Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 14. september 2011 Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Allir velkomnir Aðgangur ókeypis Konfúsíusarstofnunin Norðurljós, Háskóli Íslands og KÍM kynna: Sýnd í Odda 101, 15. sept. kl. 18 Meistari Ip (Ip Man, 2008) Kínversku kvikmyndina Hádegisfyrirlestur Kristjáns L. Guðlaugssonar, “Maóistar á Íslandi í skugga kalda stríðsins.” 16. september, 13:20-14:20, Lögberg 102 Í fyrirlestri sínum mun Robert Aliber fjalla um óstöðugleika á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum í sögulegu samhengi. Hann mun velta fyrir sér þeirri spurningu að hversu miklu leyti sveiflur í gengi gjaldmiðla og sveiflur hlutabréfaverðs og fasteignaverðs megi rekja til alþjóðlegra þátta, annars vegar, og starfsemi innlendra fjárfestinga- og viðskiptabanka hins vegar. Meðal áhugaverðra spurninga sem hann mun leitast við að svara er hvort bankahrunið hér á landi hafi fremur átt rætur að rekja til ástands alþjóðlegra fjármálamarkaðar eða eftirlitsleysis og áhættusækni innlendra aðila. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Málstofa á vegum Hagfræðideildar Hverjar eru orsakir titrings á eigna- og gjaldeyrismörkuðum? Robert Z. Aliber er fyrrverandi prófessor við Chicago háskóla Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Hátíðasal. Fimmtudaginn 15. september kl. 12-14 menning@frettabladid.is Hafnarborg ★★★ Í bili Samsýning í sýningarstjórn Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur Sýningin stendur til 23. október. Opið 12-17 alla daga nema þriðjudaga og opið til 21 á fimmtudögum Á síðasta ári efndi Hafnarborg til samkeppni um sýningarhugmyndir – kemur þannig til móts við aukinn fjölda sýningarstjóra hérlendis og eflir um leið eigin starfsemi. Hug- mynd Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur, Í bili, var valin. Ólöf er menntaður mannfræðingur en hefur fikrað sig inn á vettvang sýningarstjórnar á mörkum mannfræði og lista. Í sýn- ingarskrá segir Ólöf hugmynd sína snúast um að „endurvekja samband töfra og safnmuna“. Hún skrifar um uppruna nútímasafna á sextándu öld. Ferðalangar og landkönnuðir endurreisnartímans sneru heim frá fjarlægum löndum með furðugripi, komu fyrir í skápum og síðar í svo- nefndum „Wunderkammer“, her- bergjum þar sem skoða mátti allt milli himins og jarðar. Lykilorðið hér er wunder, eða undur, undrun. Markmiðið sýn- ingarinnar er að einhverju leyti að endurvekja þessa undrun fyrri tíma, í dag þegar ekkert kemur lengur á óvart. Við höfum séð allt. Þetta var líka markmið súrrealista á fyrri hluta 20. aldar: að koma á óvart. Kippa fótunum undan vana- fastri hugsun okkar, skapa tóma- rúm þar sem eitthvað nýtt getur átt sér stað. Í Hafnarborg er líka svolítið sem kemur á óvart, enginn kemst hjá því að líta hissa í kringum sig þegar upp er komið. Af hverju? Það segi ég ekki hér, til að skemma ekki upplifunina. Deila má þó um þessa nálgun við viðfangsefn- ið og hugsanlega er hún full bók- stafleg. Ef til vill hefði mátt nýta sýningarrýmið á annan hátt með áhugaverðari niðurstöðu. Listamenn sem sýna eru þau Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson, Daníel Björnsson, Gretar Reynisson, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Ingirafn Steinarsson, Jeannette Castioni, Magnús Árnason, Olga Bergmann og Ólöf Nordal. Ingunn Fjóla Ing- þórsdóttir og Þórdís Jóhannesdótt- ir eru tvíeykið Hugsteypa og Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lievens Dousselaere mynda þríeyk- ið Skyr Lee Bob. Mörg nöfnin hér eru kunnugleg, allt flottir lista- menn en stundum er eins og það sé svolítið sama fólkið sem leitað er til ár eftir ár til að koma með verk á samsýningar. Í heildina er sýningin forvitni- leg, skrýtin og skemmtileg eins og hugmyndafræðin að baki býður upp á. Þó er hægt að nálgast viðfangs- efnið á gagnrýnan hátt líka, vinna með það og staðsetja það í samtím- anum eins og fram kemur í mynd- bandsverkum Jeannette Castioni, en Jeannette varpar fram áleitnum spurningum um hlutverk og ímynd menningar og safngripa í huga einstaklingsins. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Skemmtileg og forvitni- leg sýning leitast við að koma áhorfandanum á óvart og tekst það ágætlega. Einstaka verk ristir dýpra og í heildina eru öll verk sýningarinnar forvitnileg og ná að skapa saman áhugaverða heild. Listin að koma á óvart UNDUR Markmið sýningarinnar er að endurvekja undrun fyrri tíma, á tímum þegar fátt kemur lengur á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.