Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 12
12 14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarska- vel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosning- ar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðar- innar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluð- um skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúar- brögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marx- ismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fund- ið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað! HALLDÓR Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. (G)narrismi Stjórnmál Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra Excalibur-höfuðið Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Hún vísaði til gamalla sagna, væntanlega, í fréttum Stöðvar 2 á mánudag þegar hún sagði: „Ég er á engan hátt að stinga höfðinu í steininn.“ Hér er Vigdís aug- ljóslega að vísa til sagnarinnar um Artúr konung. Sá átti að hafa verið uppi á Englandi til forna og um hann eru til fræknar sagnir. Artúr varð konungur þegar hann losaði hið helga sverð Excalibur. Sverðið var fast í steini og sá sem gat losað það varð kon- ungur og það gerði Artúr með stæl. Ný aðferð við formannsval Enginn skyldi ætla að Vigdís hafi verið að tala bókstaflega þegar hún sór af sér höfuðbýli sitt í steininum. Líklegra er að hún sé að vísa til allegórísks steins, sérstaklega þar sem hún fullyrti einnig að Evrópa stæði í björtu báli, en svo er ekki. Kannski verður næsti for- maður Framsóknarflokks- ins sá sem nær höfðinu úr steininum. Hvort það er höfuð Vig- dísar eða Framsóknar- maddömunnar er hins vegar óvíst. Björgvin aftur formaður? Samfylkingin þarf að kjósa sér nýjan þingflokksformann eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði af sér þing- mennsku. Víst er að margir sækjast eftir þeirri vegtyllu, en þrír eru helst nefndir. Nafn Björgvins G. Sigurðs- sonar ber þar hæst, en hann sagði af sér ráðherradómi í ársbyrjun 2009. Hann gegndi þingflokksfor- mennsku 2009 til 2010, en tók sér leyfi á meðan þingið fjallaði um rannsóknarskýrsluna. Aðrir sem nefndir eru til sögunnar eru Helgi Hjörvar og Kristján L. Möller. kolbeinn@frettabladid.isÁ kvörðun hagfræðideildar Háskóla Íslands um að taka upp inntökupróf er skiljanleg og skynsamleg. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði í Fréttablaðinu í gær að of mikið væri um að til náms kæmu nemendur sem stæðust ekki þær kröfur sem gerðar væru. Hann segir að algengt sé að þriðjungur til helmingur skráðra nemenda sjáist aldrei í tímum og drjúgur hluti falli í lok fyrstu annar. Daði segir hafa verið rætt um aðrar lausnir, eins og að setja lágmarkseinkunn, en þá sé vandinn sá að stúdentspróf séu mis- marktæk eftir því í hvaða skóla þau séu tekin. „Það er einfaldlega ekki nægilega mikið að marka slíkt viðmið,“ segir hann. Sennilega er þetta vandamál ýktara nú en oft áður vegna þess að ýmsir sem ekki ætluðu sér í háskólanám eftir stúdents- próf hafa engu að síður skráð sig í háskóla sökum þess að litla vinnu er að fá. En vandinn er til og hefur lengi verið opinbert leyndarmál; að fólk er einfald- lega mjög misvel undirbúið fyrir akademískt nám eftir því hvaða framhaldsskóla það hefur sótt. Framhaldsskólarnir búa að sjálfsögðu við mismunandi aðstæður. Þeir sem standa á gömlum merg geta fremur valið úr beztu nem- endunum en þeir nýrri. Nemendur á svæðum þar sem menntun er mikil og tekjur háar standa sömuleiðis betur að vígi en aðrir, ekki sízt hvað varðar stuðning og hvatningu foreldra til náms. Það breytir ekki því að hvíti kollurinn á að merkja að fólk sé fært um að takast á hendur akademískt nám í háskóla. Í einhverjum tilvikum er stúdentsprófið svikin vara, því að það felur ekki í sér nægilegan undirbúning. Inntökupróf í háskóla eru einföld og réttlát leið til að koma í veg fyrir að nemendur sem ekki standast þær kröfur sem þar eru gerðar taki upp pláss og sói peningum skattgreiðenda með áralöngu gaufi. Þau leysa hins vegar alls ekki þann vanda að sums staðar sé stúdentsprófið ekki marktækt. Fyrsta skrefið í átt til lausnar á þeim vanda er að viðurkenna hann, mæla umfang hans og ræða hann. Mörgum finnst hins vegar að það megi ekki. Í fyrra gerði Háskóli Íslands könnun á meðal stúdenta þar sem fólk var beðið að meta sjálft hversu vel undirbúið það hefði komið í skólann. Að meðaltali sögðust um 70 prósent hafa verið vel undir námið búin en hlutfallið fór niður í 30 prósent meðal nemenda úr einstökum framhaldsskólum og upp undir 100 prósent hjá stúdentum úr öðrum skólum. Þessa könnun átti hvergi að birta fyrr en Fréttablaðið fékk niðurstöðurnar í hendur og sagði frá þeim. Í framhaldinu var ákveðið að kanna árangur stúdenta í HÍ og brottfall úr námi eftir því hvaða framhaldsskóla fólk sótti. Niðurstöðurnar á að sjálfsögðu að gera opinberar, enda eru þær marktækari en viðhorfskönnun á meðal nemenda. Slíkur samanburður, faglega unninn, á að vera sjálfsagðar upp- lýsingar fyrir nemendur og foreldra þegar tekin er ákvörðun um hvar sótt er um skólavist og sömuleiðis fyrir stjórnendur fram- haldsskólanna til að þeir átti sig á hvar þeir standa. Slök útkoma á ekki að þurfa að vera neitt feimnismál, heldur þvert á móti hvatning til að gera betur. Full þörf er á að mæla og ræða misjafnan árangur framhaldsskólanna. Svikin vara? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.