Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 16
14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR16 Kvartett Sunnu Gunnlaugs er á leið í tónleikaferð til Þýskalands og Austurríkis í næstu viku. Áður en haldið verður út býðst Íslendingum þó tæki- færi til að heyra í kvartettinum því hann ætlar að hefja ferðina með tónleikum í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 16. september klukkan 2. Kvartettinn skipa, auk Sunnu Gunnlaugs sem leikur á píanóið, þeir Óskar Guðjónsson sem leikur á saxó- fón, Toggi Jónsson bassaleikari og Scott McLemore sem leikur á trommur. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og einungis er tekið við reiðufé. Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útför okkar kæru Maríu Pálsdóttur Furulundi 11d, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar á Akureyri og lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri fyrir einstaka umhyggju og umönnun í veikindum Maríu. Páll Jónsson Kolbrún Björk Ragnarsdóttir Lovísa Jónsdóttir Óskar Þór Halldórsson Steingrímur Jónsson Árún K. Sigurðardóttir Jón Árni Jónsson Sigríður Stefánsdóttir Stefán Jónsson Yean Fee Quay Þóra Jónsdóttir Björn Halldórsson barna- og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Helga Þóra Jakobsdóttir Drekavöllum 18, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. september. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 15. september kl. 15.00. Aðstandendur þakka starfsmönnum Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaklega kærleiksríka umönnun. Böðvar Guðmundsson Guðmundur Böðvarsson Jakob Már Böðvarsson Gísli Ölvir Böðvarsson Þóra Sigurjónsdóttir Hlíf Böðvarsdóttir Kristmann Rúnar Larsson barnabörn Okkar ástkæri Guðjón Bjarnason Snælandi 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. september. Gunnur Jónasdóttir Þuríður Guðjónsdóttir Þórhallur Vigfússon Daníel Þórhallsson og Elísabet Þórhallsdóttir Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, Guðný Ástrún Valdimarsdóttir handavinnukennari, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi sunnu- dagsins 11. september. Jarðarförin auglýst síðar. Magnús Þór Aðalsteinsson Steinunn Brynjarsdóttir Guðný Aðalsteinsdóttir Bryndís Björnsdóttir Magni S. Sigmarsson Ásdís Björnsdóttir Guðni Már Harðarson Brynjar Steinn Magnússon og langömmubörn. Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Jóel Jónsson Lindargötu 57, Reykjavík, lést 7. september á LSH Fossvogi. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. september kl. 13. Þórdís Elín Jóelsdóttir Gunnar Gunnarsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn SUNNA GUNNLAUGS Heldur tónleika í Þjóðmenningarhús- inu ásamt kvartett sínum. Kvartett Sunnu í Þjóðmenningarhúsi Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru sem haldinn verð- ur í fyrsta sinn 16. septem- ber næstkomandi verður haldinn aukaaðalfundur Leynifélagsins að morgni þess dags. Leynifélagið er útvarpsþáttur fyrir krakka á aldrinum 5-11 ára. Félagið heldur fundi í félagsheim- ilinu Leynilundi fjórum sinnum í viku, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga klukkan 20. Fundunum er útvarpað á rás eitt á RÚV og allir sem hlusta eru sjálfkrafa félagar. Á föstudaginn verður fundartíminn hins vegar óvenjulegur eða klukkan 9.45 að morgni dags. RÚV útvarpar fund- inum á rás eitt og hefur umhverfisráðuneytið hvatt til þess að skólabörn leggi við hlustir á þessum tíma. Þá geta kennarar farið inn á vef Námsgagnastofnun- ar www.nams.is og fund- ið skemmtileg verkefni sem hægt er að vinna í framhaldinu. Aukafundur Leynifélags LEYNIFÉLAGSKONUR Þær Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir sjá um útvarpsþáttinn Leynifélagið. Síðustu helgina í september verður haldin Ljóðahátíð í Eyjafirði. Aðstand- endur hennar eru Verksmiðjan á Hjalt- eyri, Populus tre- mula og Skógrækt- arfélag Eyfirðinga. Hin árlega Ljóða- ganga í eyfirsk- um skógi verður að þessu sinni hluti hátíðarinn- ar og nú haldin í Grundar- skógi í Eyjafirði. Hópur góðskálda heim- sækir Eyjafjörð og les ljóð sín fyrir heimamenn og gesti. Skáldin sem fram koma eru: Guðbrandur Siglaugsson, Kristín Ómarsdóttir, Anton Helgi Jónsson, Bjarni Gunnarsson, Gerður Kristný og Ísak Harðarson. Ljóðahátíðin hefst með ljóðakvöldi í Verksmðjunni á Hjalteyri kl. 21.00 föstudaginn 23. september. Laugar- daginn 24. septem- ber verður síðan farin Ljóðaganga í Grundar- skógi í Eyjafirði og hefst hún kl. 14.00. Dagskránni lýkur með ljóðakvöldi í Populus tremula á Akureyri á laugar- dagskvöld kl. 21.00. Aðgangur verður ókeypis og öllum heimill. Malpokar leyfðir. Ljóðahátíð í Eyjafirði KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Fjallagullregn (Laburnum alpinum) að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ varð fyrir valinu þegar Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011. Það hefur náð 7,35 metra hæð. Einkum er það þó sérstaða þess og fegurð sem þykir verð viðurkenningar. Skógræktarfélag Íslands útnefnir tré ársins árlega en þetta er í fyrsta skipti sem tré á Suðurnesjum hlýtur þá upphefð. „Það var lítið um trjágróður hér í bænum þegar við sett- um þetta tré niður árið 1959,“ segir Sigrún Guðjónsdóttir, eigandi trésins fagra. Hún þakkar manni sínum, Sigurði Einarssyni, þá hugkvæmni að kaupa gullregn og segir þá tegund hafa verið sjaldgæfa á Íslandi á þessum tíma. „Sigurður var mun betri í garðyrkjunni en ég. Hann setti tréð á sólríkan og skjólsælan stað við húsið og þess vegna hefur það dafnað svona vel,“ segir Sigrún sem missti eiginmanninn fyrir nokkrum árum. Nú er barnabarn þeirra, Sigurður Bjarnason, að koma sér fyrir á neðri hæð hússins svo hið fagra tré mun gleðja ættingjana áfram. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, veitti Sigrúnu viðurkenninguna og Árni Sigfússon bæjarstjóri flutti einnig ávarp af þessu tilefni. - gun Á sólríkum og skjólsælum stað TRÉ ÁRSINS 2011 „Við reiknuðum ekki með að tréð næði þessari stærð og höfum þurft að saga af því greinar sem sneru að húsinu,“ segir Sigrún um fjallagullregnið sitt. MYND/SIGURÐUR BJARNASON „Ljáðu okkur eyra“ er röð hádegistónleika sem haldn- ir eru á hverjum miðviku- degi í vetur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Fyrstu tón- leikarnir verða í hádeg- inu í dag og þeir síðustu 7. desember. Listrænn stjórnandi og gestgjafi þessarar óvenju- legu tónleikaraðar er píanóleikarinn og hljóm- sveitarstjórinn Gerrit Schuil, en tónleikarnir hefjast ævinlega kl. 12.15 og standa í hálftíma. Í upp- hafi þeirra býður gestgjaf- inn fólk velkomið og kynn- ir verkin sem flutt verða. Dagskrá hverra tónleika er ekki auglýst fyrir fram né flytjendur. Aðgangur er ókeypis, en minni háttar framlag til flytjenda í lok tónleika er vel þegið. Ljáðu okkur eyra í Fríkirkjunni FRÍKIRKJAN Hádegistónleikar verða í Fríkirkjunni alla miðvikudaga fram í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinn Guðmundsson rafmagnsverkfræðingur, Aðalstræti 8, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítala í Fossvogi 7. september síðastliðinn. Útför hans verður frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. september kl. 13.00. Ingrid Guðmundsson Sólveig Sveinsdóttir Thierry Clairiot Guðmundur Sveinsson Arianne Gähwiller Sigrún Sveinsdóttir Yoshihiko Iura Sveinn Ingi Sveinsson Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir Ríkharður Sveinsson Jóna Kristjana Halldórsdóttir Benedikt Sveinsson Anna White barnabörn og barnabarnabarn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.