Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 18
14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR2 NÝ SENDING ÍSLENSKT KISUNAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli Harðfisktöflur sem kisur elska VINSÆLVARA Framhald af forsíðu Ný gerð Yaris er væntanleg til Íslands um mánaðamótin október/ nóvember og eflaust margir sem bíða spenntir enda hefur Yaris verið með vinsælli smábílum á landinu. Væntanlegir kaupendur ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Hinn nýi Yaris hefur verið tekinn nokkuð í gegn að innan sem utan. Framhluti bílsins er nú mun sportlegri en áður. Spila þar inn í kúptar línur og ská- sett framljós. Þannig á Yaris að vera fyrsti bíllinn til að skarta þessu útliti sem einkenna mun Toyota- bifreiðar næstu árin. Hlutfallslegri stærð grilla hefur verið breytt með það að markmiði að ljá Yarisnum karlmannlegra útlit en áður. Enn fleiri breytingar er að finna innandyra. Mælaborðið hefur tekið miklum breytingum til batnaðar. Í fyrstu útgáfu Yaris voru mælarn- ir fyrir miðju bílsins sem bæði var óþægilegt og ljótt. Hönnuðir bíls- ins hafa í þetta sinn valið mun hefð- bundnari leið. Mælarnir eru nú beint fyrir framan stýrið og fyrir miðju er stolt hönnuðanna, fjöltækniskjár. Toyota Touch & go er uppfullur af möguleikum. Fyrir utan hin venju- bundnu stjórntæki er þar að finna bakkvél. Þar er hægt að tengja síma og tónhlöður. Í honum er vega- leiðsögutæki fyrir bæði Ísland og fleiri lönd og með bluetooth má tengja kerfið við Google-maps og færa inn leiðir og staðsetningar. Á skjánum er hægt að senda sms auk þess sem skjáinn má tengja við samskiptasíðuna Facebook. Fleira innanstokks vekur athygli. Natni hefur verið lögð í smáatriði. Þannig er stýrið sportlegt og appels- ínugulir saumar á því og gírstöng- inni gefa ríkmannlega tilfinningu. Notað er mjúkt plastefni í mælaborð og meira króm en áður sem gefur fallega heildarmynd. Stór sóllúga er á flestum gerðum og fyrir vikið verður bíllinn mjög bjartur. Aksturseiginleikar bílsins eru fínir. Hann fer vel hvort sem er á hlykkjóttum sveitavegum eða þröngum borgarstrætum. Beygju- radíusinn er 4,7 m sem kemur sér ágætlega á þröngum götuhornum. Hann er mun rýmri en maður skyldi ætla af ytra útliti. Það var enda ein af þeim breytingum sem gerð var á bílnum, hann er nú með meira innra rými og betra pláss er fyrir farþega í aftursæti. Þó að bíllinn sé lengri en hann var áður er hann samt tuttugu kílóum léttari en fyrri gerðin. Þrjár vélagerðir verða í boði og hver gerð fáanleg í nokkrum útfærslum. Skemmtilegust var þó 1,4 l dísilvélin með MM-sjálfskipt- ingu. Krafturinn var nægur, hest- öflin 90 en togið 205 Nm. Af öðrum útfærslum má nefna Yaris Terra með 1,0 l bensínvél, beinskiptur og Yaris Sol með 1,33 l bensínvél og fæst annaðhvort beinskiptur eða sjálfskiptur. Eyðslan er einnig góð fyrir budd- una en Yaris eyðir frá 4,8 lítrum af bensíni en dísilvélin frá 3,9 l af olíu. solveig@frettabladid.is Breyting til batnaðar Nýr Toyota Yaris var kynntur fyrir blaðamönnum í Kaupmannahöfn á dögunum. Um er að ræða þriðju týpuna frá því að Yaris var settur á markað árið 1998. Toyota hefur í heildina tekist mjög vel til. Hugað er að smáatriðum í hönnun. Fjöltækniskjár opnar ýmsa möguleika. Nýi Yarisinn er sportlegri en áður. Færeyskir dagar standa yfir hjá Smurbrauðstofu Sylvíu á Laugavegi 170. Þar býður Sylvía upp á hefðbundinn færeyskan mat fram á laugardag. Smurbrauðsstofa Sylvíu er lítil og hlýleg. Þar ræður ríkjum Sylvía Lockey Gunnarstein smurbrauðsjómfrú og smyr ofan í fólk girnilegt smurbrauð af ýmsu tagi. Sylvía er frá Færeyjum og hefur í gegnum tíð- ina haldið færeyska daga á smurbrauðsstofu sinni. Færeyskir dagar hófust einmitt hjá henni í gær og standa fram á laugar- daginn 17. september. „Það er erfitt að fá fær- eyskan mat á Íslandi og því fannst mér sniðugt að hafa færeyska daga hér hjá mér,“ segir Sylvía sem býður upp á ýmis- legt þjóðlegt góðgæti næstu daga. „Ég verð til dæmis með skerpukjöt sem ég bý til sjálf,“ upplýsir hún en skerpukjöt er lambalæri sem hangir uppi og er þurrkað en þó ekki jafn mikið og harðfiskur. „Ég verð einnig með svo- kallaða knetti sem eru soðnar fiskibollur á stærð við appelsínur. Þá býð ég líka upp á steiktar fiskibollur eða fríkadellur og færeyska rúllupylsu,“ segir hún og útskýrir að færeyska rúllupylsan sé svipuð þeirri íslensku nema hún bæti í hana púðursykri. Sylvía mun einnig bjóða upp á færeyska kjötsúpu, ræstkjötsúpu. „Hún er svipuð íslensku kjötsúpunni en hún er miklu sterkari,“ segir Sylvía og mælir sérstaklega með súpunni. - sg Skerpukjöt, knettir og fríkadellur FÆREYSKIR DAGAR STANDA YFIR HJÁ SMURBRAUÐSSTOFU SYLVÍU. ÞAR BÝÐUR SYLVÍA UPP Á HEFÐBUNDINN FÆREYSKAN MAT FRAM Á LAUGARDAG. Sylvía með skerpukjötið og fleira færeyskt góðgæti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi Sumarferðir bjóða upp á golf- og borgarferð til Dublin í lok mánaðarins. Gist er á Deer Park hóteli sem stendur á einu stærsta golfsvæði Írlands. Það er aðeins 15 kílómetrum frá miðbæ Dublin. Sjá nánar á www.sumarferdir.is Hjálmtýr er hálf sænskur og hálf íslenskur og hefur búið í löndunum til skiptis. Nú er hann í Svíþjóð og stundar nám við Við- skiptaháskólann í Stokkhólmi, auk þess að starfa við byggingar- fyrirtæki fjölskyldunnar. Hann er að skrifa bók, undirbúa Íslandsferð í vetur með 50 manna hóp, og góðgerðastarf í Afríku er á dagskránni. „Èg er mjög stoltur af að vera íslenskur og kem í heimsókn þrisvar til fimm sinnum á hverju ári,“ segir hann. Þetta er fjórtánda árið sem Robinson er á dagskrá. Alls fylgdust 1,3 milljónir með fyrsta þættinum þetta haustið. Næsti þáttur er annað kvöld, fimmtu- dag, klukkan 20 að sænskum tíma á TV4, sem er opin stöð. Einnig er hægt að nálgast þáttinn á www. tv4play.se/noje/robinson gun@frettabladid.is 1,3 miljónir manna fylgdust með fyrsta þættinum af Robinson 2011. REYNSLUAKSTUR Vél: 1,o l bensín beinskiptur hö: 69 hö/93NM Eyðsla, bl. akstur: 4,8 l/100 km 0-100 km/klst: 15,3 Verð: 3 dyra 2.645.000. 5 dyra 2.745.000 Vél: 1,33 l bensín beinskiptur eða sjálfskiptur hö: 99/125 Nm Eyðsla, bl. akstur: 5,0-5,4 l/100 km 0-100 km/klst: 11,7/12,3 Verð: Beinskiptur 2.945.000, sjálfskiptur 3.045.000. Vél: 1,4 l dísilvél beinskiptur/sjálfskiptur hö: 90/205 Nm Eyðsla, bl. akstur: 3,9-4,0 l/100 km 0-100 km/klst: 10,8/13,2 (MM) Verð: Beinskiptur kostar 3.195.000 í Terra útfærslu. Sol útfærsla kostar 3.295.000. Með MM skiptingu kostar hann 3.430.000 Yaris Terra Yaris Sol Dísilútgáfan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.