Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 23
BÍLALIND.IS Hvernig bíl dreymir þig um? Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM 12 volt díóðuljós 12v 1,3w12v 1,3w 12v 2,5w 12v 1,66w 12v 1,66w 12v 1,0w 12v 1,2w 12v 1,0w Tilvalið fyrir sumarbústaði með sólarorku Eyða allt að 90% minni orku en halogen 12v 3,0w Reiknivél þar sem hægt er að reikna rekstrar- og umhverfiskostnað mismunandi bifreiða er að finna á vef FÍB www.fib.is. Þar er fróðlegt að bera saman minni og stærri bifreiðar, bensínbíla, dísilbíla, tvinn- bíla og sjálfskiptar og beinskiptar bifreiðar svo dæmi séu nefnd. Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, tilkynnti nýlega um val á bíl ársins 2012. Í ár var það Volkswagen Passat í metanútfærslu sem var hlutskarpastur í vali á bíl ársins og hlaut að launum Stálstýrið 2012. Bílar sem gjaldgengir voru í keppnina að þessu sinni voru bílar sem höfðu komið á markað hér á landi frá ágúst 2010. Dómnefnd tók tillit til aksturseiginleika, afkasta- getu, eldsneytisnotkunar, visthæfi, öryggisbúnaðar, útlits og hönnunar bílanna og endursöluvirðis. Volkswagen Passat EcoFuel notar metangas sem aðalorkugjafa en einnig er hann með 31 lítra bensín- tank. Hámarksdrægni á metangasi er um 450 km og 430 km á bensín- inu. Þannig er hægt að aka 880 km að hámarki án þess að fylla á elds- neytið. Í flokki smærri fólksbíla sigraði Audi A1. Í flokki vistvænna bíla sigr- aði Volkswagen Passat EcoFuel. Í flokki stærri fólksbíla sigraði Volvo S60. Volkswagen Passat EcoFuel bíll ársins Marinó Björnsson tók á móti Stálstýr- inu fyrir hönd Heklu, Sigurður Bragi Guðmundsson afhenti verðlaunin. Marinó Thorlacius hefur síðustu ár verið að skapa sér nafn sem ljósmyndari á alþjóðavettvangi. Nýjasta skrautfjöðrin í hattinn er viðamikið verkefni sem Marinó vann fyrir japanska bílaframleið- andann Lexus þar sem Reykjavík og íslensk náttúra eru í lykilhlut- verki. „Þeir höfðu samband við mig með stuttum fyrirvara og að því er virtist upp úr þurru til að kanna hvort ég gæti tekið myndatökuna að mér. Ég sló bara til,“ segir Marinó. Hann vísar þar í markaðs- risann Story WorldWide sem réði hann í verkefnið, en fyrirtækið er með starfsemi í þremur heimsálf- um og fjölda þekktra vörumerkja á sínum snærum, svo sem Karen Millen, Starbucks, Clinique og Lexus. Í herferðinni sem Marinó var fenginn til að mynda er nýjasta gerð tvinnjeppa frá Lexus, Full Hybrid RX 450h, kynnt til sög- unnar í kunnuglegu umhverfi höfuðborgarinnar og nágrennis. Hann vill ekki geta til um hvert umfang henn- ar kemur til með að verða. Þó liggi ljóst fyrir að hún verði meðal annars notuð í tímariti sem Lexus og Story WorldWide gefa út í sameiningu og dreifa á Evr- ópumarkað. „Þannig að viðbúið er að auglýsingin eigi eftir að vekja einhverja athygli.“ Segja má að Lexus-herferðin marki nýtt skref fyrir Marinó sem hefur hingað til aðallega fengist við tísku- og landslagsljósmynd- un. Nýverið vakti hann verulega athygli fyrir ljósmyndir sínar af herralínu hönnuðarins Sruli Recht sem sýndar voru við góðar undir- tektir í París fyrr á árinu. Hann telur hugsanlegt að þær hafi orðið til þess að Story WorldWide sló á þráðinn. Heldurðu að herferðin eigi eftir að opna þér nýjar dyr? „Oft eru það nú frekar litlu hlutirnir en þeir stóru sem hrinda öllu af stað,“ segir Marinó og viðurkenn- ir að ýmis spennandi verkefni séu í gangi en ótímabært að ræða þau að sinni. roald@frettabladid.is Myndaði fyrir Lexus-herferð Marinó Thorlacius fékk óvænta símhringingu á dögunum sem end- aði með ljósmyndatöku fyrir einn umsvifamesta bílaframleiðanda í heimi. Myndirnar verða notaðar í stóra kynningarherferð í Evrópu. „Oft eru það nú frekar litlu hlutirnir en þeir stóru sem hrinda af öllu af stað,“ svarar Marinó pollrólegur, spurður hvort hann telji að Lexus-herferðin eigi eftir að opna nýjar dyr. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hér má sjá Lexus Full Hybrid RX 450h. Myndin er þó ekki úr smiðju Marinós. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.