Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.09.2011, Blaðsíða 38
14. september 2011 MIÐVIKUDAGUR30 Verslunarrými með innréttingum fyrir tískufataverslun á besta stað í Smáralind. Um er að ræða fallegar innréttingar, 8 rúma mátunar klefa í 220 fm rými og allt sem til þarf til að hefja rekstur á fataverslun. Verslun í rekstri er í húsnæðinu í dag en gæti losnað mjög fljótlega. Góður leigusamningur. Áhugasamir hafi samband við gudni@kontakt.is eða í síma 414 1200 H a u k u r 0 9 .1 1 BESTI BITINN Í BÆNUM „Þegar ég kem heim fæ ég mér yfirleitt Serrano. Svo er Pizza King hrikalega góður og auð- vitað Bæjarins bestu.“ Björn Bergmann Sigurðarson, knatt- spyrnumaður í Noregi „Þetta eru án nokkurs vafa bestu viðtökur sem við höfum feng- ið á þessum kvikmyndahátíð- um,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri. Kvikmynd hans, Eldfjall, var sýnd á kvik- myndahátíðinni í Torontó um helgina en myndin verður frum- sýnd hér á landi á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Eldfjall er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd og hefur vakið töluverða athygli. Hún verð- ur meðal annars fulltrúi Íslend- inga í forvalinu til evrópsku kvik- myndaverðlaunanna en kosið verður um hvaða myndir verða til- nefndar í september. „Ég held að það hafi sjaldan eða aldrei verið jafn margar góðar myndir frá Evr- ópu og í ár þannig að samkeppnin verður hörð,“ segir Rúnar. Áhorfendur í Torontó voru ákaf- lega hrifnir af Eldfjalli og upplýsir Rúnar meðal annars að hann hafi hreinlega þurft að hugga suma áhorfendur sem lágu tárvotir í faðmi hans. „Myndin virðist hafa snert mjög viðkvæmar taugar,“ segir Rúnar. Gengið var frá dreif- ingu myndarinnar til Noregs og Danmerkur og Rúnar viðurkenn- ir að hann sé spenntur fyrir að sjá hvað meira komi út úr ferðinni. Eins og mörgum er eflaust enn í fersku minni var Rúnar tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir stutt- myndina sína, Síðasti bærinn í dalnum. Rúnar segir ánægjulegt að þær dyr sem opnuðust þá skuli ekki vera lokaðar og læstar, það hafi komið berlega í ljós í Torontó. „Og ef þær voru það þá var rykið bara dustað af þeim, ég hitti marga umboðsmenn þarna úti og það er margt spennandi í gangi. En maður heldur bara báðum fótum á jörðinni.“ - fgg Tárvotir áhorfendur í Torontó GÓÐ FERÐ Rúnar Rúnarsson kvikmynda- leikstjóri segir ferðina til Torontó hafa gengið vonum framar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég er einfaldlega að kanna hug Reykjavíkur- borgar, hvort það sé mögulegt að nota túnið undir selda viðburði,“ segir Kári Sturluson, umboðsmaður og tónleikahaldari. Menningar-og ferðamálaráð Reykjavíkur- borgar tók fyrir erindi Kára á fundi sínum á mánudag um afnot af Klambratúni sumarið 2012 vegna tónlistarviðburðar sem rukkað yrði inn á. Ráðið fól forstöðumanni Höfuð- borgarstofu að afla frekari upplýsinga um við- burðinn áður en afstaða væri tekin til málsins. Kári segist á hinn bóginn ekki vera með neinn ákveðinn viðburð í huga, hann vilji miklu frekar hafa vaðið fyrir neðan sig áður en hann fari að bóka einhverjar hljómsveitir. „Það er miklu skynsamlegra heldur en að fá til sín hljómsveit og leita svo að tónleikastaðnum og lenda kannski í tómum vandræðum.“ Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir í samtali við Fréttablaðið að engin lög séu til um hvort eða hvort ekki megi rukka inn á tónleika í almenningsgörðum Reykja- víkurborgar. Það hafi hins vegar aldrei verið gert. Í umsögn Sifjar sem lögð var fyrir menningar-og ferðamála- ráðið kemur fram að viðburðurinn eigi að standa yfir í einn til tvo daga um helgi frá klukkan tvö til miðnættis. Sif bendir á í umsögn sinni að Klambratúnið standi í miðju íbúðarhverfi þannig að tveggja daga viðburður með raf- magnaðri tónlist í tíu klukkutíma hvorn daginn gæti komið illa við íbúa. - fgg Kári vill Klambratúnið undir stórtónleika GÓÐUR STAÐUR Kári Sturluson vill fá Klambratúnið undir stórtónleika á næsta ári. Forstöðumanni Höfuð- borgarstofu, Sif Gunnarsdóttur, hefur verið falið að afla frekari upplýsinga um viðburðinn. Sjónvarpsþættirnir Næturvaktin, sem slógu í gegn á Stöð 2 árið 2007, hafa ferðast víða. Þættirnir voru sýndir á einum af hliðarstöðvum BBC í Bretlandi fyrir skömmu og nú hefur bandaríski grínistinn Doug Stanhope séð þættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga. Hann er einn af orðljótari grínistum Bandaríkjanna en fer engu að síður fögrum orðum um þættina á Facebook-síðu sinni — segist hafa horft á alla þættina í röð og að þeir hafi verið sprenghlægilegir. Aðdáendur Stanhope velta í kjölfarið fyrir sér hvaða norska þátt grínistinn sé að tala um og virðast loks margir hafa útvegað sér þættina með ólöglegum hætti. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég var ekki neitt svakalega spennt þegar nafnið hans kom fyrst upp,“ segir Eva Maria Daniels framleið- andi, en enginn annar en Arnold Schwarzenegger hefur tekið að sér að leika aðalhlutverk í mynd hennar, Captive. Myndin er sú fyrsta sem Eva Maria þróaði sjálf frá grunni en það þýðir að hún valdi handritshöf- und til að skrifa handritið frá hug- mynd ásamt því að finna fjármagn, leikara og tökulið í myndina. Myndin er byggð á sannri sögu og fjallar um arkitekt, Schwarzenegger, sem býr í Brasilíu og er rænt og haldið í gíslingu í 40 daga. Tökur fara fram á næsta ári og Eva Maria segist aldrei hafa unnið með jafnmikið fjármagn í einni mynd. Hún hefur úr 30 millj- ónum dollara að moða í þetta sinn sem hún segir að séu samt fljótir að fara í svona stórri framleiðslu. „Þessi mynd er búin að vera í vinnslu hjá mér lengi og upphaf- lega átti Robert De Niro að leika aðalhlutverkið. Hann var búinn að vinna með okkur í sex mán- uði og þróa karakterinn sinn með okkur,“ segir Eva Maria. Því miður gat De Niro ekki tekið að sér hlut- verkið og var það umboðsmaður Schwarzeneggers sem hafði sam- band við Evu Mariu og meðfram- leiðenda hennar, Michael London, en hann framleiddi myndir á borð við Sideways og Milk. „Kvikmyndaheimurinn er lítill og þegar gott handrit er í boði vita allir af því. Arnold hefur verið mjög umdeildur hérna og skapar ekki endilega jákvæða umræðu um myndina, en Bandaríkjamenn elska endurkomur og þetta verður von- andi endurkoma hans á hvíta tjald- ið og fólk fær að sjá hann í nýju ljósi,“ segir Eva Maria og bætir við að leikarinn frægi og fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu hafi komið mjög vel fyrir í prufunum. EVA MARIA DANIELS: VONANDI VERÐUR ÞETTA ENDURKOMA HANS Landaði auðmjúkum Schwarzenegger í mynd sína FRAMLEIÐANDI Í HOLLYWOOD Eva Maria Daniels segir Bandaríkjamenn elska endurkomur og aðkoma Arnolds Schwarzenegger að myndinni Captive hefur skapað mikla fjölmiðlaumræðu. „Hann er auðmjúkur í fram- komu og hefur greinilega gengið í gegnum erfiða tíma. Hann var líka minni en ég hélt og þetta hlutverk er ekki týpískt fyrir hann,“ segir Eva Maria en fjölmiðlar vestan- hafs hafa rætt mikið um aðkomu Schwarzeneggers að myndinni en hann er eini leikarinn sem búið er að staðfesta enn sem komið er. „Já, þetta skapar óneitanlega mikið umtal um myndina sem er ágætt.“ Eva Maria er þessa dagana stödd í New York þar sem hún er við tökur á myndinni What Maisie Knew sem skartar þeim Juliönnu Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Þegar við byrjuðum í tökum í sumar var ég viss um að Moore yrði mesta stjarnan en það er sko aldeilis ekki því ljósmyndararnir og pressan hérna láta Alex ekki vera. Hann er greinilega mjög heitur um þessar mundir,“ segir Eva Maria hlæjandi og bætir við að það komi samt á óvart hversu jarðbundinn leikarinn er en Skars- gård skaust upp á stjörnuhimininn eftir sjónvarpsþáttaröðina True Blood. alfrun@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.