Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 34
14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is saltdreifarar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta HAUKAR leita logandi ljósi að arftaka Magnúsar Gylfasonar þessa dagana en Magnús mun eins og kunnugt er taka við ÍBV eftir tímabilið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Haukar mikinn áhuga á því að fá landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson til að taka við liðinu. Ólafur er harður FH-ingur og það væri saga til næsta bæjar ef hann tæki við Haukum. FÓTBOLTI FH-ingar urðu fyrstir til að sigra KR í Pepsi-deild karla í sumar þegar liðin mættust á Kaplakrikavelli um helgina. FH vann 2-1 sigur og skoraði Atli Guðnason fyrra mark Hafn- firðinga í leiknum en átti þess fyrir utan stóran þátt í öflug- um sóknarleik FH. Hann er leik- maður 18. umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Þetta var mjög góður sigur. Kannski helst til tæpur miðað við hvernig leikurinn þróaðist en þetta voru þrjú góð stig sem koma til með að hjálpa okkur mikið,“ segir Atli, en FH-ingar höfðu mikla yfirburði í leiknum þar til KR minnkaði muninn á 72. mínútu. „Við vorum klaufar að vera ekki búnir að skora fleiri mörk, sér- staklega í byrjun seinni hálfleiks þegar við sköpuðum okkur 3-4 mjög góð færi,“ segir Atli, en hann segir leikskipulag FH hafa gengið mjög vel fram að því. „KR er með fljóta sóknarmenn og við vörðumst aftar á vellinum en við gerum venjulega. Við reynd- um að lokka þá til okkar og fá þá til að missa boltann á góðum stöð- um. Það gaf okkur tækifæri til að sækja hratt á þá og það tókst í um 70 mínútur. Þá komust þeir í sókn og skoruðu mark sem sló okkur aðeins út af laginu. En sem betur fer erum við með góðan markvörð sem varði vel í lokin,“ segir Atli. FH er nú með 34 stig og er fimm stigum á eftir toppliði ÍBV. KR er með 38 stig en á leik til góða. Atli segir ómögulegt að spá í framhaldið. „ÍBV og KR eiga eftir að mæt- ast innbyrðis og þangað til er mjög erfitt að meta stöðuna. Hvað okkur sjálfa varðar er ljóst að við getum ekki treyst á okkur sjálfa í titil- baráttunni og því er lítið annað í stöðunni en að ná í eins mörg stig og við getum og sjá hvað það færir okkur. Það sem mestu máli skipt- ir fyrir félagið í dag er að tryggja liðinu sæti í Evrópukeppninni og við tókum stórt skref í þá átt með þessum sigri,“ segir Atli, en FH er nú með fimm stiga forystu á næsta lið, Val, sem er í fjórða sætinu. Atli neitar því ekki að það hafi verið skemmtilegt að verða fyrsta liðið til að vinna KR í deild eða bikar í sumar en það sé þó ekki það sem mestu máli skipti. „FH hefur ekki tapað í Kapla- krika á tímabilinu, hvort sem er í deild, bikar eða Evrópukeppninni. Við viljum halda því þannig. Kaplakrikinn á að vera vígi og þangað á ekkert lið að geta komið og náð í þrjú stig,“ segir Atli, en FH hefur náð í 23 stig af 27 mögu- legum á heimavelli í sumar – flest allra liða í deildinni. Það er því fyrst og fremst heldur dapurt gengi á útivelli sem hefur gert það að verkum að FH stóð lengi vel heldur langt fyrir utan toppbaráttuna. Atli segir að meiðsli og leikbönn hafi sett strik í reikninginn. „Árið 2009 keyrðum við liðið áfram á 12-13 leikmönnum allan fyrri hluta mótsins og þá unnum við tíu leiki í röð. Í ár hefur þetta verið eins og í fyrra – minni stöðugleiki og liðið hefur verið lengi í gang. Í fyrra komum við bakdyramegin inn í toppbarátt- una en við skulum sjá til hvernig lokaspretturinn verður hjá okkur í ár,“ segir Atli. eirikur@frettabladid.is Kaplakrikinn á að vera vígi Atli Guðnason er leikmaður 18. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Frétta- blaðsins. Hann fór mikinn í sóknarleik FH, sem varð fyrst liða hér heima til að vinna KR í sumar. Atli segir þó mikilvægara að FH sé enn taplaust á heimavelli. ATLI GUÐNASON Átti góðan leik gegn KR og er leikmaður umferðarinnar hjá Frétta- blaðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Lið 18. umferðarinnar: Markvörður: Hannes Þór Halldórsson, KR Varnarmenn: Einar Orri Einarsson, Keflavík Daníel Laxdal, Stjörnunni Orri Freyr Hjaltalín, Grindavík Björn Daníel Sverrisson, FH Miðvallarleikmenn: Samuel Hewson, Fram Andri Ólafsson, ÍBV Halldór Hermann Jónsson, Fram Sóknarmenn: Atli Guðnason, FH Aaron Spear, ÍBV Ásgeir Örn Arnþórsson, Fylki Meistaradeild Evrópu: E-RIÐILL: Chelsea-Bayer Leverkusen 2-0 1-0 David Luiz (67.), 2-0 Juan Mata (90.+2). Genk-Valencia 0-0 F-RIÐILL: Dortmund-Arsenal 1-1 0-1 Robin Van Persie (41.), 1-1 Ivan Perisic (87.) Olympiakos-Marseille 0-1 0-1 Lucho Gonzalez (51.) G-RIÐILL: Apoel Nicosia-Zenit St. Petersburg 2-1 0-1 Konstantin Zyryanov (63.), 1-1 Gustavo Manduca (73.), 2-1 Ailton Almeida (75.) Porto-Shaktar Donetsk 2-1 0-1 Luiz Adriano (11), 1-1 Hulk (28.), 2-1 Kleber (50.) H-RIÐILL: Barcelona-AC Milan 2-2 0-1 Pato (1.), 1-1 Pedro (36.), 2-1 David Villa (50.), 2-2 Thiago Silva (90.+2) Viktoria Plzen-BATE Borisov 1-1 1-0 Marek Bakos (45.), 1-1 Renan Bressan (69.) ÚRSLIT Leikir kvöldsins A-riðill: Man. City - Napoli Sport 3 Villarreal - Bayern Munchen B-riðill: Inter - Trabzonspor Lille - CSKA Moskva C-riðill: Benfica - Man. Utd Sport Basel - Otelul Galati D-riðill: Ajax - Lyon Sport 4 Dinamo Zagreb - Real Madrid FÓTBOLTI Fyrsta umferðin í Meist- aradeild Evrópu klárast í kvöld með átta leikjum. Einn Íslendingur verður á ferð- inni í kvöld, en Kolbeinn Sigþórs- son mun leika með Ajax gegn Lyon. Verður það fyrsti leikur Kolbeins í Meistaradeildinni, en hann hefur leikið mjög vel með Ajax í upphafi vetrar. Manchester United er talið vera í frekar auðveldum riðli en byrjar á erfiðasta leiknum, sem er útileikur gegn Benfica. Hitt Manchester-liðið, City, tekur síðan á móti Napoli á heimavelli sínum. - hbg Meistaradeildin í kvöld: Kolbeinn í eldlínunni KOLBEINN SIGÞÓRSSON Þreytir frum- raun sína í Meistaradeildinni í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Íslendingaliðið AG Köbenhavn lenti ekki í neinum vandræðum þegar það tók á móti Viborg í gær. Lokatölur urðu 36-25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18-7 fyrir AGK. Danmerkurmeistar- arnir eru því sem fyrr með fullt hús stiga á toppi dönsku úrvals- deildarinnar. Íslensku strákarnir þrír voru markahæstir í liði AGK í leikn- um. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk og þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu fimm mörk hvor. - hbg Öruggur sigur hjá AGK: Íslendingarnir sáu um Viborg SNORRI STEINN Átti enn og aftur góðan leik fyrir AGK. MYND/OLE NIELSEN FÓTBOLTI Það var dramatík í leikj- um gærkvöldsins í Meistaradeild- inni. Bæði Barcelona og Arsenal lentu í því að missa unna leiki niður í jafntefli. Leikur Barca og Milan byrjaði með ótrúlegum látum því eftir aðeins 24 sekúndur kom Pato liði Milan yfir. Hann prjónaði sig þá í gegnum alla vörn Barcelona og lagði boltann smekklega í hornið. Hreint ótrúleg byrjun. Leikmenn Barcelona létu mark- ið ekki hafa áhrif á sig og byrjuðu að þjarma hraustlega að gestunum. Pressan bar árangur á 36. mínútu þegar Lionel Messi átti lygileg- an sprett í gegnum teiginn. Lagði boltann á fjærstöng þar sem Pedro gat ekki annað en skorað. Magnað mark. Það var lítið búið af síðari hálf- leik þegar David Villa kom Barce- lona yfir með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu. Barcelona hafði mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks. Liðið slak- aði þó aðeins of mikið á klónni undir lok leiksins og það reyndist liðinu dýrkeypt. Thiago Silva skall- aði nefnilega boltann í netið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Arsenal mætti á hinn erfiða Signal Iduna-völl og gerði sér lítið fyrir og komst yfir rétt fyrir hlé. Van Persie slapp þá í gegnum vörn Dortmund og kláraði færið sitt með miklum sóma. Lundúnaliðið virtist vera að sigla sigrinum heim þegar Ivan Perisic skoraði stórkostlegt mark með skoti utan teigs þegar lítið var eftir af leiknum. „Það lá ansi mikið á okkur í seinni hálfleik. Ég átti síðan ekki möguleika í þetta skot hjá Peri- sic,“ sagði Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal. „Við sýndum um síðustu helgi að við kunnum að spila fótbolta og vinna leiki. Þetta var virkilega erf- iður leikur en ég held að við verð- um að vera ánægðir með stigið sem við fengum hérna.” Chelsea var lengi að brjóta Bayer Leverkusen niður en David Luiz létti á pressunni um miðjan síðari hálfleik og Mata kláraði síðan dæmið. „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur en við sköpuðum okkur samt mikið af færum framan af. Þá hefðum við getað klárað leik- inn. Cech bjargaði líka vel í leikn- um en ég verð að segja að sigur- inn var sanngjarn,“ sagði André Villas-Boas, stjóri Chelsea. - hbg AC Milan gafst ekki upp og fékk stig gegn Barcelona – Arsenal missti unninn leik niður í jafntefli í Þýskalandi: Silva eyðilagði teitið hjá meisturum Barcelona DÝRMÆTT MARK Thiago Silva fagnaði jöfnunarmarki sínu að vonum vel. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.