert fasteignakaup óálitlegan fjárfestingarkost. - jab Vísbendingar um að fólk sé að flytja úr leiguíbúðum og kaupi sér frekar fasteign: Bóla á leigumarkaði að dala HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði í og við Reykjavík hefur fjölgað mikið á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.